Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála ráðinn án auglýsingar

Hörð­ur Þór­halls­son var kynnt­ur sem fram­kvæmda­stjóri Stjórn­stöðv­ar ferða­mála í gær. Starf­ið var ekki aug­lýst. Fær tæp­ar tvær millj­ón­ir á mán­uði. „Við vild­um þunga­vigt­ar­mann,“ seg­ir iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra. Tíma­bund­inn ráð­gjafa­samn­ing­ur, seg­ir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála ráðinn án auglýsingar

Staða framkvæmdastjóra nýrrar Stjórnstöðvar ferðamála var ekki auglýst þrátt fyrir að lög geri ráð fyrir að öll laus störf hjá ríki skuli auglýsa. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar segir að gerður hafi verið tímabundinn ráðgjafasamningur við framkvæmdastjórann á meðan verið sé að móta endanlega starfsemina. Samningurinn hafi verið gerður í samræmi við opinber innkaup og er heildarkostnaður vegna hans áætlaður 1.950.000 krónur á mánuði. 

Í gær kynntu Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, nýja ferðamálastefnu en hluti af henni er stofnun Stjórnstöðvar ferðamála. Um er að ræða samvinnuverkefni stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar og á stjórnstöðin að starfa til ársins 2020. Tilgangurinn er að samræma vinnu þvert á ráðuneyti og stofnanir, forgangsraða verkefnum og tryggja framkvæmd þeirra. Ragnheiður Elín verður formaður stjórnstöðvarinnar og í gær var tilkynnt að Hörður Þórhallsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri, en hann gegndi síðast stöðu framkvæmdastjóra Actavis yfir Asíu, Eyjaálfu og Afríku. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár