Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála ráðinn án auglýsingar

Hörð­ur Þór­halls­son var kynnt­ur sem fram­kvæmda­stjóri Stjórn­stöðv­ar ferða­mála í gær. Starf­ið var ekki aug­lýst. Fær tæp­ar tvær millj­ón­ir á mán­uði. „Við vild­um þunga­vigt­ar­mann,“ seg­ir iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra. Tíma­bund­inn ráð­gjafa­samn­ing­ur, seg­ir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála ráðinn án auglýsingar

Staða framkvæmdastjóra nýrrar Stjórnstöðvar ferðamála var ekki auglýst þrátt fyrir að lög geri ráð fyrir að öll laus störf hjá ríki skuli auglýsa. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar segir að gerður hafi verið tímabundinn ráðgjafasamningur við framkvæmdastjórann á meðan verið sé að móta endanlega starfsemina. Samningurinn hafi verið gerður í samræmi við opinber innkaup og er heildarkostnaður vegna hans áætlaður 1.950.000 krónur á mánuði. 

Í gær kynntu Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, nýja ferðamálastefnu en hluti af henni er stofnun Stjórnstöðvar ferðamála. Um er að ræða samvinnuverkefni stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar og á stjórnstöðin að starfa til ársins 2020. Tilgangurinn er að samræma vinnu þvert á ráðuneyti og stofnanir, forgangsraða verkefnum og tryggja framkvæmd þeirra. Ragnheiður Elín verður formaður stjórnstöðvarinnar og í gær var tilkynnt að Hörður Þórhallsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri, en hann gegndi síðast stöðu framkvæmdastjóra Actavis yfir Asíu, Eyjaálfu og Afríku. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár