Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála ráðinn án auglýsingar

Hörð­ur Þór­halls­son var kynnt­ur sem fram­kvæmda­stjóri Stjórn­stöðv­ar ferða­mála í gær. Starf­ið var ekki aug­lýst. Fær tæp­ar tvær millj­ón­ir á mán­uði. „Við vild­um þunga­vigt­ar­mann,“ seg­ir iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra. Tíma­bund­inn ráð­gjafa­samn­ing­ur, seg­ir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála ráðinn án auglýsingar

Staða framkvæmdastjóra nýrrar Stjórnstöðvar ferðamála var ekki auglýst þrátt fyrir að lög geri ráð fyrir að öll laus störf hjá ríki skuli auglýsa. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar segir að gerður hafi verið tímabundinn ráðgjafasamningur við framkvæmdastjórann á meðan verið sé að móta endanlega starfsemina. Samningurinn hafi verið gerður í samræmi við opinber innkaup og er heildarkostnaður vegna hans áætlaður 1.950.000 krónur á mánuði. 

Í gær kynntu Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, nýja ferðamálastefnu en hluti af henni er stofnun Stjórnstöðvar ferðamála. Um er að ræða samvinnuverkefni stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar og á stjórnstöðin að starfa til ársins 2020. Tilgangurinn er að samræma vinnu þvert á ráðuneyti og stofnanir, forgangsraða verkefnum og tryggja framkvæmd þeirra. Ragnheiður Elín verður formaður stjórnstöðvarinnar og í gær var tilkynnt að Hörður Þórhallsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri, en hann gegndi síðast stöðu framkvæmdastjóra Actavis yfir Asíu, Eyjaálfu og Afríku. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu