Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála ráðinn án auglýsingar

Hörð­ur Þór­halls­son var kynnt­ur sem fram­kvæmda­stjóri Stjórn­stöðv­ar ferða­mála í gær. Starf­ið var ekki aug­lýst. Fær tæp­ar tvær millj­ón­ir á mán­uði. „Við vild­um þunga­vigt­ar­mann,“ seg­ir iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra. Tíma­bund­inn ráð­gjafa­samn­ing­ur, seg­ir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála ráðinn án auglýsingar

Staða framkvæmdastjóra nýrrar Stjórnstöðvar ferðamála var ekki auglýst þrátt fyrir að lög geri ráð fyrir að öll laus störf hjá ríki skuli auglýsa. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar segir að gerður hafi verið tímabundinn ráðgjafasamningur við framkvæmdastjórann á meðan verið sé að móta endanlega starfsemina. Samningurinn hafi verið gerður í samræmi við opinber innkaup og er heildarkostnaður vegna hans áætlaður 1.950.000 krónur á mánuði. 

Í gær kynntu Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, nýja ferðamálastefnu en hluti af henni er stofnun Stjórnstöðvar ferðamála. Um er að ræða samvinnuverkefni stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar og á stjórnstöðin að starfa til ársins 2020. Tilgangurinn er að samræma vinnu þvert á ráðuneyti og stofnanir, forgangsraða verkefnum og tryggja framkvæmd þeirra. Ragnheiður Elín verður formaður stjórnstöðvarinnar og í gær var tilkynnt að Hörður Þórhallsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri, en hann gegndi síðast stöðu framkvæmdastjóra Actavis yfir Asíu, Eyjaálfu og Afríku. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár