Ég tala af hreinskilni. Útlendingar elska olíu, gull, demanta og hið ódýra vinnuafl í heimi, múslima. Þeir elska átök, rifrildi og deilurnar í Mið-Austurlöndum. Trúið mér, þeim líkar ekki við okkur, þeir þykjast vera vinir okkar, en vilja okkur dauð. Þeir vilja sjá börnin okkar deyja.“
Þessi orð lét valdamesti maður Tyrklands, Racip Tayyip Erdogan forseti, falla fyrir um ári síðan, þegar hann hélt ræðu á fundi þar sem samtök múslimaríkja réðu ráðum sínum. Á fundinum hvatti hann ríkin sem tóku þátt og önnur ríki múslíma til þess að leysa vandmál Mið-Austurlanda með því að standa saman. Aðeins með þeim hætti væri hægt að stöðva deilurnar í Palestínu og blóðbaðið í Sýrlandi sem nú hefur teygt sig til höfuðborgar Frakklands, þar sem vel á annað hundrað manns létu lífið í samhæfðum árásum hryðjuverkamanna þann 13. nóvember síðastliðinn.
Ráðist á fjölmiðla
Ástandið í Tyrklandi hefur orðið flóknara en áður á undanförnum mánuðum. Völd Erdogans forseta hafa verið að aukast og flestir fréttaskýrendur eru á því að hann sé að færa Tyrkland í átt til síaukinna persónulegra valda. Árásir á fjölmiðla og fjölmiðlafólk hafa sett svip sinn á tyrkneskt samfélag að undanförnu. Í grein sem birtist í The New York Times um miðjan september kemur fram að árásir á fjölmiðlamenn sem hafa gagnrýnt stjórnvöld, hafa
Athugasemdir