Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forseti bæjarstjórnar handtekinn grunaður um fjárdrátt

Magnús Jónas­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar í Fjalla­byggð, var ann­ar þeirra sem var hand­tek­inn í fyrra­dag grun­að­ur um fjár­drátt hjá Spari­sjóði Siglu­fjarð­ar. Bæj­ar­full­trú­ar segja mál­ið vera mann­leg­an harm­leik. Eng­inn vildi þó form­lega tjá sig um mál­ið en fjár­hæð­irn­ar eru sagð­ar veru­leg­ar.

Forseti bæjarstjórnar handtekinn grunaður um fjárdrátt
Forseti bæjarstjórnar Magnús Jónasson var annar þeirra sem var handtekinn í fyrradag.

Magnús Jónasson, forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð, er einn þeirra sem var handtekinn í fyrradag grunaður um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar. Magnús er fyrrverandi skrifstofustjóri sparisjóðsins. Fréttavefurinn Vísir greindi frá því í gær að átta menn frá sérstökum saksóknara hafi farið norður vegna málsins. Í yfirlýsingu frá Sparisjóði Siglufjarðar í gær segir að eftir fyrirspurn frá Sérstökum saksóknara, í alls óskyldu máli, hafi komið upp rökstuddur grunur um fjárdrátt fyrrum skrifstofustjóra og í framhaldi hafi málið verið kært. Rætt var við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, á RÚV í gær. Hann sagðist ekki geta gefið upp hverjar fjárhæðirnar séu en sagði þær verulegar. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttar.

Í samtali við Stundina segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, að yfirheyrslum sé lokið og ekki hafi verið þörf á að fara fram á gæsluvarðhald. „Þegar við förum í svona aðgerðir þá er tekin skýrsla af fólki og það ræðst töluvert af því hvað kemur fram þar og hvernig framgangur í málinu er að öðru leyti hvort það sé tilefni til að óska eftir gæslu eða ekki. Eins og mál stóð þarna þá var ekki tilefni til þess,“ segir Ólafur Þór. Hann segir að rannsókn standi enn yfir.

Magnús hefur ekki verið starfandi forseti bæjarstjórnar allt núverandi kjörtímabil en Steinunn María Sveinsdóttir úr Samfylkingunni hefur sinnt því embætti frá kosningum síðasta sumar. Í þeim kosningum fékk Samfylkingin og Fjalla­byggðarlist­inn sitt hvora tvo menn kjörna í bæjarstjórn og mynduðu í kjölfarið meirihluta.

Tengdur fyrirtæki í bænum

Eiginkona Magnúsar, Hrönn Fanndal, á 10,4 prósenta hlut í verktakafyrirtækinu Bás ehf. en það hefur fengið stór verkefni bæði frá sveitarfélaginu og ríkinu á undanförnum árum, meðal annars sem undirverktaki við Héðinsfjarðargöng. Heimildir Stundarinnar herma að fjárdrátturinn tengist með einhverjum hætti Bás, en Hrönn er bókari hjá fyrirtækinu.

Stundin ræddi við flesta bæjarfulltrúa minnihlutans og þótt nær allri könnuðust við málið þá vildi enginn tjá sig um málið að svo stöddu. „Þetta er mannlegur harmleikur og ég held að allir séu bara slegnir út af þessu,“ segir einn bæjarfulltrúi. Magnús hefur verið í leyfi frá störfum að undanförnu vegna veikinda.

Yfirlýsing AFLs Sparisjóðs

Í kjölfar umfjöllunar Vísis í gær gaf AFLs Sparisjóður frá sér yfirlýsingu svo hljóðandi: „Vegna umfjöllunar um ætlaðan fjárdrátt fyrrverandi starfsmanns hjá AFL Sparisjóð Siglufirði þá vilja stjórnendur sparisjóðsins koma eftirfarandi á framfæri. Eftir fyrirspurn frá Sérstökum saksóknara, í alls óskyldu máli, kom upp rökstuddur grunur um fjárdrátt fyrrum skrifstofustjóra AFL sparisjóðs og í framhaldi af því var málið kært til Sérstaks saksóknara. Stjórnendur hjá AFL Sparisjóð munu ekki tjá sig frekar um málið meðan rannsókn stendur yfir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
2
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
9
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár