Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Formaður Trans Ísland: Vill að konur megi heita Sigmundur

Ugla Stef­an­ía Kristjönu­dótt­ir Jóns­dótt­ir seg­ir það vera mik­ið rétt­inda­mál fyr­ir trans­fólk að lög­um um Manna­nafna­nefnd verði breytt.

Formaður Trans Ísland: Vill að konur megi heita Sigmundur

Reglulega sprettur upp umræða um Mannanafnanefnd og meinta íhaldssemi stofnunarinnar. Óttarr Proppé þingmaður lagði nýverið fram frumvarp um að nefndin verði lögð niður og öll ákvæði í tengslum við hana  felld brott.

Mannanafnanefnd gagnrýnir frumvarpið harðlega í umsögn sinni og segir meðal annars varhugavert  „að gera slíka grundvallarbreytingu á nafnakerfinu sem lagt er til í frumvarpinu en þá yrði til að mynda hægt að nefna dreng Þorgerði og stúlku Sigmund.“

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans-Ísland og transkona, segir í samtali við Stundina það vera mikið réttindamál fyrir transfólk að lögum um Mannanafnanefnd verði breytt. „Það myndi breyta svo miklu fyrir transfólk að geta breytt nafni sínu því transfólk er að lenda í svo lenda í svo mörgu þegar það er til dæmis að ferðast eða það er að borga með korti ef það stendur Jón á kortinu. Fólk hefur verið sakað um að stela kortum og jafnvel stoppað af lögreglunni. Þannig að þetta hefur mjög leiðinlegar afleiðingar. Þetta er í rauninni tímaskekkja, byggt á gömlum hefðum um að vilja flokka fólk undantekningarlaust í karl og kona,“ segir Ugla.  

Hún bendir sömuleiðis á að margt transfólk vilji ekki skilgreina sig sem annað hvort karl eða kona. „Það myndi algjörlega auðvelda transfólki mikið, og sömuleiðis transfólki sem vill ekki endilega skilgreina sig sem karl eða konu, sem vill kannski bæði heita karlmanns- og kvenmannsnafni. Ef þú ert skráður líffræðilega karlmaður í þjóðskrá, þá máttu ekki bera kvenmannsnafn,“ segir Ugla.

„Það var augljóst af þessum orðum um Sigmund og Þorgerði að þau eru ekki „pro“ hvað varðar transfólk.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
1
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár