Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Formaður Trans Ísland: Vill að konur megi heita Sigmundur

Ugla Stef­an­ía Kristjönu­dótt­ir Jóns­dótt­ir seg­ir það vera mik­ið rétt­inda­mál fyr­ir trans­fólk að lög­um um Manna­nafna­nefnd verði breytt.

Formaður Trans Ísland: Vill að konur megi heita Sigmundur

Reglulega sprettur upp umræða um Mannanafnanefnd og meinta íhaldssemi stofnunarinnar. Óttarr Proppé þingmaður lagði nýverið fram frumvarp um að nefndin verði lögð niður og öll ákvæði í tengslum við hana  felld brott.

Mannanafnanefnd gagnrýnir frumvarpið harðlega í umsögn sinni og segir meðal annars varhugavert  „að gera slíka grundvallarbreytingu á nafnakerfinu sem lagt er til í frumvarpinu en þá yrði til að mynda hægt að nefna dreng Þorgerði og stúlku Sigmund.“

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans-Ísland og transkona, segir í samtali við Stundina það vera mikið réttindamál fyrir transfólk að lögum um Mannanafnanefnd verði breytt. „Það myndi breyta svo miklu fyrir transfólk að geta breytt nafni sínu því transfólk er að lenda í svo lenda í svo mörgu þegar það er til dæmis að ferðast eða það er að borga með korti ef það stendur Jón á kortinu. Fólk hefur verið sakað um að stela kortum og jafnvel stoppað af lögreglunni. Þannig að þetta hefur mjög leiðinlegar afleiðingar. Þetta er í rauninni tímaskekkja, byggt á gömlum hefðum um að vilja flokka fólk undantekningarlaust í karl og kona,“ segir Ugla.  

Hún bendir sömuleiðis á að margt transfólk vilji ekki skilgreina sig sem annað hvort karl eða kona. „Það myndi algjörlega auðvelda transfólki mikið, og sömuleiðis transfólki sem vill ekki endilega skilgreina sig sem karl eða konu, sem vill kannski bæði heita karlmanns- og kvenmannsnafni. Ef þú ert skráður líffræðilega karlmaður í þjóðskrá, þá máttu ekki bera kvenmannsnafn,“ segir Ugla.

„Það var augljóst af þessum orðum um Sigmund og Þorgerði að þau eru ekki „pro“ hvað varðar transfólk.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu