Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Formaður Trans Ísland: Vill að konur megi heita Sigmundur

Ugla Stef­an­ía Kristjönu­dótt­ir Jóns­dótt­ir seg­ir það vera mik­ið rétt­inda­mál fyr­ir trans­fólk að lög­um um Manna­nafna­nefnd verði breytt.

Formaður Trans Ísland: Vill að konur megi heita Sigmundur

Reglulega sprettur upp umræða um Mannanafnanefnd og meinta íhaldssemi stofnunarinnar. Óttarr Proppé þingmaður lagði nýverið fram frumvarp um að nefndin verði lögð niður og öll ákvæði í tengslum við hana  felld brott.

Mannanafnanefnd gagnrýnir frumvarpið harðlega í umsögn sinni og segir meðal annars varhugavert  „að gera slíka grundvallarbreytingu á nafnakerfinu sem lagt er til í frumvarpinu en þá yrði til að mynda hægt að nefna dreng Þorgerði og stúlku Sigmund.“

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans-Ísland og transkona, segir í samtali við Stundina það vera mikið réttindamál fyrir transfólk að lögum um Mannanafnanefnd verði breytt. „Það myndi breyta svo miklu fyrir transfólk að geta breytt nafni sínu því transfólk er að lenda í svo lenda í svo mörgu þegar það er til dæmis að ferðast eða það er að borga með korti ef það stendur Jón á kortinu. Fólk hefur verið sakað um að stela kortum og jafnvel stoppað af lögreglunni. Þannig að þetta hefur mjög leiðinlegar afleiðingar. Þetta er í rauninni tímaskekkja, byggt á gömlum hefðum um að vilja flokka fólk undantekningarlaust í karl og kona,“ segir Ugla.  

Hún bendir sömuleiðis á að margt transfólk vilji ekki skilgreina sig sem annað hvort karl eða kona. „Það myndi algjörlega auðvelda transfólki mikið, og sömuleiðis transfólki sem vill ekki endilega skilgreina sig sem karl eða konu, sem vill kannski bæði heita karlmanns- og kvenmannsnafni. Ef þú ert skráður líffræðilega karlmaður í þjóðskrá, þá máttu ekki bera kvenmannsnafn,“ segir Ugla.

„Það var augljóst af þessum orðum um Sigmund og Þorgerði að þau eru ekki „pro“ hvað varðar transfólk.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár