„Það er auðvitað óeðlilegt að kjararáð leiði hækkanir með þessum hætti. Fyrst hækka þeir laun embættismanna og nota þá hækkun síðan sem rök til þess að hækka laun þingmanna og annarra ráðamanna,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, um þær miklu launahækkanir sem kjararáð færði þingmönnum strax eftir kjördag.
Hækkun til þingmanna, sem var ákveðin á kjördag en tilkynnt mánudaginn eftir, nemur allt að 44 prósentum, eða um 338 þúsund krónum á mánuði. Hækkunin ein er rúmlega 40 þúsund krónum hærri en lægstu mánaðarlaun í landinu. Á sama tíma hækka ráðherrar og forseti Íslands um tæpa hálfa milljón króna í mánaðarlaun.
Athugasemdir