Johan rennir niður tjaldinu. Það er kalt úti og hefur rignt mikið síðustu daga, þannig að hann kveikir á prímusnum sínum í nokkrar mínútur, fer úr blautum fötunum og skríður skjálfandi í svefnpoka sinn. Johan er reyndur útivistarmaður og hefur gist úti um allt í tjaldi sínu, meðal annars í -28° frosti í Chamonix í Frakklandi. Tjald hans og svefnpoki eru gerð fyrir leiðangra í Himalaya-fjöllunum, en Johan er ekki hér í slíkri ferð; hann hefur einfaldlega ekki efni á því að leigja lengur í borginni, og eftir nokkrar vikur í farfuglaheimilum hefur sparifé hans minnkað til muna.
Þetta er annað kvöld hans á tjaldsvæðinu í Laugardal og núna er hann hræddur um að eiga ekki fyrir því og að þurfa að færa tjaldið sitt út fyrir borgarmörk. Hann slekkur á prímusnum og sofnar stuttu síðar. Á morgun tekur við nýr dagur í nýrri vinnu.
Ég sit með Johani viku …
Athugasemdir