Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flutti í tjald eftir að íslenski draumurinn brast

Hol­lenski vís­inda­mað­ur­inn Joh­an Hendriks flutti til Ís­lands til að hefja nýtt líf, en end­aði bú­sett­ur á tjald­stæð­inu í Laug­ar­dal eft­ir að hafa hrökklast af leigu­mark­að­in­um. Nú eru horf­urn­ar hins veg­ar bjart­ari fyr­ir Joh­an.

Flutti í tjald eftir að íslenski draumurinn brast

Johan rennir niður tjaldinu. Það er kalt úti og hefur rignt mikið síðustu daga, þannig að hann kveikir á prímusnum sínum í nokkrar mínútur, fer úr blautum fötunum og skríður skjálfandi í svefnpoka sinn. Johan er reyndur útivistarmaður og hefur gist úti um allt í tjaldi sínu, meðal annars í -28° frosti í Chamonix í Frakklandi. Tjald hans og svefnpoki eru gerð fyrir leiðangra í Himalaya-fjöllunum, en Johan er ekki hér í slíkri ferð; hann hefur einfaldlega ekki efni á því að leigja lengur í borginni, og eftir nokkrar vikur í farfuglaheimilum hefur sparifé hans minnkað til muna.

Þetta er annað kvöld hans á tjaldsvæðinu í Laugardal og núna er hann hræddur um að eiga ekki fyrir því og að þurfa að færa tjaldið sitt út fyrir borgarmörk. Hann slekkur á prímusnum og sofnar stuttu síðar. Á morgun tekur við nýr dagur í nýrri vinnu.

Ég sit með Johani viku …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár