Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Nýjar fjöldagrafir grafnar á laun

Borg­ara­stríð virð­ist vera að hefjast í Búrúndí í miðri Afr­íku. Am­nesty In­ternati­onal deil­ir mynd­bandi sem á að sýna nýj­ar fjölda­graf­ir.

Nýjar fjöldagrafir grafnar á laun

Allt bendir til að fjöldagrafir hafi verið grafnar í Afríkuríkinu Búrúndí í síðastliðnum desembermánuði. Þetta sýna gervihnattamyndir, myndbandsupptökur sem og vitnisburður sem mannréttindasamtökin Amnesty International hafa tekið saman og birt á vef sínum.

Mikil ólga hefur verið í landinu undanfarin misseri eða allt frá því að forseti landsins, Pierre Nkurunziza, tilkynnti í maí að hann myndi bjóða sig fram til forseta á ný. Andstæðingar hans töldu framboð hans brjóta í bága við stjórnarskrá landsins þar sem það yrði hans þriðja kjörtímabil. Svo fór að Pierre var endurkjörinn forseti landsins í júlí. Fyrst fóru fram friðsöm mótmæli en harka færðist í leikinn eftir að lögreglan og herinn börðu mótmælin niður. Margt bendir nú til þess að borgarastyrjöld sé að brjótast út. Afríkusambandið hyggst senda 5.000 manna friðargæslulið til landsins og er það í fyrsta skipti í sögunni sem slíkt er gert í óþökk stjórnvalda lands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár