Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjármálaráðherra gaf Alþingi röng svör: Fundaði með fjárfestum sem vilja kaupa Keflavíkurflugvöll

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, átti í apríl fund með fjár­fest­um sem lýstu yf­ir áhuga á að fjár­festa í Kefla­vík­ur­flug­velli. Tæp­um tveim­ur mán­uð­um síð­ar sagði hann á þingi að eng­inn hefði sett sig í sam­band við fjár­mála­ráðu­neyt­ið með ósk um að kaupa flug­stöð­ina eða hluti tengda henni. Hann hef­ur nú við­ur­kennt að hafa gef­ið óná­kvæm, og jafn­vel röng, svör um mál­ið á Al­þingi.

Fjármálaráðherra gaf Alþingi röng svör: Fundaði með fjárfestum sem vilja kaupa Keflavíkurflugvöll
Fundaði með fjárfestum Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, fundaði í maí með erlendum fjárfestum sem vilja fjárfesta í íslenskum innviðum. Mynd: Pressphotos

Fulltrúar fjárfestingasjóðs sem á hlut í Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn áttu fund með Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í apríl síðastliðnum þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að fjárfesta í Keflavíkurflugvelli.

Stundin spurði Benedikt um málið í gær. Benedikt svaraði með því að setja inn pistil á Facebook um málið í morgun. Þar viðurkennir hann að hafa gefið ónákvæm svör, jafnvel röng, á þingi þegar hann var spurður út í áhuga fjárfesta.

„Þeir voru að ræða almennt að þeir hefðu keypt í Kastrup og hefðu áhuga á að fjárfesta í slíkum innviðum annars staðar í heiminum,“ segir Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, í samtali við Stundina. Aðspurður hvort möguleg kaup á Keflavíkurflugvelli hafi komið til tals segir Gylfi: „Það var verið að ræða almennt um innviðafjárfestingar. Það var ekki verið að leggja fram einhver kauptilboð, enda færi það aldrei þannig fram. Það færi þá þannig fram að tekin yrði pólitísk ákvörðun um að það ætti að fara út í sölu og þá er það rætt á einhvern ákveðinn máta. Svo væri farið í útboð eða ákveðið hvernig það yrði gert. Það færi ekkert fram á einhverjum fundum.“

Kannaðist ekki við áhuga fjárfesta á þingi

Fundurinn fór fram þann 5. apríl. Þann 31. maí síðastliðinn, tæpum tveimur mánuðum eftir fundinn með fjárfestunum, birtist viðtal við Björn Óla Hauksson, forstjóra Isavia í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins. Þar segir hann meðal annars að umræðan um mögulega einkavæðingu Keflavíkurflugvallar hafi leitt til aukins áhuga erlendra fjárfesta á framvindu málsins. „Þessi umræða hefur leitt til þess að við erum farin að heyra meira en áður frá erlendum fjárfestum um hvort þeir megi koma í heimsókn og fá kynningu á fyrirtækinu. Þessir aðilar fylgjast vel með umræðunni hér á landi en mér vitanlega er ekkert komið í gang af alvöru,“ sagði Björn Óli meðal annars. 

Sama dag spurði Óli Halldórsson, varaþingmaður Vinstri grænna, Benedikt um málið á þingi. Spurði hann Benedikt hvort hann hefði fundið fyrir þeim áhuga sem Björn Óli lýsir í viðtalinu og hvort erlendir eða innlendir fjárfestar hefðu sett sig í samband við hann vegna áhuga á kaupum á Keflavíkurflugstöð. Þá spurði hann hvernig samskiptin hefðu verið við fjárfestana og að lokum hver væri afstaða Benedikts til einkavæðingar Keflavíkurflugstöðvar í heild sinni eða hlutum. 

„Það hefur enginn sett sig í samband við fjármálaráðuneytið með ósk um það að kaupa flugstöðina.“

„Fyrst er því til að svara að það hefur enginn sett sig í samband við fjármálaráðuneytið með ósk um það að kaupa flugstöðina eða hluti tengda henni,“ svaraði Benedikt, þrátt fyrir að hafa í mánuðinum áður setið fund með fjárfestum sem lýstu yfir áhuga á að kaupa flugstöðina. 

Þá sagðist Benedikt ekki hafa myndað sér afstöðu í málinu. „Ég hef hins vegar hlustað af áhuga á það að aðilar hafa nefnt tölur um hugsanlegt verðmæti félagsins Isavia sem gæti verið á bilinu 100–200 milljarðar, sem er augljóslega mjög breitt bil sem sýnir að vangaveltur af þessu tagi eru ekki langt komnar. Ég hef látið hafa það eftir mér að það sé gott fyrir ríkið að vita af þessum varasjóði ef einhvern tímann kæmi til þess að menn þyrftu að huga að því, en það hefur ekki verið skoðað á þessu stigi málsins af fjármálaráðuneytinu.“

Benedikt útskýrir á Facebook-síðu sinni í dag að eftir þingfundinn hafi Ómar Örn Tryggvason, framkvæmdastjóri Innviða fjárfestina slhf., haft samband við hann og bent sér á að Innviðir fjárfestingar hefðu verið í sambandi við ráðuneytið fyrr á árinu um aðkomu fyrirtækisins að rekstri flugstöðvarinnar. Jafnframt hafi fyrirtækið átt í viðræðum við fyrri ríkisstjórn um málið.

Þá segir hann einnig frá fundinum við fjárfestana þann 5. apríl. „Fulltrúi fyrirtækisins sagði frá því að það hefði komið að ýmsum innviðafjárfestingum erlendis, meðal annars á flugvöllum. Á fundinum kom fram af hálfu ráðuneytisins að ekki væri á dagskrá að selja íslenska flugvelli, en áhugavert væri að kynnast starfsemi erlenda fyrirtækisins betur,“ skrifar Benedikt. „Mér þykir leitt að hafa ekki tekið nákvæmar til orða í svari mínu, en rétt hefði verið að segja að mér væri ekki kunnugt um að neinn hefði sýnt flugstöðinni sérstaklega áhuga, en ég hefði orðið var við áhuga á Isavia í heild og haldið svo áfram með svarið eins og ég gerði.“

Fjárfesta í innviðum

Fjárfestarnir munu hafa verið hér á landi í boði fjárfestingabankans Kviku. Um er að ræða fulltrúa frá fjárfestingasjóðnum Macquarie European Infrastructure Fund III. Sjóðurinn var stofnaður árið 2010 og er honum ætlað að fjárfesta í evrópskum fyrirtækjum sem veita nauðsynlega samfélagslega þjónustu, hafa sterka samkeppnisstöðu og eru með stöðugt sjóðsstreymi til langs tíma. Sjóðurinn fer fyrir 57,7 prósentahlut í Kastrup-flugvelli í gegnum félagið Copenhagen Airports Denmarks ApS (CAD) en félagið er í sameiginlegri eigu Macquarie og Ontario Teachers’ Pension Plan (OTPP). Að auki á fyrirtækið 36 prósenta hlut í flugvellinum í Brussel og þá keyptu sjóðir Macquarie árið 2010 fyrirtækið sem á og rekur alla útvarps- og fjarskiptaturna í Tékklandi. 

Heild­ar­tekjur Isa­via á síðasta ári námu 33 millj­örðum króna og höfðu aukist um 27 pró­sent á milli ára. Þetta er mesta tekju­aukn­ing Isa­via frá stofnun félags­ins, en hún er að mestu leyti rekin til mik­illar fjölg­unar far­þega á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Hér er pistill Benedikts Jóhannessonar sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun, en Stundin spurði út í fundinn með fjárfestunum í gær.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
9
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
3
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
7
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár