Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjármálaráðherra gaf Alþingi röng svör: Fundaði með fjárfestum sem vilja kaupa Keflavíkurflugvöll

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, átti í apríl fund með fjár­fest­um sem lýstu yf­ir áhuga á að fjár­festa í Kefla­vík­ur­flug­velli. Tæp­um tveim­ur mán­uð­um síð­ar sagði hann á þingi að eng­inn hefði sett sig í sam­band við fjár­mála­ráðu­neyt­ið með ósk um að kaupa flug­stöð­ina eða hluti tengda henni. Hann hef­ur nú við­ur­kennt að hafa gef­ið óná­kvæm, og jafn­vel röng, svör um mál­ið á Al­þingi.

Fjármálaráðherra gaf Alþingi röng svör: Fundaði með fjárfestum sem vilja kaupa Keflavíkurflugvöll
Fundaði með fjárfestum Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, fundaði í maí með erlendum fjárfestum sem vilja fjárfesta í íslenskum innviðum. Mynd: Pressphotos

Fulltrúar fjárfestingasjóðs sem á hlut í Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn áttu fund með Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í apríl síðastliðnum þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að fjárfesta í Keflavíkurflugvelli.

Stundin spurði Benedikt um málið í gær. Benedikt svaraði með því að setja inn pistil á Facebook um málið í morgun. Þar viðurkennir hann að hafa gefið ónákvæm svör, jafnvel röng, á þingi þegar hann var spurður út í áhuga fjárfesta.

„Þeir voru að ræða almennt að þeir hefðu keypt í Kastrup og hefðu áhuga á að fjárfesta í slíkum innviðum annars staðar í heiminum,“ segir Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, í samtali við Stundina. Aðspurður hvort möguleg kaup á Keflavíkurflugvelli hafi komið til tals segir Gylfi: „Það var verið að ræða almennt um innviðafjárfestingar. Það var ekki verið að leggja fram einhver kauptilboð, enda færi það aldrei þannig fram. Það færi þá þannig fram að tekin yrði pólitísk ákvörðun um að það ætti að fara út í sölu og þá er það rætt á einhvern ákveðinn máta. Svo væri farið í útboð eða ákveðið hvernig það yrði gert. Það færi ekkert fram á einhverjum fundum.“

Kannaðist ekki við áhuga fjárfesta á þingi

Fundurinn fór fram þann 5. apríl. Þann 31. maí síðastliðinn, tæpum tveimur mánuðum eftir fundinn með fjárfestunum, birtist viðtal við Björn Óla Hauksson, forstjóra Isavia í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins. Þar segir hann meðal annars að umræðan um mögulega einkavæðingu Keflavíkurflugvallar hafi leitt til aukins áhuga erlendra fjárfesta á framvindu málsins. „Þessi umræða hefur leitt til þess að við erum farin að heyra meira en áður frá erlendum fjárfestum um hvort þeir megi koma í heimsókn og fá kynningu á fyrirtækinu. Þessir aðilar fylgjast vel með umræðunni hér á landi en mér vitanlega er ekkert komið í gang af alvöru,“ sagði Björn Óli meðal annars. 

Sama dag spurði Óli Halldórsson, varaþingmaður Vinstri grænna, Benedikt um málið á þingi. Spurði hann Benedikt hvort hann hefði fundið fyrir þeim áhuga sem Björn Óli lýsir í viðtalinu og hvort erlendir eða innlendir fjárfestar hefðu sett sig í samband við hann vegna áhuga á kaupum á Keflavíkurflugstöð. Þá spurði hann hvernig samskiptin hefðu verið við fjárfestana og að lokum hver væri afstaða Benedikts til einkavæðingar Keflavíkurflugstöðvar í heild sinni eða hlutum. 

„Það hefur enginn sett sig í samband við fjármálaráðuneytið með ósk um það að kaupa flugstöðina.“

„Fyrst er því til að svara að það hefur enginn sett sig í samband við fjármálaráðuneytið með ósk um það að kaupa flugstöðina eða hluti tengda henni,“ svaraði Benedikt, þrátt fyrir að hafa í mánuðinum áður setið fund með fjárfestum sem lýstu yfir áhuga á að kaupa flugstöðina. 

Þá sagðist Benedikt ekki hafa myndað sér afstöðu í málinu. „Ég hef hins vegar hlustað af áhuga á það að aðilar hafa nefnt tölur um hugsanlegt verðmæti félagsins Isavia sem gæti verið á bilinu 100–200 milljarðar, sem er augljóslega mjög breitt bil sem sýnir að vangaveltur af þessu tagi eru ekki langt komnar. Ég hef látið hafa það eftir mér að það sé gott fyrir ríkið að vita af þessum varasjóði ef einhvern tímann kæmi til þess að menn þyrftu að huga að því, en það hefur ekki verið skoðað á þessu stigi málsins af fjármálaráðuneytinu.“

Benedikt útskýrir á Facebook-síðu sinni í dag að eftir þingfundinn hafi Ómar Örn Tryggvason, framkvæmdastjóri Innviða fjárfestina slhf., haft samband við hann og bent sér á að Innviðir fjárfestingar hefðu verið í sambandi við ráðuneytið fyrr á árinu um aðkomu fyrirtækisins að rekstri flugstöðvarinnar. Jafnframt hafi fyrirtækið átt í viðræðum við fyrri ríkisstjórn um málið.

Þá segir hann einnig frá fundinum við fjárfestana þann 5. apríl. „Fulltrúi fyrirtækisins sagði frá því að það hefði komið að ýmsum innviðafjárfestingum erlendis, meðal annars á flugvöllum. Á fundinum kom fram af hálfu ráðuneytisins að ekki væri á dagskrá að selja íslenska flugvelli, en áhugavert væri að kynnast starfsemi erlenda fyrirtækisins betur,“ skrifar Benedikt. „Mér þykir leitt að hafa ekki tekið nákvæmar til orða í svari mínu, en rétt hefði verið að segja að mér væri ekki kunnugt um að neinn hefði sýnt flugstöðinni sérstaklega áhuga, en ég hefði orðið var við áhuga á Isavia í heild og haldið svo áfram með svarið eins og ég gerði.“

Fjárfesta í innviðum

Fjárfestarnir munu hafa verið hér á landi í boði fjárfestingabankans Kviku. Um er að ræða fulltrúa frá fjárfestingasjóðnum Macquarie European Infrastructure Fund III. Sjóðurinn var stofnaður árið 2010 og er honum ætlað að fjárfesta í evrópskum fyrirtækjum sem veita nauðsynlega samfélagslega þjónustu, hafa sterka samkeppnisstöðu og eru með stöðugt sjóðsstreymi til langs tíma. Sjóðurinn fer fyrir 57,7 prósentahlut í Kastrup-flugvelli í gegnum félagið Copenhagen Airports Denmarks ApS (CAD) en félagið er í sameiginlegri eigu Macquarie og Ontario Teachers’ Pension Plan (OTPP). Að auki á fyrirtækið 36 prósenta hlut í flugvellinum í Brussel og þá keyptu sjóðir Macquarie árið 2010 fyrirtækið sem á og rekur alla útvarps- og fjarskiptaturna í Tékklandi. 

Heild­ar­tekjur Isa­via á síðasta ári námu 33 millj­örðum króna og höfðu aukist um 27 pró­sent á milli ára. Þetta er mesta tekju­aukn­ing Isa­via frá stofnun félags­ins, en hún er að mestu leyti rekin til mik­illar fjölg­unar far­þega á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Hér er pistill Benedikts Jóhannessonar sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun, en Stundin spurði út í fundinn með fjárfestunum í gær.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár