Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjármálaráðherra gaf Alþingi röng svör: Fundaði með fjárfestum sem vilja kaupa Keflavíkurflugvöll

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, átti í apríl fund með fjár­fest­um sem lýstu yf­ir áhuga á að fjár­festa í Kefla­vík­ur­flug­velli. Tæp­um tveim­ur mán­uð­um síð­ar sagði hann á þingi að eng­inn hefði sett sig í sam­band við fjár­mála­ráðu­neyt­ið með ósk um að kaupa flug­stöð­ina eða hluti tengda henni. Hann hef­ur nú við­ur­kennt að hafa gef­ið óná­kvæm, og jafn­vel röng, svör um mál­ið á Al­þingi.

Fjármálaráðherra gaf Alþingi röng svör: Fundaði með fjárfestum sem vilja kaupa Keflavíkurflugvöll
Fundaði með fjárfestum Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, fundaði í maí með erlendum fjárfestum sem vilja fjárfesta í íslenskum innviðum. Mynd: Pressphotos

Fulltrúar fjárfestingasjóðs sem á hlut í Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn áttu fund með Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í apríl síðastliðnum þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að fjárfesta í Keflavíkurflugvelli.

Stundin spurði Benedikt um málið í gær. Benedikt svaraði með því að setja inn pistil á Facebook um málið í morgun. Þar viðurkennir hann að hafa gefið ónákvæm svör, jafnvel röng, á þingi þegar hann var spurður út í áhuga fjárfesta.

„Þeir voru að ræða almennt að þeir hefðu keypt í Kastrup og hefðu áhuga á að fjárfesta í slíkum innviðum annars staðar í heiminum,“ segir Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, í samtali við Stundina. Aðspurður hvort möguleg kaup á Keflavíkurflugvelli hafi komið til tals segir Gylfi: „Það var verið að ræða almennt um innviðafjárfestingar. Það var ekki verið að leggja fram einhver kauptilboð, enda færi það aldrei þannig fram. Það færi þá þannig fram að tekin yrði pólitísk ákvörðun um að það ætti að fara út í sölu og þá er það rætt á einhvern ákveðinn máta. Svo væri farið í útboð eða ákveðið hvernig það yrði gert. Það færi ekkert fram á einhverjum fundum.“

Kannaðist ekki við áhuga fjárfesta á þingi

Fundurinn fór fram þann 5. apríl. Þann 31. maí síðastliðinn, tæpum tveimur mánuðum eftir fundinn með fjárfestunum, birtist viðtal við Björn Óla Hauksson, forstjóra Isavia í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins. Þar segir hann meðal annars að umræðan um mögulega einkavæðingu Keflavíkurflugvallar hafi leitt til aukins áhuga erlendra fjárfesta á framvindu málsins. „Þessi umræða hefur leitt til þess að við erum farin að heyra meira en áður frá erlendum fjárfestum um hvort þeir megi koma í heimsókn og fá kynningu á fyrirtækinu. Þessir aðilar fylgjast vel með umræðunni hér á landi en mér vitanlega er ekkert komið í gang af alvöru,“ sagði Björn Óli meðal annars. 

Sama dag spurði Óli Halldórsson, varaþingmaður Vinstri grænna, Benedikt um málið á þingi. Spurði hann Benedikt hvort hann hefði fundið fyrir þeim áhuga sem Björn Óli lýsir í viðtalinu og hvort erlendir eða innlendir fjárfestar hefðu sett sig í samband við hann vegna áhuga á kaupum á Keflavíkurflugstöð. Þá spurði hann hvernig samskiptin hefðu verið við fjárfestana og að lokum hver væri afstaða Benedikts til einkavæðingar Keflavíkurflugstöðvar í heild sinni eða hlutum. 

„Það hefur enginn sett sig í samband við fjármálaráðuneytið með ósk um það að kaupa flugstöðina.“

„Fyrst er því til að svara að það hefur enginn sett sig í samband við fjármálaráðuneytið með ósk um það að kaupa flugstöðina eða hluti tengda henni,“ svaraði Benedikt, þrátt fyrir að hafa í mánuðinum áður setið fund með fjárfestum sem lýstu yfir áhuga á að kaupa flugstöðina. 

Þá sagðist Benedikt ekki hafa myndað sér afstöðu í málinu. „Ég hef hins vegar hlustað af áhuga á það að aðilar hafa nefnt tölur um hugsanlegt verðmæti félagsins Isavia sem gæti verið á bilinu 100–200 milljarðar, sem er augljóslega mjög breitt bil sem sýnir að vangaveltur af þessu tagi eru ekki langt komnar. Ég hef látið hafa það eftir mér að það sé gott fyrir ríkið að vita af þessum varasjóði ef einhvern tímann kæmi til þess að menn þyrftu að huga að því, en það hefur ekki verið skoðað á þessu stigi málsins af fjármálaráðuneytinu.“

Benedikt útskýrir á Facebook-síðu sinni í dag að eftir þingfundinn hafi Ómar Örn Tryggvason, framkvæmdastjóri Innviða fjárfestina slhf., haft samband við hann og bent sér á að Innviðir fjárfestingar hefðu verið í sambandi við ráðuneytið fyrr á árinu um aðkomu fyrirtækisins að rekstri flugstöðvarinnar. Jafnframt hafi fyrirtækið átt í viðræðum við fyrri ríkisstjórn um málið.

Þá segir hann einnig frá fundinum við fjárfestana þann 5. apríl. „Fulltrúi fyrirtækisins sagði frá því að það hefði komið að ýmsum innviðafjárfestingum erlendis, meðal annars á flugvöllum. Á fundinum kom fram af hálfu ráðuneytisins að ekki væri á dagskrá að selja íslenska flugvelli, en áhugavert væri að kynnast starfsemi erlenda fyrirtækisins betur,“ skrifar Benedikt. „Mér þykir leitt að hafa ekki tekið nákvæmar til orða í svari mínu, en rétt hefði verið að segja að mér væri ekki kunnugt um að neinn hefði sýnt flugstöðinni sérstaklega áhuga, en ég hefði orðið var við áhuga á Isavia í heild og haldið svo áfram með svarið eins og ég gerði.“

Fjárfesta í innviðum

Fjárfestarnir munu hafa verið hér á landi í boði fjárfestingabankans Kviku. Um er að ræða fulltrúa frá fjárfestingasjóðnum Macquarie European Infrastructure Fund III. Sjóðurinn var stofnaður árið 2010 og er honum ætlað að fjárfesta í evrópskum fyrirtækjum sem veita nauðsynlega samfélagslega þjónustu, hafa sterka samkeppnisstöðu og eru með stöðugt sjóðsstreymi til langs tíma. Sjóðurinn fer fyrir 57,7 prósentahlut í Kastrup-flugvelli í gegnum félagið Copenhagen Airports Denmarks ApS (CAD) en félagið er í sameiginlegri eigu Macquarie og Ontario Teachers’ Pension Plan (OTPP). Að auki á fyrirtækið 36 prósenta hlut í flugvellinum í Brussel og þá keyptu sjóðir Macquarie árið 2010 fyrirtækið sem á og rekur alla útvarps- og fjarskiptaturna í Tékklandi. 

Heild­ar­tekjur Isa­via á síðasta ári námu 33 millj­örðum króna og höfðu aukist um 27 pró­sent á milli ára. Þetta er mesta tekju­aukn­ing Isa­via frá stofnun félags­ins, en hún er að mestu leyti rekin til mik­illar fjölg­unar far­þega á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Hér er pistill Benedikts Jóhannessonar sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun, en Stundin spurði út í fundinn með fjárfestunum í gær.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár