Ég vakna í Quercegrossa. Öll húsin í bænum eru meira og minna eins, rauðbrún raðhús sem mörg hver eru sumarhús í eigu ellilífeyrisþega og annarra ferðamanna. Samt er Quercegrossa, (nafnið merkir Stór-eik), eldgamalt þorp. Það þykir ekki sérlega merkilegt en þó hefur það getið af sér einn listamann, Jacopo della Quercia, sem var ein af fyrirmyndum Michelangelo, sem sagði víst að hann hefði byggt stóru loftmynd sixtínsku kapellunar á dómkirkjuhurðinni í Bologna sem Jacopo teiknaði. Það sem gerir þorpið magnað eru ekki húsin heldur hæðirnar í kring. Það er nánast óhugnanlegt hversu fullkomnar þær eru, allar jafn háar þannig að á toppi hverrar er örlítið útsýni yfir dali en samt án þess að hæðirnar skyggi á hvor aðra. Toskana er með best hannaða landslag í heimi.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Snæbjörn Brynjarsson
Ferðasaga frá Toskana: Písa, Flórens og Síena
Það er hægt að komast yfir að heimsækja allar helstu borgir Toskanahéraðs á einum degi, þótt hver einasta borg (nema Písa) eigi skilið að minnsta kosti viku til að maður nái að drekka í sig öll listaverkin sem eru á víð og dreif út um allt. Hlutar af héraðinu eru túristagildrur, en af góðri ástæðu. Önnur svæði eins og smáborgin Síena eru laus við offlóð túrista utan við hjarta miðbæjarins og sumar kirkjur þar svo fallegar að það er hætt við að maður snúi aftur þaðan sem heittrúaður kaþólikki.
Athugasemdir