Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Galið“ að ræða ekki við Sjálfstæðisflokk og „fávitaskapur“ að úthúða Óttarri Proppé

Karl Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi, seg­ist hafa feng­ið „illt í mag­ann" yf­ir um­ræðu um ákvörð­un Ótt­arrs Proppé um að fara í form­leg­ar við­ræð­ur um rík­is­stjórn­ar­mynd­un með Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Við­reisn.

„Galið“ að ræða ekki við Sjálfstæðisflokk og „fávitaskapur“ að úthúða Óttarri Proppé
Óttarr Proppé Formaður Bjartrar framtíðar tók saman við Viðreisn eftir kosningar.

Karl Sigurðsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Besta flokksins og stjórnarmaður og frambjóðandi Bjartrar framtíðar, segir að hann fái illt í magann yfir umræðu um Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, eftir að Óttarr ákvað að ganga til formlegra viðræðna um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn.

Karl birti færslu á Facebook í kvöld til varnar Óttarri og mannkostum hans. 

Það sem mér svíður hins vegar alveg ofboðslega um þessar mundir er hvernig fólk leyfir sér að tala um Óttar bara vegna þess að hann leyfir sér að kanna möguleikann á samstarfi með þeim sem fengu stjórnarmyndunarumboðið frá forsetanum. Orðbragðið sem er notað víða er svo ósmekklegt að ég fæ bara illt í magann og er skapi næst fara í þá rassíu að henda sumum út af vinalistanum mínum.

Karl tekur ekki dæmi um orðbragð í garð Óttarrs.

Björt framtíð er í oddastöðu við myndun ríkisstjórnar eftir að flokkar hafa útiokað hver annan. Flokkurinn hafði rætt við Pírata, Samfylkingu og Vinstri græna um myndun bandalags fyrir kosningar og var lögð fram viljayfirlýsing um samstarf í kjölfar þess. Eftir kosningar tilkynnti Óttarr Proppé að Björt framtíð færi með Viðreisn á fund Bjarna Benediktssonar og að flokkarnir tveir yrðu samstíga í viðræðum um myndun mögulegrar ríkisstjórnar.

Ríkisstjórn miðjuflokksins Bjartrar framtíðar með Viðreisn og Sjálfstæðisflokki yrði sú fyrsta í sögunni með tvo hægri flokkka og má gera ráð fyrir því að hún yrði hægrisinnaðasta ríkisstjórn lýðveldissögunnar. Karl segist hafa skilning á því að Björt framtíð vinni nú að myndun hægri stjórnar. 

Í mínum huga væri galið að segja bara þvert nei við þessum samræðum og fullkomlega eðlilegt að kanna hvað fólk hefur að segja og hvort mögulegt er að ná fram stefnumálum BF í ríkisstjórn með þessum flokkum - og ef svo er ekki, þá bara sleppa þessu. Við verðum allavega að vera viss um að þetta hafi verið skoðað til hlítar áður en við blásum þetta af. Hvort fólk er sammála þessu er eitt en það er annað ef á að fara úthúða fólki fyrir að tala saman. Það er bara fávitaskapur.

Færsla Karls í heild

Óttarr Proppé er einn besti maður sem ég þekki. Hann er vandaður, gáfaður, varkár, góðhjartaður og heiðarlegur. Allt frá því við sáum fram á að Besti flokkurinn yrði hluti af borgarstjórn hefur hann talað um mikilvægi þjónandi forystu og að setja almannahagsmuni umfram hagsmuni þröngra hópa og hann hefur hvergi vikið frá því viðhorfi sínu. Nú er hann í framlínu fólks af miðjunni sem er að ræða við hægri flokkana um hugsanlegt stjórnarsamstarf. Í mínum huga væri það ekki óskastaða en ég ætla að leyfa mér að leggja traust mitt í hendur Óttari og anda með nefinu þangað til eitthvað raunverulegt er að frétta úr þessum viðræðum.

Það sem mér svíður hins vegar alveg ofboðslega um þessar mundir er hvernig fólk leyfir sér að tala um Óttar bara vegna þess að hann leyfir sér að kanna möguleikann á samstarfi með þeim sem fengu stjórnarmyndunarumboðið frá forsetanum. Orðbragðið sem er notað víða er svo ósmekklegt að ég fæ bara illt í magann og er skapi næst fara í þá rassíu að henda sumum út af vinalistanum mínum.

Í mínum huga væri galið að segja bara þvert nei við þessum samræðum og fullkomlega eðlilegt að kanna hvað fólk hefur að segja og hvort mögulegt er að ná fram stefnumálum BF í ríkisstjórn með þessum flokkum - og ef svo er ekki, þá bara sleppa þessu. Við verðum allavega að vera viss um að þetta hafi verið skoðað til hlítar áður en við blásum þetta af. Hvort fólk er sammála þessu er eitt en það er annað ef á að fara úthúða fólki fyrir að tala saman. Það er bara fávitaskapur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu