Ísmaðurinn í viðtali: Fastur í ísnum í viku með þriggja ára dóttur sína

Sig­urð­ur Pét­urs­son missti bát sinn eft­ir hrakn­inga. „Ég var bú­inn að vera fast­ur í ísn­um í eina viku.“ Þriggja ára dótt­ir hans og nítj­án ára sam­býl­is­kona voru með í för. Fjöl­skyld­an var kom­in í björg­un­ar­bát þeg­ar hún var loks­ins sótt í þyrlu.

Ísmaðurinn í viðtali: Fastur í ísnum í viku með þriggja ára dóttur sína

„Það var orðið tímaspursmál hvenær báturinn léti undan. Höggin og djöfulsskapurinn var það mikill og ísinn var mjög þéttur,“ segir Sigurður Pétursson, skipstjóri í Kuummiut á Austur-Grænlandi, sem lenti í sjávarháska á leið sinni til Grænlands í gær þegar bátur hans sökk. Sigurður var á leið frá Bolungarvík til Grænlands þegar hann lenti í miklum ís. Með í för var fjölskylda Sigurðar, Anna Manikutdlak, nítján ára sambýliskona hans, Sunna, þriggja ára dóttir þeirra, og systir Önnu. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu.

„Ég var búinn að vera fastur í ísnum í eina viku,“ segir Sigurður, sem hlotið hefur viðurnefnið Ísmaðurinn, í samtali við Stundina.

„Svo fór bara að blása og það var komin mikil hreyfing. Ég nálgaðist ískantinn aftur og það var orðið mjög órólegt. Það var mikil ölduhæð í kantinum og íshaf allt í kringum mig. Ég sat bara fastur í ísnum og þetta voru mikil högg og læti.“

Sigurður segir farþega hafa haldið ró sinni. Dóttir hans, Sunna, hafi verið óhrædd. „Það var mjög gott að eiga við hana. Hún hélt sér nálægt mér, svo það var allt í lagi,“ segir Sigurður, en viðurkennir jafnframt að ástandið hafi verið orðið tvísýnt undir lokin. „Það var orðið spursmál hvenær báturinn léti undan. Höggin og djöfulsskapurinn var það mikill og ísinn var mjög þéttur.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár