Ísmaðurinn í viðtali: Fastur í ísnum í viku með þriggja ára dóttur sína

Sig­urð­ur Pét­urs­son missti bát sinn eft­ir hrakn­inga. „Ég var bú­inn að vera fast­ur í ísn­um í eina viku.“ Þriggja ára dótt­ir hans og nítj­án ára sam­býl­is­kona voru með í för. Fjöl­skyld­an var kom­in í björg­un­ar­bát þeg­ar hún var loks­ins sótt í þyrlu.

Ísmaðurinn í viðtali: Fastur í ísnum í viku með þriggja ára dóttur sína

„Það var orðið tímaspursmál hvenær báturinn léti undan. Höggin og djöfulsskapurinn var það mikill og ísinn var mjög þéttur,“ segir Sigurður Pétursson, skipstjóri í Kuummiut á Austur-Grænlandi, sem lenti í sjávarháska á leið sinni til Grænlands í gær þegar bátur hans sökk. Sigurður var á leið frá Bolungarvík til Grænlands þegar hann lenti í miklum ís. Með í för var fjölskylda Sigurðar, Anna Manikutdlak, nítján ára sambýliskona hans, Sunna, þriggja ára dóttir þeirra, og systir Önnu. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu.

„Ég var búinn að vera fastur í ísnum í eina viku,“ segir Sigurður, sem hlotið hefur viðurnefnið Ísmaðurinn, í samtali við Stundina.

„Svo fór bara að blása og það var komin mikil hreyfing. Ég nálgaðist ískantinn aftur og það var orðið mjög órólegt. Það var mikil ölduhæð í kantinum og íshaf allt í kringum mig. Ég sat bara fastur í ísnum og þetta voru mikil högg og læti.“

Sigurður segir farþega hafa haldið ró sinni. Dóttir hans, Sunna, hafi verið óhrædd. „Það var mjög gott að eiga við hana. Hún hélt sér nálægt mér, svo það var allt í lagi,“ segir Sigurður, en viðurkennir jafnframt að ástandið hafi verið orðið tvísýnt undir lokin. „Það var orðið spursmál hvenær báturinn léti undan. Höggin og djöfulsskapurinn var það mikill og ísinn var mjög þéttur.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár