Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ísmaðurinn í viðtali: Fastur í ísnum í viku með þriggja ára dóttur sína

Sig­urð­ur Pét­urs­son missti bát sinn eft­ir hrakn­inga. „Ég var bú­inn að vera fast­ur í ísn­um í eina viku.“ Þriggja ára dótt­ir hans og nítj­án ára sam­býl­is­kona voru með í för. Fjöl­skyld­an var kom­in í björg­un­ar­bát þeg­ar hún var loks­ins sótt í þyrlu.

Ísmaðurinn í viðtali: Fastur í ísnum í viku með þriggja ára dóttur sína

„Það var orðið tímaspursmál hvenær báturinn léti undan. Höggin og djöfulsskapurinn var það mikill og ísinn var mjög þéttur,“ segir Sigurður Pétursson, skipstjóri í Kuummiut á Austur-Grænlandi, sem lenti í sjávarháska á leið sinni til Grænlands í gær þegar bátur hans sökk. Sigurður var á leið frá Bolungarvík til Grænlands þegar hann lenti í miklum ís. Með í för var fjölskylda Sigurðar, Anna Manikutdlak, nítján ára sambýliskona hans, Sunna, þriggja ára dóttir þeirra, og systir Önnu. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu.

„Ég var búinn að vera fastur í ísnum í eina viku,“ segir Sigurður, sem hlotið hefur viðurnefnið Ísmaðurinn, í samtali við Stundina.

„Svo fór bara að blása og það var komin mikil hreyfing. Ég nálgaðist ískantinn aftur og það var orðið mjög órólegt. Það var mikil ölduhæð í kantinum og íshaf allt í kringum mig. Ég sat bara fastur í ísnum og þetta voru mikil högg og læti.“

Sigurður segir farþega hafa haldið ró sinni. Dóttir hans, Sunna, hafi verið óhrædd. „Það var mjög gott að eiga við hana. Hún hélt sér nálægt mér, svo það var allt í lagi,“ segir Sigurður, en viðurkennir jafnframt að ástandið hafi verið orðið tvísýnt undir lokin. „Það var orðið spursmál hvenær báturinn léti undan. Höggin og djöfulsskapurinn var það mikill og ísinn var mjög þéttur.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár