Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ísmaðurinn í viðtali: Fastur í ísnum í viku með þriggja ára dóttur sína

Sig­urð­ur Pét­urs­son missti bát sinn eft­ir hrakn­inga. „Ég var bú­inn að vera fast­ur í ísn­um í eina viku.“ Þriggja ára dótt­ir hans og nítj­án ára sam­býl­is­kona voru með í för. Fjöl­skyld­an var kom­in í björg­un­ar­bát þeg­ar hún var loks­ins sótt í þyrlu.

Ísmaðurinn í viðtali: Fastur í ísnum í viku með þriggja ára dóttur sína

„Það var orðið tímaspursmál hvenær báturinn léti undan. Höggin og djöfulsskapurinn var það mikill og ísinn var mjög þéttur,“ segir Sigurður Pétursson, skipstjóri í Kuummiut á Austur-Grænlandi, sem lenti í sjávarháska á leið sinni til Grænlands í gær þegar bátur hans sökk. Sigurður var á leið frá Bolungarvík til Grænlands þegar hann lenti í miklum ís. Með í för var fjölskylda Sigurðar, Anna Manikutdlak, nítján ára sambýliskona hans, Sunna, þriggja ára dóttir þeirra, og systir Önnu. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu.

„Ég var búinn að vera fastur í ísnum í eina viku,“ segir Sigurður, sem hlotið hefur viðurnefnið Ísmaðurinn, í samtali við Stundina.

„Svo fór bara að blása og það var komin mikil hreyfing. Ég nálgaðist ískantinn aftur og það var orðið mjög órólegt. Það var mikil ölduhæð í kantinum og íshaf allt í kringum mig. Ég sat bara fastur í ísnum og þetta voru mikil högg og læti.“

Sigurður segir farþega hafa haldið ró sinni. Dóttir hans, Sunna, hafi verið óhrædd. „Það var mjög gott að eiga við hana. Hún hélt sér nálægt mér, svo það var allt í lagi,“ segir Sigurður, en viðurkennir jafnframt að ástandið hafi verið orðið tvísýnt undir lokin. „Það var orðið spursmál hvenær báturinn léti undan. Höggin og djöfulsskapurinn var það mikill og ísinn var mjög þéttur.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár