Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Endurheimtu sjálfsvirðinguna í eldhúsinu

Það er ein­fald­ara en þú held­ur að gera mat frá grunni. Maj­ónes­ið hans Ósk­ars er ekki að­eins bragð­betra en al­mennt geng­ur og ger­ist held­ur er það einnig gert á að­eins 30 sek­únd­um. Hrá­efn­in þurfa bara að vera við stofu­hita til að það tak­ist.

Endurheimtu sjálfsvirðinguna í eldhúsinu

Fyrir einhverjum árum fór ég að velta því fyrir mér hvað það væri sem gerði mig hamingjusaman. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væru helst þrjú atriði.

Í fyrsta lagi vinir og ættingjar. Gott fólk sem þekkir mig, skilur mig og lætur mér líða vel. Fólk sem ég myndi gera hvað sem er fyrir og ég veit að ég get alltaf stólað á.

Í öðru lagi er það menning og listir. Gamlar blúsplötur, nýjar heimildarmyndir, vídjólist, bókasöfn, gítarglamur, karlakórar, teiknimyndir, húsgögn, varðeldar, internetið og útvarpsþættir eru aðeins brot af vítamínsprautu sem ég þarf til að lifa af.

Í þriðja og síðasta lagi er það góður matur og drykkir. Matur sem nærir líkama og sál. Drykkir sem svala þorstanum um leið og þeir róa mig eða gefa mér orku.

Ef ég er umvafinn góðu fólki, fæ að njóta menningar og lista, og borða góðan mat þá er ég hamingjusamur. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár