Fyrir einhverjum árum fór ég að velta því fyrir mér hvað það væri sem gerði mig hamingjusaman. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væru helst þrjú atriði.
Í fyrsta lagi vinir og ættingjar. Gott fólk sem þekkir mig, skilur mig og lætur mér líða vel. Fólk sem ég myndi gera hvað sem er fyrir og ég veit að ég get alltaf stólað á.
Í öðru lagi er það menning og listir. Gamlar blúsplötur, nýjar heimildarmyndir, vídjólist, bókasöfn, gítarglamur, karlakórar, teiknimyndir, húsgögn, varðeldar, internetið og útvarpsþættir eru aðeins brot af vítamínsprautu sem ég þarf til að lifa af.
Í þriðja og síðasta lagi er það góður matur og drykkir. Matur sem nærir líkama og sál. Drykkir sem svala þorstanum um leið og þeir róa mig eða gefa mér orku.
Ef ég er umvafinn góðu fólki, fæ að njóta menningar og lista, og borða góðan mat þá er ég hamingjusamur. …
Athugasemdir