Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ellert villtist í iðrum jarðar: „Það þýðir ekkert að panikka“

Einn af fremstu hella­skoð­un­ar­mönn­um lands­ins villt­ist í helli á Reykja­nesskag­an­um. Það tók hann rúm­an klukku­tíma að rata út en mynd­skeið af svað­il­för­inni hef­ur vak­ið at­hygli út um all­an heim. Þar sést Ell­ert Grét­ars­son skríða á fjór­um fót­um í gegn­um þröng­ar hell­ar­ás­ir. Sjáðu mynd­band­ið.

Ellert villtist í iðrum jarðar: „Það þýðir ekkert að panikka“
Rammvilltur Ellert Grétarsson hefur skoðað hundruði hella en aldrei villst jafn lengi og nú á dögunum.

„Mér var hætt að lítast á þetta en hafði meiri áhyggjur af því að batteríin í ljósinu myndu klárast en að ég kæmist aldrei út aftur. Maður kemst alltaf út fyrir rest,“ segir Ellert Grétarsson, ljósmyndari og hellaskoðunarmaður. Hann lenti í miklum ógöngum fyrir nokkrum dögum þegar hann villtist djúpt inni í helli á Reykjanesinu. Myndskeið af svaðilförinni hefur vakið athygli út um allan heim og hefur meðal annars verið sýnt í bandarískum sjónvarpsþætti.

„Allt í einu er ég staddur í völundarhúsi og maður missir fljótt áttir þarna niðri í myrkrinu.“

Myndskeiðið er rúmar tíu mínútur að lengd en það tók Ellert samt sem áður rúman klukkutíma að rata til baka, að sjá ljósið í enda ganganna ef svo mætti að orði komast.

Undraheimur neðanjarðar
Undraheimur neðanjarðar Þessar ótrúlegu ljósmyndir tók Ellert Grétarsson á ferðalagi sínu úr iðrum jarðar.

Fór aðeins of langt

„Við förum yfirleitt þrjú eða fjögur saman og erum þá að leita að einhverjum ákveðnum hellum. Ég fer þá yfirleitt inn á undan í svona könnunarleiðangur til þess að skera úr um það hvort við höfum fundið hellinn. Það er óþarfi að allir séu að græja sig ef þetta er síðan ekkert,“ segir Ellert sem í þetta skiptið fór aðeins of langt.

„Maður á það til að vera dálítið ákafur. Það er svo mikið af göngum og beygjum og ég var alltaf að kanna hvað væri handan næstu beygju. Allt í einu var ég staddur í völundarhúsi. Maður missir fljótt áttir þarna niðri í myrkrinu. Þegar ég áttaði mig á því að ég væri rammvilltur þá fór ég að fikra mig áfram og skoða þessi göng og finna leiðina út. Þetta var helvíti mikið puð,“ segir Ellert og bætir við að þetta hafi verið svona eins og þrefaldur „bootcamp“ tími.

Yfir 400 hellar á Reykjanesskaganum

„Já þetta var mjög erfitt. Gólfið er mjög grýtt og grjót í hellum er mjög oddhvasst því það er engin veðrun þarna niðri. Ég var sem betur fer með hnéhlífar, ljós og þykkar grifflur en var gjörsamlega búinn á því þegar ég kom upp á yfirborðið aftur. Ég hef örugglega skriðið einhverja hundruði metra í heildina. Stundum var ég farinn að kannast við mig og áttaði mig þá á því að ég hafði farið í hring,“ segir Ellert sem vill ekki, öryggi almennings vegna, greina frá því hvar umræddur hellir er á Reykjanesskaganum.

„Mér er sagt að það sé mikil upplifun að vera staddur í helli þegar jarðskjálfti ríður yfir.“

„Reykjanesskaginn er eitt mesta hellasvæði landsins, það er svo mikið af hrauni hérna. Það eru allavega 400 hellar hérna á þessu svæði sem hafa verið skráðir. Þeir eru að sjálfsögðu misstórir og síðan er spurning hvað er hellir og hvað ekki. Þessi sem við fórum í er í tveimur hlutum,“ segir Ellert.

Taka alltaf einhvern með í hellaskoðun
Taka alltaf einhvern með í hellaskoðun Ellert biður alla þá sem hyggja á hellaskoðun að taka einhvern með sér og láta vita af ferðum sínum.

Svekktur að hafa misst af jarðskjálfta

Ertu ekkert hræddur við jarðskjálfta þegar þú skríður svona í þröngum hellarásum? Geta þessi göng ekki bara lagst saman?

„Nei, þeir leggjast ekki saman. Þessir hellar hafa verið þarna í hundruði eða þúsundir ára og hafa staðið af sér alla jarðskjálfta. Hætta á hruni er líka hverfandi lítil en það getur alltaf verið lausagrjót svo það er gott að fara varlega.“

Hefur þú verið í helli þegar jarðsskálfti ríður yfir?

„Nei ég rétt missti af einum.“

Rétt misstir af einum? Ertu semsagt svekktur yfir því að hafa ekki verið í helli þegar jarðskjálfti reið yfir?

„Mér er sagt að það sé mikil upplifun að vera staddur í helli þegar jarðskjálfti ríður yfir. Ég rétt missti af einum sem var upp á fjóra á richter. Ég var í hellinum deginum áður.“

„Númer eitt, tvö og þrjú er að fara aldrei einn í svona hellaskoðun.“

En hvað ráðleggur þú fólki sem fer í hellaskoðun og villist svona eins og þú?

„Hraunrásahellar eru frekar einfaldir og auðvelt að rata í þeim með fáum undantekningum. Það er meiri hætta á því að þú verðir ljóslaus eða dettur og til dæmis fótbrýtur þig. Ef eitthvað kemur upp þarna niðri þá ertu algjörlega sambandslaus við umheiminn. Þess vegna er mikilvægt að vera yfirvegaður. Þú verður alltaf að halda ró þinni.“

Hvað skal alltaf hafa með í för í svona ferðum?

„Númer eitt, tvö og þrjú er að fara aldrei einn í svona hellaskoðun. Þú verður alltaf að fara með einhverjum og láta vita af ferðum þínum áður en þú leggur af stað. Síðan hvað búnaðinn varðar þá verður þú fyrst og fremst að vera með góð ljós. Ekki ódýr ljós af bensínstöðinni. Ég tek alltaf ljós með og varaljós og varavaraljós. Síðan tek ég með mér gommu af batteríum í þetta allt saman,“ segir Ellert sem hefur séð ýmislegt í gegnum árin.

Með ljós, varaljós og varavaraljós
Með ljós, varaljós og varavaraljós Ljósið er númer eitt, tvö og þrjú þegar það kemur að hellaskoðun.

Ferðamenn notuðu kveikjara til að lýsa

„Já ég hef séð fólk sem ætlaði að nota ljósgjafann á farsímanum sínum. Það er ekki viturlegt. Síðan man ég eftir ferðamönnum sem þurfti að bjarga hérna einhvern tímann um árið. Þau höfðu notað kveikjara. Síðan kláraðist gasið.“

Þá segir Ellert að fyrir þá sem ætla djúpt inn í helli sé gott að hafa með sérstök díóðuljós sem hægt er að nota sem merkingar á leiðinni. Þau er til dæmis gott að nota á mótum hellarása svo auðveldara sé að rata tilbaka. Hann var ekki með slík ljós þegar hann villtist.

Sjón er sögu ríkari - fyrir þá sem vilja skoða ótrúlegar ljósmyndir af hellum er bent á síðu Ellert - www.elg.is

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár