Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Benda á hræsni hjá Dove

Net­verj­ar gagn­rýna her­ferð snyrti­vöru­fyr­ir­tæk­is­ins Do­ve um sanna feg­urð. Sjáðu þrjár verstu aug­lýs­ing­ar Axe, sem er í eigu sama móð­ur­fyr­ir­tæk­is og Do­ve.

Benda á hræsni hjá Dove

Snyrtivörufyrirtækið Dove á Íslandi hrinti í dag af stað herferðinni #SönnFegurð en markmið hennar er að stuðla að bættri líkamsmynd stúlkna og kvenna á Íslandi. Myllumerkið #SönnFegurð hefur farið á flug í kjölfarið og gagnrýna margir herferðina. Líkt og Stundin fjallaði um fyrr í dag hafa herferðir Dove á heimsvísu löngum verið gagnrýndar. Bent hefur verið á að fyrst og fremst séu þetta auglýsingaherferðir sem beinast einmitt að því að fá konur til þess að kaupa sér snyrti- og fegrunarvörur. Þannig segir Fanney Benjamíns: „Að versla við snyrtivörufyrirtæki í nafni líkamsvirðinar er eins og að versla við tóbaksframleiðendur í nafni lýðheilsu.“ 

Ekki eru allir á sama máli og segja málstaðinn góðan. Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segir það til dæmis flotta nýbreytni að nota venjulega líkama í auglýsingar og bendir á að það er enginn glæpur að selja snyrtivörur. 


Þrjár verstu auglýsingar Axe

Þess má einnig geta að Unilever, móðurfyrirtæki Dove á heimsvísu, á fleiri snyrtivörufyrirtæki – þar á meðal Axe sem selur snyrtivörur fyrir karla. Auglýsingar Axe hafa verið gagnrýndar fyrir að ýta undir kynjastaðalmyndir og viðhalda þannig vandamálinu sem Dove auglýsingarnar eiga að vinna gegn. Stundin hefur fundið þrjár auglýsingar Axe sem falla að þessu. Þær má sjá hér fyrir neðan. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár