Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Benda á hræsni hjá Dove

Net­verj­ar gagn­rýna her­ferð snyrti­vöru­fyr­ir­tæk­is­ins Do­ve um sanna feg­urð. Sjáðu þrjár verstu aug­lýs­ing­ar Axe, sem er í eigu sama móð­ur­fyr­ir­tæk­is og Do­ve.

Benda á hræsni hjá Dove

Snyrtivörufyrirtækið Dove á Íslandi hrinti í dag af stað herferðinni #SönnFegurð en markmið hennar er að stuðla að bættri líkamsmynd stúlkna og kvenna á Íslandi. Myllumerkið #SönnFegurð hefur farið á flug í kjölfarið og gagnrýna margir herferðina. Líkt og Stundin fjallaði um fyrr í dag hafa herferðir Dove á heimsvísu löngum verið gagnrýndar. Bent hefur verið á að fyrst og fremst séu þetta auglýsingaherferðir sem beinast einmitt að því að fá konur til þess að kaupa sér snyrti- og fegrunarvörur. Þannig segir Fanney Benjamíns: „Að versla við snyrtivörufyrirtæki í nafni líkamsvirðinar er eins og að versla við tóbaksframleiðendur í nafni lýðheilsu.“ 

Ekki eru allir á sama máli og segja málstaðinn góðan. Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segir það til dæmis flotta nýbreytni að nota venjulega líkama í auglýsingar og bendir á að það er enginn glæpur að selja snyrtivörur. 


Þrjár verstu auglýsingar Axe

Þess má einnig geta að Unilever, móðurfyrirtæki Dove á heimsvísu, á fleiri snyrtivörufyrirtæki – þar á meðal Axe sem selur snyrtivörur fyrir karla. Auglýsingar Axe hafa verið gagnrýndar fyrir að ýta undir kynjastaðalmyndir og viðhalda þannig vandamálinu sem Dove auglýsingarnar eiga að vinna gegn. Stundin hefur fundið þrjár auglýsingar Axe sem falla að þessu. Þær má sjá hér fyrir neðan. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár