Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Benda á hræsni hjá Dove

Net­verj­ar gagn­rýna her­ferð snyrti­vöru­fyr­ir­tæk­is­ins Do­ve um sanna feg­urð. Sjáðu þrjár verstu aug­lýs­ing­ar Axe, sem er í eigu sama móð­ur­fyr­ir­tæk­is og Do­ve.

Benda á hræsni hjá Dove

Snyrtivörufyrirtækið Dove á Íslandi hrinti í dag af stað herferðinni #SönnFegurð en markmið hennar er að stuðla að bættri líkamsmynd stúlkna og kvenna á Íslandi. Myllumerkið #SönnFegurð hefur farið á flug í kjölfarið og gagnrýna margir herferðina. Líkt og Stundin fjallaði um fyrr í dag hafa herferðir Dove á heimsvísu löngum verið gagnrýndar. Bent hefur verið á að fyrst og fremst séu þetta auglýsingaherferðir sem beinast einmitt að því að fá konur til þess að kaupa sér snyrti- og fegrunarvörur. Þannig segir Fanney Benjamíns: „Að versla við snyrtivörufyrirtæki í nafni líkamsvirðinar er eins og að versla við tóbaksframleiðendur í nafni lýðheilsu.“ 

Ekki eru allir á sama máli og segja málstaðinn góðan. Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segir það til dæmis flotta nýbreytni að nota venjulega líkama í auglýsingar og bendir á að það er enginn glæpur að selja snyrtivörur. 


Þrjár verstu auglýsingar Axe

Þess má einnig geta að Unilever, móðurfyrirtæki Dove á heimsvísu, á fleiri snyrtivörufyrirtæki – þar á meðal Axe sem selur snyrtivörur fyrir karla. Auglýsingar Axe hafa verið gagnrýndar fyrir að ýta undir kynjastaðalmyndir og viðhalda þannig vandamálinu sem Dove auglýsingarnar eiga að vinna gegn. Stundin hefur fundið þrjár auglýsingar Axe sem falla að þessu. Þær má sjá hér fyrir neðan. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár