Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Benda á hræsni hjá Dove

Net­verj­ar gagn­rýna her­ferð snyrti­vöru­fyr­ir­tæk­is­ins Do­ve um sanna feg­urð. Sjáðu þrjár verstu aug­lýs­ing­ar Axe, sem er í eigu sama móð­ur­fyr­ir­tæk­is og Do­ve.

Benda á hræsni hjá Dove

Snyrtivörufyrirtækið Dove á Íslandi hrinti í dag af stað herferðinni #SönnFegurð en markmið hennar er að stuðla að bættri líkamsmynd stúlkna og kvenna á Íslandi. Myllumerkið #SönnFegurð hefur farið á flug í kjölfarið og gagnrýna margir herferðina. Líkt og Stundin fjallaði um fyrr í dag hafa herferðir Dove á heimsvísu löngum verið gagnrýndar. Bent hefur verið á að fyrst og fremst séu þetta auglýsingaherferðir sem beinast einmitt að því að fá konur til þess að kaupa sér snyrti- og fegrunarvörur. Þannig segir Fanney Benjamíns: „Að versla við snyrtivörufyrirtæki í nafni líkamsvirðinar er eins og að versla við tóbaksframleiðendur í nafni lýðheilsu.“ 

Ekki eru allir á sama máli og segja málstaðinn góðan. Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segir það til dæmis flotta nýbreytni að nota venjulega líkama í auglýsingar og bendir á að það er enginn glæpur að selja snyrtivörur. 


Þrjár verstu auglýsingar Axe

Þess má einnig geta að Unilever, móðurfyrirtæki Dove á heimsvísu, á fleiri snyrtivörufyrirtæki – þar á meðal Axe sem selur snyrtivörur fyrir karla. Auglýsingar Axe hafa verið gagnrýndar fyrir að ýta undir kynjastaðalmyndir og viðhalda þannig vandamálinu sem Dove auglýsingarnar eiga að vinna gegn. Stundin hefur fundið þrjár auglýsingar Axe sem falla að þessu. Þær má sjá hér fyrir neðan. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
5
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu