Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Einmanalegasta eyja í heimi

Vilji ferða­menn upp­lifa eitt­hvað sem fá­ir hafa séð er ráð að heim­sækja eyj­una Trist­an da Cu­hna í Suð­ur-Atlants­hafi, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið við það að leggj­ast í eyði.

Einmanalegasta eyja í heimi
Eldfjallaeyjan Á eyjunni búa svipað margir og á Tálknafirði. Mynd: Wikipedia

Einn afskekktasti staður jarðar er eldvirki eyjaklasinn Tristan da Cunha í Suður-Atlantshafi, en eina byggða eyjan hefur stundum verið nefnd „einmanalegasta eyja í heimi“. Þar búa nú 268 manns í „höfuðborginni“ Edinburgh of the Seven Seas, sem heimamenn nefna einfaldlega The Settlement, eða „Nýlendan“.

Eyjarnar, sem þykja gríðarlega fallegar, eru nokkurn veginn miðja vegu á milli tveggja heimsálfa, 2.816 kílómetrum frá Suður-Afríku og 3.360 kílómetrum frá Suður-Ameríku. Skiptast þær í grófum dráttum í fjórar eyjar; þá sem höfuðborgin er á, Tristan da Cunha, Eyjuna óaðgengilegu (Inaccessable Island), Næturgalaeyjarnar (Nightingale Islands) og hina litlu Gough-eyju.

Edinborg heimshafanna sjö
Edinborg heimshafanna sjö Nafnið var valið vegna heimsóknar Alfreðs Bretaprins af Edinborg, árið 1867.

Fyrstu landnemarnir voru fjórir Bandaríkjamenn sem komu árið 1810. Þrír þeirra létust tveimur árum seinna, en sá fjórði hélt þó áfram búsetu á eyjunni. Árið 1816 lýsti Breska konungsveldið yfir eign sinni á eyjunni, en sagt er að ástæðan hafi verið að koma í veg fyrir að Frakkar gætu notað eyjuna sem bækistöð til þess að frelsa Napóleon sem var fangi á eyjunni Sánkti Helenu, sem einnig er í sunnanverðu Atlantshafi.

Næstu hundrað ár fjölgaði íbúum vegna umsvifa breska flotans, en eftir erfiðan vetur árið 1906 og harðindi áratugina á undan skipaði ríkisstjórnin íbúum að yfirgefa eyjuna. Eyjarskeggjar héldu þá íbúafund þar sem þeir neituðu að verða við skipuninni. Í kjölfarið jókst mjög einangrun þeirra og á árunum 1909 til 1919 kom ekkert skip til eyjanna, fyrr en breska herskipið HMS Yarmouth kom til þess að segja íbúum frá því hvernig fyrri heimsstyrjöldin hafði farið.

Í október 1961 gaus svo eldfjallið á Tristan da Cunha. Urðu þá allir íbúar að yfirgefa eyjuna og voru þeir fluttir til Bretlands. Hið konunglega breska vísindafélag komst að þeirri niðurstöðu í lok goss að eyjan væri óbyggileg. Eftir að hafa dvalist í Englandi í 18 mánuði efndu íbúarnir þó til kosninga þar sem ákveðið var með 148 atkvæðum gegn 5 að snúa aftur til eyjunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu