Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Einmanalegasta eyja í heimi

Vilji ferða­menn upp­lifa eitt­hvað sem fá­ir hafa séð er ráð að heim­sækja eyj­una Trist­an da Cu­hna í Suð­ur-Atlants­hafi, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið við það að leggj­ast í eyði.

Einmanalegasta eyja í heimi
Eldfjallaeyjan Á eyjunni búa svipað margir og á Tálknafirði. Mynd: Wikipedia

Einn afskekktasti staður jarðar er eldvirki eyjaklasinn Tristan da Cunha í Suður-Atlantshafi, en eina byggða eyjan hefur stundum verið nefnd „einmanalegasta eyja í heimi“. Þar búa nú 268 manns í „höfuðborginni“ Edinburgh of the Seven Seas, sem heimamenn nefna einfaldlega The Settlement, eða „Nýlendan“.

Eyjarnar, sem þykja gríðarlega fallegar, eru nokkurn veginn miðja vegu á milli tveggja heimsálfa, 2.816 kílómetrum frá Suður-Afríku og 3.360 kílómetrum frá Suður-Ameríku. Skiptast þær í grófum dráttum í fjórar eyjar; þá sem höfuðborgin er á, Tristan da Cunha, Eyjuna óaðgengilegu (Inaccessable Island), Næturgalaeyjarnar (Nightingale Islands) og hina litlu Gough-eyju.

Edinborg heimshafanna sjö
Edinborg heimshafanna sjö Nafnið var valið vegna heimsóknar Alfreðs Bretaprins af Edinborg, árið 1867.

Fyrstu landnemarnir voru fjórir Bandaríkjamenn sem komu árið 1810. Þrír þeirra létust tveimur árum seinna, en sá fjórði hélt þó áfram búsetu á eyjunni. Árið 1816 lýsti Breska konungsveldið yfir eign sinni á eyjunni, en sagt er að ástæðan hafi verið að koma í veg fyrir að Frakkar gætu notað eyjuna sem bækistöð til þess að frelsa Napóleon sem var fangi á eyjunni Sánkti Helenu, sem einnig er í sunnanverðu Atlantshafi.

Næstu hundrað ár fjölgaði íbúum vegna umsvifa breska flotans, en eftir erfiðan vetur árið 1906 og harðindi áratugina á undan skipaði ríkisstjórnin íbúum að yfirgefa eyjuna. Eyjarskeggjar héldu þá íbúafund þar sem þeir neituðu að verða við skipuninni. Í kjölfarið jókst mjög einangrun þeirra og á árunum 1909 til 1919 kom ekkert skip til eyjanna, fyrr en breska herskipið HMS Yarmouth kom til þess að segja íbúum frá því hvernig fyrri heimsstyrjöldin hafði farið.

Í október 1961 gaus svo eldfjallið á Tristan da Cunha. Urðu þá allir íbúar að yfirgefa eyjuna og voru þeir fluttir til Bretlands. Hið konunglega breska vísindafélag komst að þeirri niðurstöðu í lok goss að eyjan væri óbyggileg. Eftir að hafa dvalist í Englandi í 18 mánuði efndu íbúarnir þó til kosninga þar sem ákveðið var með 148 atkvæðum gegn 5 að snúa aftur til eyjunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár