„Þau eru að slá ryki í augu fólks með því að segja þetta,“ segir María Grétarsdóttir bæjarfulltrúi FÓLKSINS-í bænum í Garðabæ í samtali við Stundina. Hún lagði fram bókun á síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem hún hvetur bæjaryfirvöld til þess að gæta jafnræðis í fjárveitingum til grunnskóla í sveitarfélaginu. Stundin fjallaði ítarlega um málið í gær. Í bókuninni eru jafnframt lagðar fram tölur sem sýna meðal annars að bæjarskólar Garðabæjar fá einungis 67 prósent af þeim kennslukostnaði sem Barnaskóli Hjallastefnunnar fær frá sveitarfélaginu.
Ekki epli og appelsínur
Útreikningarnir sem lagðir voru fram með bókuninni miðast við þann kostnað sem eftir stendur þegar húsnæðiskostnaður hefur verið dreginn frá rekstrarkostnaði grunnskólanna. Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður skólanefndar grunnskóla í Garðabæ, sagði þetta leik að tölum og að málið væri ekki svona einfalt. „Samsetningin á þessum tölum kemur frá bænum sjálfum, þannig þetta eru ekki epli og appelsínur eins og þau vilja meina. Þetta …
Athugasemdir