Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Dýrara á bikarúrslitaleik karla en kvenna

Tals­vert dýr­ara er að horfa á karla spila fót­bolta en kon­ur á Ís­landi, hvort sem um er að ræða bikar­úr­slita­leik fé­lagsliða eða A-lands­l­ið Ís­lands. Þá er enn 143 pró­senta mun­ur á laun­um dóm­ara eft­ir því hvort þeir dæma í efstu deild karla eða í efstu deild kvenna.

Dýrara á bikarúrslitaleik karla en kvenna
Bikarmeistarar Valur keppir til úrslita í bikarúrslitaleik karla, en þeir eru einmitt ríkjandi bikarmeistarar. Mynd: KSÍ

Miði á bikarúrslitaleik karla í knattspyrnu er fimm hundruð krónum dýrari en miði á bikarúrslitaleik kvenna. Báðir leikir fara fram á Laugardalsvelli um helgina en miðaverð á bikarúrsleitaleiki er ákveðið af þeim félögum sem spila leikina. Breiðablik og ÍBV mætast í úrslitaleik kvenna í kvöld, föstudag, en í karladeild mætast ÍBV og Valur kl. 16 á morgun, laugardag. 

Talsvert dýrara að fara á leik með karlalandsliðinu

KSÍ kynnti nýlega hærra verð á leiki hjá karlalandsliðinu í haust þegar undankeppni HM 2018 hefst. Vellinum er skipt í þrjú svæði. Í haust mun miði í svæði I á leikjum karlalandsliðsins kosta sjö þúsund krónur, í svæði II fimm þúsund krónur og í svæði III þrjú þúsund krónur. 

Tveir heimaleikir verða hjá kvennalandsliðinu í undankeppni EM 2017 í september þegar liðið mætir Slóveníu og Skotlandi. Stelpurnar eru efstar í sínum riðli og því góðar líkur á að þær tryggi sér þátttökurétt á þeirra þriðja stórmóti í haust. Ekki er selt í númeruð sæti hjá kvennalandsliðinu og kostar 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár