Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Dýrara á bikarúrslitaleik karla en kvenna

Tals­vert dýr­ara er að horfa á karla spila fót­bolta en kon­ur á Ís­landi, hvort sem um er að ræða bikar­úr­slita­leik fé­lagsliða eða A-lands­l­ið Ís­lands. Þá er enn 143 pró­senta mun­ur á laun­um dóm­ara eft­ir því hvort þeir dæma í efstu deild karla eða í efstu deild kvenna.

Dýrara á bikarúrslitaleik karla en kvenna
Bikarmeistarar Valur keppir til úrslita í bikarúrslitaleik karla, en þeir eru einmitt ríkjandi bikarmeistarar. Mynd: KSÍ

Miði á bikarúrslitaleik karla í knattspyrnu er fimm hundruð krónum dýrari en miði á bikarúrslitaleik kvenna. Báðir leikir fara fram á Laugardalsvelli um helgina en miðaverð á bikarúrsleitaleiki er ákveðið af þeim félögum sem spila leikina. Breiðablik og ÍBV mætast í úrslitaleik kvenna í kvöld, föstudag, en í karladeild mætast ÍBV og Valur kl. 16 á morgun, laugardag. 

Talsvert dýrara að fara á leik með karlalandsliðinu

KSÍ kynnti nýlega hærra verð á leiki hjá karlalandsliðinu í haust þegar undankeppni HM 2018 hefst. Vellinum er skipt í þrjú svæði. Í haust mun miði í svæði I á leikjum karlalandsliðsins kosta sjö þúsund krónur, í svæði II fimm þúsund krónur og í svæði III þrjú þúsund krónur. 

Tveir heimaleikir verða hjá kvennalandsliðinu í undankeppni EM 2017 í september þegar liðið mætir Slóveníu og Skotlandi. Stelpurnar eru efstar í sínum riðli og því góðar líkur á að þær tryggi sér þátttökurétt á þeirra þriðja stórmóti í haust. Ekki er selt í númeruð sæti hjá kvennalandsliðinu og kostar 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár