Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Dularfyllsta trúfélag á Íslandi verður brottfellt á næstunni

Að­eins þrír eru skráð­ir í trú­fé­lag­ið Zuismi á Ís­landi. Svo virð­ist sem með­lim­ir til­biðji fornsúmerska guði. Skráð­ur for­stöðu­mað­ur rek­ur lúx­us­ferða­fyr­ir­tæki.

Dularfyllsta trúfélag á Íslandi verður brottfellt á næstunni
Forstöðumaður Zuism Ólafur Helgi segist hafa yfirgefið trúfélagið. Mynd: Lux.is

Eitt sérkennilegasta trúfélag á Íslandi sem er formlega skráð hjá stjórnvöldum hlýtur að vera Zuismi. Söfnuðurinn fékk formlega skráningu árið 2013 eftir að honum hafði verið hafnað árið áður. Samkvæmt heimildum Stundarinnar verður trúfélagið brottfellt á næstu vikum.

Lítið er að finna um trúfélagið á veraldarvefnum og svo virðist sem það sé ekki til neins staðar annars staðar í heiminum en á Íslandi. Svo virðist sem meðlimir trúfélagsins trúi á fornsúmerska fjölgyðistrú, sem segja má að hafi runnið sitt skeið fyrir um 6000 árum. Skráðir meðlimir eru þrír.

Forstöðumaðurinn sver trúfélagið af sér 

Samkvæmt skráningu er Ólafur Helgi Þorgrímsson forstöðumaður Zuism. Hann er framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Luxury Adventures sem komst í fréttir á dögunum þegar Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, hóf störf hjá félaginu.

Aðspurður um trúfélagið segir Ólafur Helgi: „Það er gamalt, það er reyndar ekki enn þá. Það eru bara mistök hjá skráningu ef þú hefur fengið þær upplýsingar. Það var í einhverja mánuði en það er langt síðan það datt upp fyrir. Ég var í rauninni þarna bara í nokkra mánuði. Ég veit í rauninni ekkert hvað þeir eru að gera í dag.“ 

„Ég er ekkert tengdur þessu í dag.“

Hann segist ekki klár á því hvort söfnuðurinn sé enn starfandi. Ólafur segir enn fremur að hann hafi ekki verið forsprakki Zuism líkt og skráningin bendir til. „Ég er ekkert tengdur þessu í dag og hef ekkert um þetta að segja,“ segir Ólafur.

Guðir súmera
Guðir súmera Hér má sjá minjar frá Súmer sem sýna guði siðmenningunnar.

Brottfellt á næstunni

Líkt og fyrr segir er Zuism trúarbrögð sem finnast hvergi í heiminum nema á Íslandi, utan fornsúmeríu. Samtökin voru samþykkt til skráningar árið 2013 en samkvæmt nýjustu skráningu voru aðeins þrír einstaklingar skráðir í trúfélagið.

Lög sem sett voru í fyrra um trúfélög heimila aðeins skráningu á trúarbrögðum sem hafa fleiri en 25 lögráða einstakling skráða í félagið.

Stundin hefur heimildir fyrir því að Zuism verði á næstu misserum brottfellt af skrá um trúfélög á Íslandi, vegna þess að félagið uppfyllir ekki reglur sem gilda um skráð trúfélög. Reglurnar kveða meðal annars á um að athafnir á vegum félagsins þurfi að fara reglulega fram. Í ljósi þess að félagið hefur aðeins þrjá skráða meðlimi getur félagið ekki uppfyllt þau skilyrði. 

Vagga siðmenningar

Súmerska menningin er talin ein elsta siðmenning mannkynssögunnar en blómaskeið þess var fyrir um 6000 árum síðan. Landsvæði Súmeríu var þar sem Írak er í dag. Elsta þekkta letur í heimi, fleygrúnir, er talið vera súmerískt að uppruna og hefur siðmenningin oft verið kölluð vagga siðmenningar. Hvað varðar trúarbrögð þessarar fornu siðmenningar er flest allt hulið eða gleymt. Það sem lifir er einna helst það sem greypt var í stein.

„Súmerar trúðu því að alheiminum hefði verið stjórnað af hópi lifandi vera, mannlegra í útlit, en ódauðlegar og með ofurkrafta.“

Verur með ofurkrafta

Zuism hélt um tíma úti vefsíðu þar trúarbrögðin voru skýrð nánar. Síðan er ekki virk lengur, en hana má nálgast með aðstoð Wayback Machine. „Zuism er eitt form fornsúmerska trúarbragða, trúarbrögð almennings í fornsúmeríu. Súmerar trúðu því að alheiminum hefði verið stjórnað af hópi lifandi vera, mannlegra í útlit, en ódauðlegar og með ofurkrafta. Súmerar trúðu því að þessar verur væru ósýnilegar mannlegum augum og stýrðu og leiðbeindu alheiminum í samræmi við vel skipulagaðar áætlanir og lög,“ segir á vefsíðunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár