Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Dularfyllsta trúfélag á Íslandi verður brottfellt á næstunni

Að­eins þrír eru skráð­ir í trú­fé­lag­ið Zuismi á Ís­landi. Svo virð­ist sem með­lim­ir til­biðji fornsúmerska guði. Skráð­ur for­stöðu­mað­ur rek­ur lúx­us­ferða­fyr­ir­tæki.

Dularfyllsta trúfélag á Íslandi verður brottfellt á næstunni
Forstöðumaður Zuism Ólafur Helgi segist hafa yfirgefið trúfélagið. Mynd: Lux.is

Eitt sérkennilegasta trúfélag á Íslandi sem er formlega skráð hjá stjórnvöldum hlýtur að vera Zuismi. Söfnuðurinn fékk formlega skráningu árið 2013 eftir að honum hafði verið hafnað árið áður. Samkvæmt heimildum Stundarinnar verður trúfélagið brottfellt á næstu vikum.

Lítið er að finna um trúfélagið á veraldarvefnum og svo virðist sem það sé ekki til neins staðar annars staðar í heiminum en á Íslandi. Svo virðist sem meðlimir trúfélagsins trúi á fornsúmerska fjölgyðistrú, sem segja má að hafi runnið sitt skeið fyrir um 6000 árum. Skráðir meðlimir eru þrír.

Forstöðumaðurinn sver trúfélagið af sér 

Samkvæmt skráningu er Ólafur Helgi Þorgrímsson forstöðumaður Zuism. Hann er framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Luxury Adventures sem komst í fréttir á dögunum þegar Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, hóf störf hjá félaginu.

Aðspurður um trúfélagið segir Ólafur Helgi: „Það er gamalt, það er reyndar ekki enn þá. Það eru bara mistök hjá skráningu ef þú hefur fengið þær upplýsingar. Það var í einhverja mánuði en það er langt síðan það datt upp fyrir. Ég var í rauninni þarna bara í nokkra mánuði. Ég veit í rauninni ekkert hvað þeir eru að gera í dag.“ 

„Ég er ekkert tengdur þessu í dag.“

Hann segist ekki klár á því hvort söfnuðurinn sé enn starfandi. Ólafur segir enn fremur að hann hafi ekki verið forsprakki Zuism líkt og skráningin bendir til. „Ég er ekkert tengdur þessu í dag og hef ekkert um þetta að segja,“ segir Ólafur.

Guðir súmera
Guðir súmera Hér má sjá minjar frá Súmer sem sýna guði siðmenningunnar.

Brottfellt á næstunni

Líkt og fyrr segir er Zuism trúarbrögð sem finnast hvergi í heiminum nema á Íslandi, utan fornsúmeríu. Samtökin voru samþykkt til skráningar árið 2013 en samkvæmt nýjustu skráningu voru aðeins þrír einstaklingar skráðir í trúfélagið.

Lög sem sett voru í fyrra um trúfélög heimila aðeins skráningu á trúarbrögðum sem hafa fleiri en 25 lögráða einstakling skráða í félagið.

Stundin hefur heimildir fyrir því að Zuism verði á næstu misserum brottfellt af skrá um trúfélög á Íslandi, vegna þess að félagið uppfyllir ekki reglur sem gilda um skráð trúfélög. Reglurnar kveða meðal annars á um að athafnir á vegum félagsins þurfi að fara reglulega fram. Í ljósi þess að félagið hefur aðeins þrjá skráða meðlimi getur félagið ekki uppfyllt þau skilyrði. 

Vagga siðmenningar

Súmerska menningin er talin ein elsta siðmenning mannkynssögunnar en blómaskeið þess var fyrir um 6000 árum síðan. Landsvæði Súmeríu var þar sem Írak er í dag. Elsta þekkta letur í heimi, fleygrúnir, er talið vera súmerískt að uppruna og hefur siðmenningin oft verið kölluð vagga siðmenningar. Hvað varðar trúarbrögð þessarar fornu siðmenningar er flest allt hulið eða gleymt. Það sem lifir er einna helst það sem greypt var í stein.

„Súmerar trúðu því að alheiminum hefði verið stjórnað af hópi lifandi vera, mannlegra í útlit, en ódauðlegar og með ofurkrafta.“

Verur með ofurkrafta

Zuism hélt um tíma úti vefsíðu þar trúarbrögðin voru skýrð nánar. Síðan er ekki virk lengur, en hana má nálgast með aðstoð Wayback Machine. „Zuism er eitt form fornsúmerska trúarbragða, trúarbrögð almennings í fornsúmeríu. Súmerar trúðu því að alheiminum hefði verið stjórnað af hópi lifandi vera, mannlegra í útlit, en ódauðlegar og með ofurkrafta. Súmerar trúðu því að þessar verur væru ósýnilegar mannlegum augum og stýrðu og leiðbeindu alheiminum í samræmi við vel skipulagaðar áætlanir og lög,“ segir á vefsíðunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár