Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Dularfyllsta trúfélag á Íslandi verður brottfellt á næstunni

Að­eins þrír eru skráð­ir í trú­fé­lag­ið Zuismi á Ís­landi. Svo virð­ist sem með­lim­ir til­biðji fornsúmerska guði. Skráð­ur for­stöðu­mað­ur rek­ur lúx­us­ferða­fyr­ir­tæki.

Dularfyllsta trúfélag á Íslandi verður brottfellt á næstunni
Forstöðumaður Zuism Ólafur Helgi segist hafa yfirgefið trúfélagið. Mynd: Lux.is

Eitt sérkennilegasta trúfélag á Íslandi sem er formlega skráð hjá stjórnvöldum hlýtur að vera Zuismi. Söfnuðurinn fékk formlega skráningu árið 2013 eftir að honum hafði verið hafnað árið áður. Samkvæmt heimildum Stundarinnar verður trúfélagið brottfellt á næstu vikum.

Lítið er að finna um trúfélagið á veraldarvefnum og svo virðist sem það sé ekki til neins staðar annars staðar í heiminum en á Íslandi. Svo virðist sem meðlimir trúfélagsins trúi á fornsúmerska fjölgyðistrú, sem segja má að hafi runnið sitt skeið fyrir um 6000 árum. Skráðir meðlimir eru þrír.

Forstöðumaðurinn sver trúfélagið af sér 

Samkvæmt skráningu er Ólafur Helgi Þorgrímsson forstöðumaður Zuism. Hann er framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Luxury Adventures sem komst í fréttir á dögunum þegar Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, hóf störf hjá félaginu.

Aðspurður um trúfélagið segir Ólafur Helgi: „Það er gamalt, það er reyndar ekki enn þá. Það eru bara mistök hjá skráningu ef þú hefur fengið þær upplýsingar. Það var í einhverja mánuði en það er langt síðan það datt upp fyrir. Ég var í rauninni þarna bara í nokkra mánuði. Ég veit í rauninni ekkert hvað þeir eru að gera í dag.“ 

„Ég er ekkert tengdur þessu í dag.“

Hann segist ekki klár á því hvort söfnuðurinn sé enn starfandi. Ólafur segir enn fremur að hann hafi ekki verið forsprakki Zuism líkt og skráningin bendir til. „Ég er ekkert tengdur þessu í dag og hef ekkert um þetta að segja,“ segir Ólafur.

Guðir súmera
Guðir súmera Hér má sjá minjar frá Súmer sem sýna guði siðmenningunnar.

Brottfellt á næstunni

Líkt og fyrr segir er Zuism trúarbrögð sem finnast hvergi í heiminum nema á Íslandi, utan fornsúmeríu. Samtökin voru samþykkt til skráningar árið 2013 en samkvæmt nýjustu skráningu voru aðeins þrír einstaklingar skráðir í trúfélagið.

Lög sem sett voru í fyrra um trúfélög heimila aðeins skráningu á trúarbrögðum sem hafa fleiri en 25 lögráða einstakling skráða í félagið.

Stundin hefur heimildir fyrir því að Zuism verði á næstu misserum brottfellt af skrá um trúfélög á Íslandi, vegna þess að félagið uppfyllir ekki reglur sem gilda um skráð trúfélög. Reglurnar kveða meðal annars á um að athafnir á vegum félagsins þurfi að fara reglulega fram. Í ljósi þess að félagið hefur aðeins þrjá skráða meðlimi getur félagið ekki uppfyllt þau skilyrði. 

Vagga siðmenningar

Súmerska menningin er talin ein elsta siðmenning mannkynssögunnar en blómaskeið þess var fyrir um 6000 árum síðan. Landsvæði Súmeríu var þar sem Írak er í dag. Elsta þekkta letur í heimi, fleygrúnir, er talið vera súmerískt að uppruna og hefur siðmenningin oft verið kölluð vagga siðmenningar. Hvað varðar trúarbrögð þessarar fornu siðmenningar er flest allt hulið eða gleymt. Það sem lifir er einna helst það sem greypt var í stein.

„Súmerar trúðu því að alheiminum hefði verið stjórnað af hópi lifandi vera, mannlegra í útlit, en ódauðlegar og með ofurkrafta.“

Verur með ofurkrafta

Zuism hélt um tíma úti vefsíðu þar trúarbrögðin voru skýrð nánar. Síðan er ekki virk lengur, en hana má nálgast með aðstoð Wayback Machine. „Zuism er eitt form fornsúmerska trúarbragða, trúarbrögð almennings í fornsúmeríu. Súmerar trúðu því að alheiminum hefði verið stjórnað af hópi lifandi vera, mannlegra í útlit, en ódauðlegar og með ofurkrafta. Súmerar trúðu því að þessar verur væru ósýnilegar mannlegum augum og stýrðu og leiðbeindu alheiminum í samræmi við vel skipulagaðar áætlanir og lög,“ segir á vefsíðunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár