Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dularfull matsskýrsla United Silicon

Eig­anda United Silicon, Magnúsi Ólafi Garð­ars­syni, var gert að segja upp hjá danska ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu COWI en fyr­ir­tæk­ið er sagt ábyrgt fyr­ir meng­un­ar­spá í mats­skýrslu fyr­ir kís­il­ver­ið. COWI sver hana hins veg­ar af sér og við nán­ari skoð­un er margt sem ekki stenst í skýrsl­unni.

Dularfull matsskýrsla United Silicon
United Silicon Hin umdeilda kísilverksmiðja gnæfir yfir Reykjanesbæ. Mynd: AMG

Bygging kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er í fullum gangi en samkvæmt matsskýrslu sem skilað var inn til Umhverfisstofnunar var áætlað að gangsetja fyrsta ofninn á öðrum ársfjórðungi 2015. Það er því ljóst að verkefnið hefur tafist töluvert og er það meðal annars vegna deilna eigenda United Silicon við ÍAV sem sáu um byggingu verksmiðjunnar. ÍAV ásakar United Silicon um að hafa ekki greitt reikninga upp á tæpar þúsund milljónir og sögðu þeir sig frá verkefninu í sumar.

Þetta er önnur kísilverksmiðjan sem Magnús Ólafur Garðarsson reynir að koma á fót í Helguvík. Fyrsta verksmiðjan bar nafnið Icelandic Silicon Corporation, eða Íslenska kísilfélagið, en það verkefni rann út í sandinn þegar bandarískur samstarfsaðili og einn af eigendum kísilfélagsins, Globe Speciality Metals, dró sig út úr verkefninu. Íslenska kísilfélagið hafði þá gert samning við Landsvirkjun um raforku en sá samningurinn fór sömu leið og fyrsta verksmiðjan vegna vanefnda kaupenda og var ekki framlengdur. Íslenska kísilfélagið var þá í 80% eigu Tomahawk Development á Íslandi og 20% í eigu bandaríska félagsins Globe Speciality Metals. En verkefnið gekk ekki upp og sagði Magnús meðal annars í hádegisviðtali á RÚV þann 18. mars árið 2012 að hann vonaðist til þess að klára verkefnið með umræddu bandarísku fyrirtæki „... og ef þeir draga lappirnar semsagt, þá klárum við það sjálfir eða með einhverjum öðrum“.

Magnús Ólafur Garðarsson
Magnús Ólafur Garðarsson Eigandi United Silicon ásamt dönskum lögreglumanni við vinnusvæði þar sem hann byggði íbúðir í Lyngby.

Við það stóð Magnús sem þá stofnaði annað félag og fór af stað að nýju. Nýja félagið heitir Sameinað Sílikon hf. (United Silicon) og er í 99,9 prósent eigu Kísill Ísland hf. og 0,1 prósent eigu huldufélags sem heitir USI Holding B.V. Félagið er skráð erlendis, nánar tiltekið í Amsterdam, en ekki liggja fyrir hverjir eigendur þess eru. Þegar eigendaslóð Kísill Ísland hf. er rakin þá kemur í ljós að eigandi þess félags er annað erlent félag, United Silicon Holding B.V. sem einnig er skráð í  Amsterdam. Eigandi þess félags er síðan Silicon Mineral Ventures BV sem er síðan í eigu Fondel Holding BV. Það fyrirtæki er skráð í Hollandi og sérhæfir sig í að útvega hráefni fyrir alls kyns framleiðslu á Evrópumarkaði. 

„Magnús Ólafur var sagður hafa notað nafn fyrirtækisins í leyfisleysi og þannig misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður COWI“

Eigendaslóðin er flókin og ekki liggja fyrir upplýsingar um raunverulega eigendur þeirra. Þó er ljóst að Magnús Ólafur Garðarsson er einn eigenda verkefnisins í Helguvík og hefur einnig verið sá eini sem komið hefur fram í fjölmiðlum vegna þess.

Gert að segja upp ella verða rekinn

Magnús Ólafur starfaði hjá ráðgjafar- og verkfræðistofunni COWI en fyrirtækið er danskt og starfa hjá því um sex þúsund manns. COWI var skrifuð fyrir mengunarspá sem bæði fyrsta verkefnið, Iceland Silicon Corporation, og það síðara, United Silicon, skilaði inn til Umhverfisstofnunar sem hluta af mati á umhverfisáhrifum við framleiðslu kísils í Helguvík. COWI sver hins vegar af sér umrædda spá og krafðist þess við Umhverfisstofnun að nafn fyrirtækisins væri afmáð af fylgigögnum sem fylgdu matsskýrslunni sem Magnús Ólafur bjó til í tengslum við verkefnin tvö. Í dag, á vefsíðu Umhverfisstofnunar, er hægt að sjá umrædda matsskýrslu og er þar búið að taka út nafn COWI við svokallaða AIRMOD-loftdreifingarútreikninga á fylgiskjölum. Þrátt fyrir kröfu COWI um að nafn fyrirtækisins verði afmáð þá var það aðeins gert að hluta til. Enn stendur í skýrslunni: „Alþjóðlega verkfræðistofan COWI í Danmörku gerði árið 2008 loftdreifilíkan fyrir Helguvíkursvæðið ...“ Samt vill enginn kannast við það hjá fyrirtækinu að hafa unnið umrætt líkan.

Magnús Garðarsson fullyrðir enn í dag að COWI hafi gert umrædda útreikninga“

Mynd úr skýrslu
Mynd úr skýrslu

Raunveruleikinn
Raunveruleikinn Kísilverið í Helguvík er töluvert hærra en gefið er í skyn í skýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum. Magnús bjó sjálfur til skýrsluna en stórir turnar og vinnslurör eru ekki á þeirri mynd sem fylgdi skýrslunni.

Magnús Ólafur starfaði hjá COWI eins og áður segir en árið 2009 var honum gert að segja upp ella verða rekinn. Það kom í kjölfar hneykslismáls í Danmörku þar sem Magnús Ólafur var sagður hafa notað nafn fyrirtækisins í leyfisleysi og þannig misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður COWI. Nafnið COWI notaði hann meðal annars við byggingarverkefni í Valby í Danmörku. Verkefnið vakti gríðarlega athygli ytra þar sem fyrirtæki Magnúsar var sakað um að greiða pólskum verkamönnum of lág laun miðað við danska kjarasamninga en verkamennirnir, meðal annars smiðir, unnu við íbúðir við Trekronergade í Valby. Verkamennirnir komu frá pólsku starfsmannaleigunni Tomis Construction en danska stéttarfélagið BJMF taldi þá félaga Magnús og Thomas standa að baki starfsmannaleigunni.

Þrátt fyrir þær upplýsingar sem lágu fyrir frá COWI, um að þeir hafi ekki komið nálægt umræddri mengunarspá, var United Silicon gefið starfsleyfi fyrir rekstrinum í júlí 2014. Magnús Garðarsson fullyrðir enn í dag að COWI hafi gert umrædda útreikninga en í viðtali við DV sagði hann: „Við skiljum ekki af hverju COWI sendi þetta bréf enda gerði fyrrverandi starfsmaður þess útreikningana.“ Heimildarmaður Stundarinnar fullyrðir að Magnús sé þessi „fyrrverandi starfsmaður“ sem hann benti á í umræddu viðtali og hafi því sjálfur búið til mengunarspá fyrir sína eigin verksmiðju.

Neitar að gera sérkjarasamninga

En það er ekki það eina sem stingur í stúf í matsskýrslunni sem skilað var til Umhverfisstofnunar. Þar er einnig rætt um laun tilvonandi starfsmanna fyrirtækisins. Í skýrslunni segir að stór hluti starfsmanna verði sérmenntaður „... auk þess sem margir háskóla- og iðnmenntaðir munu starfa hjá fyrirtækinu og munu þeir fá hærri laun en í sambærilegum atvinnugreinum“.

Þetta kemur ekki heim og saman við yfirlýsingar Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sem sagði það í viðtali við Víkurfréttir á dögunum að það væru mikil vonbrigði að United Silicon og Samtök atvinnulífsins ætluðu ekki að gera sérkjarasamning við starfsmenn kísilverksmiðjunnar. Fyrir vikið verði verksmiðjan eina stóriðjan á Íslandi sem ekki gerir slíka samninga við starfsfólk sitt. Hann gerir því ráð fyrir að erfitt verði að manna verksmiðjuna nema með erlendu vinnuafli.

Engar skýringar fást á því hvers vegna verksmiðjan er töluvert stærri en gert var ráð fyrir.“

Árni Sigfússon
Árni Sigfússon Fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og núverandi bæjarfulltrúi segir það alvarlegt ef Magnús ætli að svíkja loforð um hálaunastörf.

„Ef niðurstaðan verður sú að þessi verksmiðja verður mönnuð meira og minna með innfluttu vinnuafli, þá er til lítils barist að fá þetta hingað í Helguvíkina. Þá er alveg óþarfi að fara bæði splitt og spíkat til þess að fá hér atvinnu ef menn vilja ekki standa við fögur fyrirheit um að þetta séu vel launuð störf. Hvar eru þau störf? Þau virðast ekki vera fyrir hendi,“ sagði Kristján við Víkurfréttir. Þetta þýðir einfaldlega að verksmiðjan verður keyrð áfram á láglaunastefnu en ekki verði um há laun og jafnvel „hærri laun en í sambærilegum atvinnugreinum“ eins og fram kom í matsskýrslunni sem Magnús Ólafur bjó til. Það eru mér vonbrigði að þeir ætli að tækla málin svona miðað við fyrri yfirlýsingar um að þarna eigi að vera vel launuð störf,“ sagði Kristján og bætti við að þetta væri þar með eina stóriðjan á landinu sem væri ekki með slíka samninga.

Einn úr bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur tjáð sig um launamál væntanlegra starfsmanna kísilversins en það er Árni Sigfússon. Hann var bæjarstjóri á þeim tíma sem verkefninu var siglt í höfn og greindi hann frá því í fjölmiðlum að hann væri stoltur yfir því að hafa fengið verkefnið í bæjarfélagið og þau hálaunastörf sem því kæmu til með að fylgja. Í aðsendri grein á vef Stundarinnar segir hann það alvarlegt ef Magnús ætlar að svíkja loforðið sem jákvæðni bæjaryfirvalda byggði á gagnvart kísilverinu „... það er að verið væri að skapa störf sem skiluðu álíka launum og í álverum“. Þá sagði hann einnig að mjög lágt verð á kísilmörkuðum afsökuðu það ekki að hans mati „... og um margt mætti því kalla það forsendubrest. Við skulum fá þetta skýrar fram áður en dæmt er.“

Matsskýrslan og raunveruleikinn fara ekki saman

En þá að öðru í matsskýrslunni, sem lítið hefur verið rætt um í fjölmiðlum en íbúar í Reykjanesbæ hafa kvartað sáran yfir, en það er sjónmengunin af völdum verksmiðjunnar. Í matsskýrslunni kemur fram að sjónmengun frá kísilverksmiðjunni í Helguvík verði „mjög lítil þar sem flest hærri mannvirki verksmiðjunnar verða byggð á neðra svæði lóðarinnar. Þá segir einnig að verksmiðjan „muni varla verða sjáanleg frá Keflavík“ og fylgja myndir með matsskýrslunni þar sem búið er að teikna umfang hennar inn á ljósmyndir. Blaðamaður Stundarinnar tók ljósmyndir á sömu stöðum og eru sýndar í umræddri matsskýrslu og við samanburð kemur bersýnilega í ljós að frávik frá skýrslunni þar sem verksmiðjan er teiknuð inn á ljósmyndir og því sem í raun og veru ber fyrir augum eru töluverð.

Engar skýringar fást á því hvers vegna verksmiðjan er töluvert stærri en gert var ráð fyrir. Í nokkrar vikur hefur Stundin reynt að ná tali af Magnúsi Ólafi en án árangurs. Vildi blaðamaður meðal annars spyrja hann um láglaunastefnu fyrirtækisins, stærð verksmiðjunnar, matsskýrsluna á umhverfisáhrifum sem hann bjó til og þá staðreynd að fyrirtækið hefur ekki greitt að fullu lóðargjöld til Reykjanesbæjar. Þeim spurningum hefur ekki verið svarað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
4
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár