Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Dularfull matsskýrsla United Silicon

Eig­anda United Silicon, Magnúsi Ólafi Garð­ars­syni, var gert að segja upp hjá danska ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu COWI en fyr­ir­tæk­ið er sagt ábyrgt fyr­ir meng­un­ar­spá í mats­skýrslu fyr­ir kís­il­ver­ið. COWI sver hana hins veg­ar af sér og við nán­ari skoð­un er margt sem ekki stenst í skýrsl­unni.

Dularfull matsskýrsla United Silicon
United Silicon Hin umdeilda kísilverksmiðja gnæfir yfir Reykjanesbæ. Mynd: AMG

Bygging kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er í fullum gangi en samkvæmt matsskýrslu sem skilað var inn til Umhverfisstofnunar var áætlað að gangsetja fyrsta ofninn á öðrum ársfjórðungi 2015. Það er því ljóst að verkefnið hefur tafist töluvert og er það meðal annars vegna deilna eigenda United Silicon við ÍAV sem sáu um byggingu verksmiðjunnar. ÍAV ásakar United Silicon um að hafa ekki greitt reikninga upp á tæpar þúsund milljónir og sögðu þeir sig frá verkefninu í sumar.

Þetta er önnur kísilverksmiðjan sem Magnús Ólafur Garðarsson reynir að koma á fót í Helguvík. Fyrsta verksmiðjan bar nafnið Icelandic Silicon Corporation, eða Íslenska kísilfélagið, en það verkefni rann út í sandinn þegar bandarískur samstarfsaðili og einn af eigendum kísilfélagsins, Globe Speciality Metals, dró sig út úr verkefninu. Íslenska kísilfélagið hafði þá gert samning við Landsvirkjun um raforku en sá samningurinn fór sömu leið og fyrsta verksmiðjan vegna vanefnda kaupenda og var ekki framlengdur. Íslenska kísilfélagið var þá í 80% eigu Tomahawk Development á Íslandi og 20% í eigu bandaríska félagsins Globe Speciality Metals. En verkefnið gekk ekki upp og sagði Magnús meðal annars í hádegisviðtali á RÚV þann 18. mars árið 2012 að hann vonaðist til þess að klára verkefnið með umræddu bandarísku fyrirtæki „... og ef þeir draga lappirnar semsagt, þá klárum við það sjálfir eða með einhverjum öðrum“.

Magnús Ólafur Garðarsson
Magnús Ólafur Garðarsson Eigandi United Silicon ásamt dönskum lögreglumanni við vinnusvæði þar sem hann byggði íbúðir í Lyngby.

Við það stóð Magnús sem þá stofnaði annað félag og fór af stað að nýju. Nýja félagið heitir Sameinað Sílikon hf. (United Silicon) og er í 99,9 prósent eigu Kísill Ísland hf. og 0,1 prósent eigu huldufélags sem heitir USI Holding B.V. Félagið er skráð erlendis, nánar tiltekið í Amsterdam, en ekki liggja fyrir hverjir eigendur þess eru. Þegar eigendaslóð Kísill Ísland hf. er rakin þá kemur í ljós að eigandi þess félags er annað erlent félag, United Silicon Holding B.V. sem einnig er skráð í  Amsterdam. Eigandi þess félags er síðan Silicon Mineral Ventures BV sem er síðan í eigu Fondel Holding BV. Það fyrirtæki er skráð í Hollandi og sérhæfir sig í að útvega hráefni fyrir alls kyns framleiðslu á Evrópumarkaði. 

„Magnús Ólafur var sagður hafa notað nafn fyrirtækisins í leyfisleysi og þannig misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður COWI“

Eigendaslóðin er flókin og ekki liggja fyrir upplýsingar um raunverulega eigendur þeirra. Þó er ljóst að Magnús Ólafur Garðarsson er einn eigenda verkefnisins í Helguvík og hefur einnig verið sá eini sem komið hefur fram í fjölmiðlum vegna þess.

Gert að segja upp ella verða rekinn

Magnús Ólafur starfaði hjá ráðgjafar- og verkfræðistofunni COWI en fyrirtækið er danskt og starfa hjá því um sex þúsund manns. COWI var skrifuð fyrir mengunarspá sem bæði fyrsta verkefnið, Iceland Silicon Corporation, og það síðara, United Silicon, skilaði inn til Umhverfisstofnunar sem hluta af mati á umhverfisáhrifum við framleiðslu kísils í Helguvík. COWI sver hins vegar af sér umrædda spá og krafðist þess við Umhverfisstofnun að nafn fyrirtækisins væri afmáð af fylgigögnum sem fylgdu matsskýrslunni sem Magnús Ólafur bjó til í tengslum við verkefnin tvö. Í dag, á vefsíðu Umhverfisstofnunar, er hægt að sjá umrædda matsskýrslu og er þar búið að taka út nafn COWI við svokallaða AIRMOD-loftdreifingarútreikninga á fylgiskjölum. Þrátt fyrir kröfu COWI um að nafn fyrirtækisins verði afmáð þá var það aðeins gert að hluta til. Enn stendur í skýrslunni: „Alþjóðlega verkfræðistofan COWI í Danmörku gerði árið 2008 loftdreifilíkan fyrir Helguvíkursvæðið ...“ Samt vill enginn kannast við það hjá fyrirtækinu að hafa unnið umrætt líkan.

Magnús Garðarsson fullyrðir enn í dag að COWI hafi gert umrædda útreikninga“

Mynd úr skýrslu
Mynd úr skýrslu

Raunveruleikinn
Raunveruleikinn Kísilverið í Helguvík er töluvert hærra en gefið er í skyn í skýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum. Magnús bjó sjálfur til skýrsluna en stórir turnar og vinnslurör eru ekki á þeirri mynd sem fylgdi skýrslunni.

Magnús Ólafur starfaði hjá COWI eins og áður segir en árið 2009 var honum gert að segja upp ella verða rekinn. Það kom í kjölfar hneykslismáls í Danmörku þar sem Magnús Ólafur var sagður hafa notað nafn fyrirtækisins í leyfisleysi og þannig misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður COWI. Nafnið COWI notaði hann meðal annars við byggingarverkefni í Valby í Danmörku. Verkefnið vakti gríðarlega athygli ytra þar sem fyrirtæki Magnúsar var sakað um að greiða pólskum verkamönnum of lág laun miðað við danska kjarasamninga en verkamennirnir, meðal annars smiðir, unnu við íbúðir við Trekronergade í Valby. Verkamennirnir komu frá pólsku starfsmannaleigunni Tomis Construction en danska stéttarfélagið BJMF taldi þá félaga Magnús og Thomas standa að baki starfsmannaleigunni.

Þrátt fyrir þær upplýsingar sem lágu fyrir frá COWI, um að þeir hafi ekki komið nálægt umræddri mengunarspá, var United Silicon gefið starfsleyfi fyrir rekstrinum í júlí 2014. Magnús Garðarsson fullyrðir enn í dag að COWI hafi gert umrædda útreikninga en í viðtali við DV sagði hann: „Við skiljum ekki af hverju COWI sendi þetta bréf enda gerði fyrrverandi starfsmaður þess útreikningana.“ Heimildarmaður Stundarinnar fullyrðir að Magnús sé þessi „fyrrverandi starfsmaður“ sem hann benti á í umræddu viðtali og hafi því sjálfur búið til mengunarspá fyrir sína eigin verksmiðju.

Neitar að gera sérkjarasamninga

En það er ekki það eina sem stingur í stúf í matsskýrslunni sem skilað var til Umhverfisstofnunar. Þar er einnig rætt um laun tilvonandi starfsmanna fyrirtækisins. Í skýrslunni segir að stór hluti starfsmanna verði sérmenntaður „... auk þess sem margir háskóla- og iðnmenntaðir munu starfa hjá fyrirtækinu og munu þeir fá hærri laun en í sambærilegum atvinnugreinum“.

Þetta kemur ekki heim og saman við yfirlýsingar Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sem sagði það í viðtali við Víkurfréttir á dögunum að það væru mikil vonbrigði að United Silicon og Samtök atvinnulífsins ætluðu ekki að gera sérkjarasamning við starfsmenn kísilverksmiðjunnar. Fyrir vikið verði verksmiðjan eina stóriðjan á Íslandi sem ekki gerir slíka samninga við starfsfólk sitt. Hann gerir því ráð fyrir að erfitt verði að manna verksmiðjuna nema með erlendu vinnuafli.

Engar skýringar fást á því hvers vegna verksmiðjan er töluvert stærri en gert var ráð fyrir.“

Árni Sigfússon
Árni Sigfússon Fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og núverandi bæjarfulltrúi segir það alvarlegt ef Magnús ætli að svíkja loforð um hálaunastörf.

„Ef niðurstaðan verður sú að þessi verksmiðja verður mönnuð meira og minna með innfluttu vinnuafli, þá er til lítils barist að fá þetta hingað í Helguvíkina. Þá er alveg óþarfi að fara bæði splitt og spíkat til þess að fá hér atvinnu ef menn vilja ekki standa við fögur fyrirheit um að þetta séu vel launuð störf. Hvar eru þau störf? Þau virðast ekki vera fyrir hendi,“ sagði Kristján við Víkurfréttir. Þetta þýðir einfaldlega að verksmiðjan verður keyrð áfram á láglaunastefnu en ekki verði um há laun og jafnvel „hærri laun en í sambærilegum atvinnugreinum“ eins og fram kom í matsskýrslunni sem Magnús Ólafur bjó til. Það eru mér vonbrigði að þeir ætli að tækla málin svona miðað við fyrri yfirlýsingar um að þarna eigi að vera vel launuð störf,“ sagði Kristján og bætti við að þetta væri þar með eina stóriðjan á landinu sem væri ekki með slíka samninga.

Einn úr bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur tjáð sig um launamál væntanlegra starfsmanna kísilversins en það er Árni Sigfússon. Hann var bæjarstjóri á þeim tíma sem verkefninu var siglt í höfn og greindi hann frá því í fjölmiðlum að hann væri stoltur yfir því að hafa fengið verkefnið í bæjarfélagið og þau hálaunastörf sem því kæmu til með að fylgja. Í aðsendri grein á vef Stundarinnar segir hann það alvarlegt ef Magnús ætlar að svíkja loforðið sem jákvæðni bæjaryfirvalda byggði á gagnvart kísilverinu „... það er að verið væri að skapa störf sem skiluðu álíka launum og í álverum“. Þá sagði hann einnig að mjög lágt verð á kísilmörkuðum afsökuðu það ekki að hans mati „... og um margt mætti því kalla það forsendubrest. Við skulum fá þetta skýrar fram áður en dæmt er.“

Matsskýrslan og raunveruleikinn fara ekki saman

En þá að öðru í matsskýrslunni, sem lítið hefur verið rætt um í fjölmiðlum en íbúar í Reykjanesbæ hafa kvartað sáran yfir, en það er sjónmengunin af völdum verksmiðjunnar. Í matsskýrslunni kemur fram að sjónmengun frá kísilverksmiðjunni í Helguvík verði „mjög lítil þar sem flest hærri mannvirki verksmiðjunnar verða byggð á neðra svæði lóðarinnar. Þá segir einnig að verksmiðjan „muni varla verða sjáanleg frá Keflavík“ og fylgja myndir með matsskýrslunni þar sem búið er að teikna umfang hennar inn á ljósmyndir. Blaðamaður Stundarinnar tók ljósmyndir á sömu stöðum og eru sýndar í umræddri matsskýrslu og við samanburð kemur bersýnilega í ljós að frávik frá skýrslunni þar sem verksmiðjan er teiknuð inn á ljósmyndir og því sem í raun og veru ber fyrir augum eru töluverð.

Engar skýringar fást á því hvers vegna verksmiðjan er töluvert stærri en gert var ráð fyrir. Í nokkrar vikur hefur Stundin reynt að ná tali af Magnúsi Ólafi en án árangurs. Vildi blaðamaður meðal annars spyrja hann um láglaunastefnu fyrirtækisins, stærð verksmiðjunnar, matsskýrsluna á umhverfisáhrifum sem hann bjó til og þá staðreynd að fyrirtækið hefur ekki greitt að fullu lóðargjöld til Reykjanesbæjar. Þeim spurningum hefur ekki verið svarað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár