Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Dularfull matsskýrsla United Silicon

Eig­anda United Silicon, Magnúsi Ólafi Garð­ars­syni, var gert að segja upp hjá danska ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu COWI en fyr­ir­tæk­ið er sagt ábyrgt fyr­ir meng­un­ar­spá í mats­skýrslu fyr­ir kís­il­ver­ið. COWI sver hana hins veg­ar af sér og við nán­ari skoð­un er margt sem ekki stenst í skýrsl­unni.

Dularfull matsskýrsla United Silicon
United Silicon Hin umdeilda kísilverksmiðja gnæfir yfir Reykjanesbæ. Mynd: AMG

Bygging kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er í fullum gangi en samkvæmt matsskýrslu sem skilað var inn til Umhverfisstofnunar var áætlað að gangsetja fyrsta ofninn á öðrum ársfjórðungi 2015. Það er því ljóst að verkefnið hefur tafist töluvert og er það meðal annars vegna deilna eigenda United Silicon við ÍAV sem sáu um byggingu verksmiðjunnar. ÍAV ásakar United Silicon um að hafa ekki greitt reikninga upp á tæpar þúsund milljónir og sögðu þeir sig frá verkefninu í sumar.

Þetta er önnur kísilverksmiðjan sem Magnús Ólafur Garðarsson reynir að koma á fót í Helguvík. Fyrsta verksmiðjan bar nafnið Icelandic Silicon Corporation, eða Íslenska kísilfélagið, en það verkefni rann út í sandinn þegar bandarískur samstarfsaðili og einn af eigendum kísilfélagsins, Globe Speciality Metals, dró sig út úr verkefninu. Íslenska kísilfélagið hafði þá gert samning við Landsvirkjun um raforku en sá samningurinn fór sömu leið og fyrsta verksmiðjan vegna vanefnda kaupenda og var ekki framlengdur. Íslenska kísilfélagið var þá í 80% eigu Tomahawk Development á Íslandi og 20% í eigu bandaríska félagsins Globe Speciality Metals. En verkefnið gekk ekki upp og sagði Magnús meðal annars í hádegisviðtali á RÚV þann 18. mars árið 2012 að hann vonaðist til þess að klára verkefnið með umræddu bandarísku fyrirtæki „... og ef þeir draga lappirnar semsagt, þá klárum við það sjálfir eða með einhverjum öðrum“.

Magnús Ólafur Garðarsson
Magnús Ólafur Garðarsson Eigandi United Silicon ásamt dönskum lögreglumanni við vinnusvæði þar sem hann byggði íbúðir í Lyngby.

Við það stóð Magnús sem þá stofnaði annað félag og fór af stað að nýju. Nýja félagið heitir Sameinað Sílikon hf. (United Silicon) og er í 99,9 prósent eigu Kísill Ísland hf. og 0,1 prósent eigu huldufélags sem heitir USI Holding B.V. Félagið er skráð erlendis, nánar tiltekið í Amsterdam, en ekki liggja fyrir hverjir eigendur þess eru. Þegar eigendaslóð Kísill Ísland hf. er rakin þá kemur í ljós að eigandi þess félags er annað erlent félag, United Silicon Holding B.V. sem einnig er skráð í  Amsterdam. Eigandi þess félags er síðan Silicon Mineral Ventures BV sem er síðan í eigu Fondel Holding BV. Það fyrirtæki er skráð í Hollandi og sérhæfir sig í að útvega hráefni fyrir alls kyns framleiðslu á Evrópumarkaði. 

„Magnús Ólafur var sagður hafa notað nafn fyrirtækisins í leyfisleysi og þannig misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður COWI“

Eigendaslóðin er flókin og ekki liggja fyrir upplýsingar um raunverulega eigendur þeirra. Þó er ljóst að Magnús Ólafur Garðarsson er einn eigenda verkefnisins í Helguvík og hefur einnig verið sá eini sem komið hefur fram í fjölmiðlum vegna þess.

Gert að segja upp ella verða rekinn

Magnús Ólafur starfaði hjá ráðgjafar- og verkfræðistofunni COWI en fyrirtækið er danskt og starfa hjá því um sex þúsund manns. COWI var skrifuð fyrir mengunarspá sem bæði fyrsta verkefnið, Iceland Silicon Corporation, og það síðara, United Silicon, skilaði inn til Umhverfisstofnunar sem hluta af mati á umhverfisáhrifum við framleiðslu kísils í Helguvík. COWI sver hins vegar af sér umrædda spá og krafðist þess við Umhverfisstofnun að nafn fyrirtækisins væri afmáð af fylgigögnum sem fylgdu matsskýrslunni sem Magnús Ólafur bjó til í tengslum við verkefnin tvö. Í dag, á vefsíðu Umhverfisstofnunar, er hægt að sjá umrædda matsskýrslu og er þar búið að taka út nafn COWI við svokallaða AIRMOD-loftdreifingarútreikninga á fylgiskjölum. Þrátt fyrir kröfu COWI um að nafn fyrirtækisins verði afmáð þá var það aðeins gert að hluta til. Enn stendur í skýrslunni: „Alþjóðlega verkfræðistofan COWI í Danmörku gerði árið 2008 loftdreifilíkan fyrir Helguvíkursvæðið ...“ Samt vill enginn kannast við það hjá fyrirtækinu að hafa unnið umrætt líkan.

Magnús Garðarsson fullyrðir enn í dag að COWI hafi gert umrædda útreikninga“

Mynd úr skýrslu
Mynd úr skýrslu

Raunveruleikinn
Raunveruleikinn Kísilverið í Helguvík er töluvert hærra en gefið er í skyn í skýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum. Magnús bjó sjálfur til skýrsluna en stórir turnar og vinnslurör eru ekki á þeirri mynd sem fylgdi skýrslunni.

Magnús Ólafur starfaði hjá COWI eins og áður segir en árið 2009 var honum gert að segja upp ella verða rekinn. Það kom í kjölfar hneykslismáls í Danmörku þar sem Magnús Ólafur var sagður hafa notað nafn fyrirtækisins í leyfisleysi og þannig misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður COWI. Nafnið COWI notaði hann meðal annars við byggingarverkefni í Valby í Danmörku. Verkefnið vakti gríðarlega athygli ytra þar sem fyrirtæki Magnúsar var sakað um að greiða pólskum verkamönnum of lág laun miðað við danska kjarasamninga en verkamennirnir, meðal annars smiðir, unnu við íbúðir við Trekronergade í Valby. Verkamennirnir komu frá pólsku starfsmannaleigunni Tomis Construction en danska stéttarfélagið BJMF taldi þá félaga Magnús og Thomas standa að baki starfsmannaleigunni.

Þrátt fyrir þær upplýsingar sem lágu fyrir frá COWI, um að þeir hafi ekki komið nálægt umræddri mengunarspá, var United Silicon gefið starfsleyfi fyrir rekstrinum í júlí 2014. Magnús Garðarsson fullyrðir enn í dag að COWI hafi gert umrædda útreikninga en í viðtali við DV sagði hann: „Við skiljum ekki af hverju COWI sendi þetta bréf enda gerði fyrrverandi starfsmaður þess útreikningana.“ Heimildarmaður Stundarinnar fullyrðir að Magnús sé þessi „fyrrverandi starfsmaður“ sem hann benti á í umræddu viðtali og hafi því sjálfur búið til mengunarspá fyrir sína eigin verksmiðju.

Neitar að gera sérkjarasamninga

En það er ekki það eina sem stingur í stúf í matsskýrslunni sem skilað var til Umhverfisstofnunar. Þar er einnig rætt um laun tilvonandi starfsmanna fyrirtækisins. Í skýrslunni segir að stór hluti starfsmanna verði sérmenntaður „... auk þess sem margir háskóla- og iðnmenntaðir munu starfa hjá fyrirtækinu og munu þeir fá hærri laun en í sambærilegum atvinnugreinum“.

Þetta kemur ekki heim og saman við yfirlýsingar Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sem sagði það í viðtali við Víkurfréttir á dögunum að það væru mikil vonbrigði að United Silicon og Samtök atvinnulífsins ætluðu ekki að gera sérkjarasamning við starfsmenn kísilverksmiðjunnar. Fyrir vikið verði verksmiðjan eina stóriðjan á Íslandi sem ekki gerir slíka samninga við starfsfólk sitt. Hann gerir því ráð fyrir að erfitt verði að manna verksmiðjuna nema með erlendu vinnuafli.

Engar skýringar fást á því hvers vegna verksmiðjan er töluvert stærri en gert var ráð fyrir.“

Árni Sigfússon
Árni Sigfússon Fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og núverandi bæjarfulltrúi segir það alvarlegt ef Magnús ætli að svíkja loforð um hálaunastörf.

„Ef niðurstaðan verður sú að þessi verksmiðja verður mönnuð meira og minna með innfluttu vinnuafli, þá er til lítils barist að fá þetta hingað í Helguvíkina. Þá er alveg óþarfi að fara bæði splitt og spíkat til þess að fá hér atvinnu ef menn vilja ekki standa við fögur fyrirheit um að þetta séu vel launuð störf. Hvar eru þau störf? Þau virðast ekki vera fyrir hendi,“ sagði Kristján við Víkurfréttir. Þetta þýðir einfaldlega að verksmiðjan verður keyrð áfram á láglaunastefnu en ekki verði um há laun og jafnvel „hærri laun en í sambærilegum atvinnugreinum“ eins og fram kom í matsskýrslunni sem Magnús Ólafur bjó til. Það eru mér vonbrigði að þeir ætli að tækla málin svona miðað við fyrri yfirlýsingar um að þarna eigi að vera vel launuð störf,“ sagði Kristján og bætti við að þetta væri þar með eina stóriðjan á landinu sem væri ekki með slíka samninga.

Einn úr bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur tjáð sig um launamál væntanlegra starfsmanna kísilversins en það er Árni Sigfússon. Hann var bæjarstjóri á þeim tíma sem verkefninu var siglt í höfn og greindi hann frá því í fjölmiðlum að hann væri stoltur yfir því að hafa fengið verkefnið í bæjarfélagið og þau hálaunastörf sem því kæmu til með að fylgja. Í aðsendri grein á vef Stundarinnar segir hann það alvarlegt ef Magnús ætlar að svíkja loforðið sem jákvæðni bæjaryfirvalda byggði á gagnvart kísilverinu „... það er að verið væri að skapa störf sem skiluðu álíka launum og í álverum“. Þá sagði hann einnig að mjög lágt verð á kísilmörkuðum afsökuðu það ekki að hans mati „... og um margt mætti því kalla það forsendubrest. Við skulum fá þetta skýrar fram áður en dæmt er.“

Matsskýrslan og raunveruleikinn fara ekki saman

En þá að öðru í matsskýrslunni, sem lítið hefur verið rætt um í fjölmiðlum en íbúar í Reykjanesbæ hafa kvartað sáran yfir, en það er sjónmengunin af völdum verksmiðjunnar. Í matsskýrslunni kemur fram að sjónmengun frá kísilverksmiðjunni í Helguvík verði „mjög lítil þar sem flest hærri mannvirki verksmiðjunnar verða byggð á neðra svæði lóðarinnar. Þá segir einnig að verksmiðjan „muni varla verða sjáanleg frá Keflavík“ og fylgja myndir með matsskýrslunni þar sem búið er að teikna umfang hennar inn á ljósmyndir. Blaðamaður Stundarinnar tók ljósmyndir á sömu stöðum og eru sýndar í umræddri matsskýrslu og við samanburð kemur bersýnilega í ljós að frávik frá skýrslunni þar sem verksmiðjan er teiknuð inn á ljósmyndir og því sem í raun og veru ber fyrir augum eru töluverð.

Engar skýringar fást á því hvers vegna verksmiðjan er töluvert stærri en gert var ráð fyrir. Í nokkrar vikur hefur Stundin reynt að ná tali af Magnúsi Ólafi en án árangurs. Vildi blaðamaður meðal annars spyrja hann um láglaunastefnu fyrirtækisins, stærð verksmiðjunnar, matsskýrsluna á umhverfisáhrifum sem hann bjó til og þá staðreynd að fyrirtækið hefur ekki greitt að fullu lóðargjöld til Reykjanesbæjar. Þeim spurningum hefur ekki verið svarað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár