Brotið var kynferðislega á dreng í fyrsta bekk í Breiðholtsskóla í vetur. Brotið átti sér stað innan veggja skólans á skólatíma en samkvæmt heimildum Stundarinnar var drengurinn dreginn inn á salerni af tveimur eldri nemendum sem rifu niður á honum buxurnar og nærbuxurnar og brutu á honum. Foreldrar drengsins eru ósáttir við hvernig stjórnendur skólans tóku á málinu, en þess má geta að foreldrarnir voru fyrri til að tilkynna málið til barnaverndaryfirvalda. Samkvæmt foreldrum barnsins lítur barnavernd málið alvarlegum augum.
„Þetta hefði átt að vera tilkynnt barnavernd strax og þetta hefði átt að vera tilkynnt lögreglu,“ segir faðir drengsins í samtali við Stundina, en foreldrarnir tilkynntu um brotið til barnaverndar daginn eftir og til lögreglu tveimur dögum eftir að það átti sér stað. Þá hafði skólinn ekkert aðhafst í málinu. „Það verður að tilkynna svona strax því gerendurnir eru börn, og átta ára börn hafa ekki hugmyndaflug í svona hegðun. …
Athugasemdir