Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Drengur í fyrsta bekk beittur kynferðisofbeldi af samnemendum

For­eldr­ar drengs í fyrsta bekk í Breið­holts­skóla eru ósátt­ir við við­brögð skóla­stjórn­enda í kjöl­far kyn­ferð­isof­beld­is sem dreng­ur­inn varð fyr­ir á skóla­tíma. Tvö börn hafa ver­ið tek­in úr skól­an­um í vet­ur vegna end­ur­tek­ins of­beld­is. Jón­ína Ág­ústs­dótt­ir, skóla­stjóri Breið­holts­skóla, seg­ir verklags­regl­um hafa ver­ið fylgt í hví­vetna.

Drengur í fyrsta bekk beittur kynferðisofbeldi af samnemendum
Breiðholtsskóli Mynd: Heiða Helgadóttir

Brotið var kynferðislega á dreng í fyrsta bekk í Breiðholtsskóla í vetur. Brotið átti sér stað innan veggja skólans á skólatíma en samkvæmt heimildum Stundarinnar var drengurinn dreginn inn á salerni af tveimur eldri nemendum sem rifu niður á honum buxurnar og nærbuxurnar og brutu á honum. Foreldrar drengsins eru ósáttir við hvernig stjórnendur skólans tóku á málinu, en þess má geta að foreldrarnir voru fyrri til að tilkynna málið til barnaverndaryfirvalda. Samkvæmt foreldrum barnsins lítur barnavernd málið alvarlegum augum. 

„Þetta hefði átt að vera tilkynnt barnavernd strax og þetta hefði átt að vera tilkynnt lögreglu,“ segir faðir drengsins í samtali við Stundina, en foreldrarnir tilkynntu um brotið til barnaverndar daginn eftir og til lögreglu tveimur dögum eftir að það átti sér stað. Þá hafði skólinn ekkert aðhafst í málinu. „Það verður að tilkynna svona strax því gerendurnir eru börn, og átta ára börn hafa ekki hugmyndaflug í svona hegðun. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár