Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Dögun kvartar undan þöggun

Fram­kvæmda­ráð flokks­ins er óánægt með að aðr­ir miðl­ar en Mbl.is fjalli ekki um álykt­an­ir sem Dög­un send­ir frá sér. „Dög­un hvet­ur blaða­menn til að fara bet­ur með þær lýð­ræð­is­legu skyld­ur sem þeir hafa,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Dögun kvartar undan þöggun
Helga Þórðardóttir formaður Dögunar Mynd: Dögun

Framkvæmdaráð Dögunar telur að flokkurinn sé beittur þöggun í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á vef flokksins um helgina. „Það er deginum ljósara að fjölmiðlar hunsa flest allar ályktanir og fréttatilkynningar frá Dögun, stjórnmálasamtökum um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Þó að einum fréttamiðli undanskildum, netmiðlinum Mbl.is,“ segir þar. Er fundið að því að aðrir fjölmiðlar en Mbl.is hafi ekki fjallað um landsfund flokksins. Í ljósi þessa hyggist flokkurinn  setja á laggirnar eigin fréttaveitu, netsjónvarp, og er stefnt að útsendingum á fyrsta ársfjórðungi 2016. „Dögun hvetur blaðamenn til að fara betur með þær lýðræðislegu skyldur sem þeir hafa,“ segir í lok tilkynningarinnar.

Dögun bauð fram í síðustu þingkosningum en náði ekki inn þingmanni. Samkvæmt lögum flokksins er tilgangur hans að „stuðla að betra samfélagi, sem hefur umburðarlyndi, réttlæti, heiðarleika, siðgæði og lýðræði að leiðarljósi. Samfélagi sem byggir á virkni og ábyrgð þegnanna og jafnræði allra, óháð aldri, búsetu, kyni, efnahag, kynþætti, trúarbrögðum, fötlun, kynhneigð, stöðu eða uppruna.” Í framkvæmdaráði Dögunar sitja Sigríður Fossberg Thorlacius, Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, Björgvin Vídalín, Baldvin Björgvinsson og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson. Formaður flokksins er Helga Þórðardóttir og varaformaður Sigurður Haraldsson. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár