Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Dögun kvartar undan þöggun

Fram­kvæmda­ráð flokks­ins er óánægt með að aðr­ir miðl­ar en Mbl.is fjalli ekki um álykt­an­ir sem Dög­un send­ir frá sér. „Dög­un hvet­ur blaða­menn til að fara bet­ur með þær lýð­ræð­is­legu skyld­ur sem þeir hafa,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Dögun kvartar undan þöggun
Helga Þórðardóttir formaður Dögunar Mynd: Dögun

Framkvæmdaráð Dögunar telur að flokkurinn sé beittur þöggun í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á vef flokksins um helgina. „Það er deginum ljósara að fjölmiðlar hunsa flest allar ályktanir og fréttatilkynningar frá Dögun, stjórnmálasamtökum um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Þó að einum fréttamiðli undanskildum, netmiðlinum Mbl.is,“ segir þar. Er fundið að því að aðrir fjölmiðlar en Mbl.is hafi ekki fjallað um landsfund flokksins. Í ljósi þessa hyggist flokkurinn  setja á laggirnar eigin fréttaveitu, netsjónvarp, og er stefnt að útsendingum á fyrsta ársfjórðungi 2016. „Dögun hvetur blaðamenn til að fara betur með þær lýðræðislegu skyldur sem þeir hafa,“ segir í lok tilkynningarinnar.

Dögun bauð fram í síðustu þingkosningum en náði ekki inn þingmanni. Samkvæmt lögum flokksins er tilgangur hans að „stuðla að betra samfélagi, sem hefur umburðarlyndi, réttlæti, heiðarleika, siðgæði og lýðræði að leiðarljósi. Samfélagi sem byggir á virkni og ábyrgð þegnanna og jafnræði allra, óháð aldri, búsetu, kyni, efnahag, kynþætti, trúarbrögðum, fötlun, kynhneigð, stöðu eða uppruna.” Í framkvæmdaráði Dögunar sitja Sigríður Fossberg Thorlacius, Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, Björgvin Vídalín, Baldvin Björgvinsson og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson. Formaður flokksins er Helga Þórðardóttir og varaformaður Sigurður Haraldsson. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu