Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Foreldrar kvarta: Dæmdur barnaníðingur í afplánun fer í sund með börnunum

For­eldr­ar barna í Sala­skóla eru gríð­ar­lega ósátt­ir við að Sig­urð­ur Ingi Þórð­ar­son, dæmd­ur barn­aníð­ing­ur sem enn hef­ur ekki lok­ið afplán­un, fái að fara í sund ásamt börn­un­um þeirra, með ökkla­band. Skóla­stjór­inn seg­ir að bað­verð­ir og starfs­menn sund­laug­ar­inn­ar fylg­ist vel með og grípi inn í beri svo und­ir.

Foreldrar kvarta: Dæmdur barnaníðingur í afplánun fer í sund með börnunum
Sigurður Ingi eða „Siggi hakkari“ eins og hann er oftast nefndur. Mynd: Pressphotos/Geirix

Foreldrar í Salahverfi í Kópavogi eru ósáttir við að börn þeirra þurfi hugsanlega að rekast á dæmdan barnaníðing í skólasundi. 

 

Sigurður Ingi Þórðarson, sem jafnan gengur undir nafninu Siggi hakkari, sem í fyrra var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengum, hefur sést í sundlauginni í Salahverfi. Sigurður, sem hefur afplánað tæplega þriðjung þess dóms sem hann hlaut, er með ökklaband og er því að mestu frjáls ferða sinna.

Foreldrar í Salaskóla
Foreldrar í Salaskóla eru gríðarlega óánægðir með fyrirkomulagið

Inni á síðu foreldrafélags Salaskóla urðu í gær heitar umræður um málið, þar sem foreldrum barna sem sækja laugina fannst óþægilegt að þar væru þau í sturtuklefa með dæmdum barnaníðing sem ekki hefur lokið afplánun dóms síns. 

Einni móður er heitt í hamsi þegar hún spyr: „Er það eðlilegt að maður sem hefur fengið dóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum geti áður en hann lýkur dómnum stundað sundlaugar og sturtuklefa með börnunum okkar undir rafrænu eftirliti??“ Hún segir einnig að börnin eigi að njóta vafans og krefst þess að eitthvað sé aðhafst í málinu. 

Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, segir í annarri færslu að fylgst sé vandlega með þessum málum og gripið inn í ef svo beri undir. Baðverðir séu við gæslu í klefum, auk þess sem skipulögð fræðsla sé í skólanum um það hvernig börnin eigi að bregðast við.  

Skólastjórinn
Skólastjórinn segir mikilvægt að fókusinn sé skýr og allir viti sitt hlutverk.

 

Framhald um málið: 

Barnaníðingur nýtur góðs af
breytingu laga um rafrænt eftirlit

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár