Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Foreldrar kvarta: Dæmdur barnaníðingur í afplánun fer í sund með börnunum

For­eldr­ar barna í Sala­skóla eru gríð­ar­lega ósátt­ir við að Sig­urð­ur Ingi Þórð­ar­son, dæmd­ur barn­aníð­ing­ur sem enn hef­ur ekki lok­ið afplán­un, fái að fara í sund ásamt börn­un­um þeirra, með ökkla­band. Skóla­stjór­inn seg­ir að bað­verð­ir og starfs­menn sund­laug­ar­inn­ar fylg­ist vel með og grípi inn í beri svo und­ir.

Foreldrar kvarta: Dæmdur barnaníðingur í afplánun fer í sund með börnunum
Sigurður Ingi eða „Siggi hakkari“ eins og hann er oftast nefndur. Mynd: Pressphotos/Geirix

Foreldrar í Salahverfi í Kópavogi eru ósáttir við að börn þeirra þurfi hugsanlega að rekast á dæmdan barnaníðing í skólasundi. 

 

Sigurður Ingi Þórðarson, sem jafnan gengur undir nafninu Siggi hakkari, sem í fyrra var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengum, hefur sést í sundlauginni í Salahverfi. Sigurður, sem hefur afplánað tæplega þriðjung þess dóms sem hann hlaut, er með ökklaband og er því að mestu frjáls ferða sinna.

Foreldrar í Salaskóla
Foreldrar í Salaskóla eru gríðarlega óánægðir með fyrirkomulagið

Inni á síðu foreldrafélags Salaskóla urðu í gær heitar umræður um málið, þar sem foreldrum barna sem sækja laugina fannst óþægilegt að þar væru þau í sturtuklefa með dæmdum barnaníðing sem ekki hefur lokið afplánun dóms síns. 

Einni móður er heitt í hamsi þegar hún spyr: „Er það eðlilegt að maður sem hefur fengið dóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum geti áður en hann lýkur dómnum stundað sundlaugar og sturtuklefa með börnunum okkar undir rafrænu eftirliti??“ Hún segir einnig að börnin eigi að njóta vafans og krefst þess að eitthvað sé aðhafst í málinu. 

Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, segir í annarri færslu að fylgst sé vandlega með þessum málum og gripið inn í ef svo beri undir. Baðverðir séu við gæslu í klefum, auk þess sem skipulögð fræðsla sé í skólanum um það hvernig börnin eigi að bregðast við.  

Skólastjórinn
Skólastjórinn segir mikilvægt að fókusinn sé skýr og allir viti sitt hlutverk.

 

Framhald um málið: 

Barnaníðingur nýtur góðs af
breytingu laga um rafrænt eftirlit

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár