Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Foreldrar kvarta: Dæmdur barnaníðingur í afplánun fer í sund með börnunum

For­eldr­ar barna í Sala­skóla eru gríð­ar­lega ósátt­ir við að Sig­urð­ur Ingi Þórð­ar­son, dæmd­ur barn­aníð­ing­ur sem enn hef­ur ekki lok­ið afplán­un, fái að fara í sund ásamt börn­un­um þeirra, með ökkla­band. Skóla­stjór­inn seg­ir að bað­verð­ir og starfs­menn sund­laug­ar­inn­ar fylg­ist vel með og grípi inn í beri svo und­ir.

Foreldrar kvarta: Dæmdur barnaníðingur í afplánun fer í sund með börnunum
Sigurður Ingi eða „Siggi hakkari“ eins og hann er oftast nefndur. Mynd: Pressphotos/Geirix

Foreldrar í Salahverfi í Kópavogi eru ósáttir við að börn þeirra þurfi hugsanlega að rekast á dæmdan barnaníðing í skólasundi. 

 

Sigurður Ingi Þórðarson, sem jafnan gengur undir nafninu Siggi hakkari, sem í fyrra var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengum, hefur sést í sundlauginni í Salahverfi. Sigurður, sem hefur afplánað tæplega þriðjung þess dóms sem hann hlaut, er með ökklaband og er því að mestu frjáls ferða sinna.

Foreldrar í Salaskóla
Foreldrar í Salaskóla eru gríðarlega óánægðir með fyrirkomulagið

Inni á síðu foreldrafélags Salaskóla urðu í gær heitar umræður um málið, þar sem foreldrum barna sem sækja laugina fannst óþægilegt að þar væru þau í sturtuklefa með dæmdum barnaníðing sem ekki hefur lokið afplánun dóms síns. 

Einni móður er heitt í hamsi þegar hún spyr: „Er það eðlilegt að maður sem hefur fengið dóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum geti áður en hann lýkur dómnum stundað sundlaugar og sturtuklefa með börnunum okkar undir rafrænu eftirliti??“ Hún segir einnig að börnin eigi að njóta vafans og krefst þess að eitthvað sé aðhafst í málinu. 

Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, segir í annarri færslu að fylgst sé vandlega með þessum málum og gripið inn í ef svo beri undir. Baðverðir séu við gæslu í klefum, auk þess sem skipulögð fræðsla sé í skólanum um það hvernig börnin eigi að bregðast við.  

Skólastjórinn
Skólastjórinn segir mikilvægt að fókusinn sé skýr og allir viti sitt hlutverk.

 

Framhald um málið: 

Barnaníðingur nýtur góðs af
breytingu laga um rafrænt eftirlit

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár