Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Foreldrar kvarta: Dæmdur barnaníðingur í afplánun fer í sund með börnunum

For­eldr­ar barna í Sala­skóla eru gríð­ar­lega ósátt­ir við að Sig­urð­ur Ingi Þórð­ar­son, dæmd­ur barn­aníð­ing­ur sem enn hef­ur ekki lok­ið afplán­un, fái að fara í sund ásamt börn­un­um þeirra, með ökkla­band. Skóla­stjór­inn seg­ir að bað­verð­ir og starfs­menn sund­laug­ar­inn­ar fylg­ist vel með og grípi inn í beri svo und­ir.

Foreldrar kvarta: Dæmdur barnaníðingur í afplánun fer í sund með börnunum
Sigurður Ingi eða „Siggi hakkari“ eins og hann er oftast nefndur. Mynd: Pressphotos/Geirix

Foreldrar í Salahverfi í Kópavogi eru ósáttir við að börn þeirra þurfi hugsanlega að rekast á dæmdan barnaníðing í skólasundi. 

 

Sigurður Ingi Þórðarson, sem jafnan gengur undir nafninu Siggi hakkari, sem í fyrra var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengum, hefur sést í sundlauginni í Salahverfi. Sigurður, sem hefur afplánað tæplega þriðjung þess dóms sem hann hlaut, er með ökklaband og er því að mestu frjáls ferða sinna.

Foreldrar í Salaskóla
Foreldrar í Salaskóla eru gríðarlega óánægðir með fyrirkomulagið

Inni á síðu foreldrafélags Salaskóla urðu í gær heitar umræður um málið, þar sem foreldrum barna sem sækja laugina fannst óþægilegt að þar væru þau í sturtuklefa með dæmdum barnaníðing sem ekki hefur lokið afplánun dóms síns. 

Einni móður er heitt í hamsi þegar hún spyr: „Er það eðlilegt að maður sem hefur fengið dóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum geti áður en hann lýkur dómnum stundað sundlaugar og sturtuklefa með börnunum okkar undir rafrænu eftirliti??“ Hún segir einnig að börnin eigi að njóta vafans og krefst þess að eitthvað sé aðhafst í málinu. 

Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, segir í annarri færslu að fylgst sé vandlega með þessum málum og gripið inn í ef svo beri undir. Baðverðir séu við gæslu í klefum, auk þess sem skipulögð fræðsla sé í skólanum um það hvernig börnin eigi að bregðast við.  

Skólastjórinn
Skólastjórinn segir mikilvægt að fókusinn sé skýr og allir viti sitt hlutverk.

 

Framhald um málið: 

Barnaníðingur nýtur góðs af
breytingu laga um rafrænt eftirlit

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár