Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Foreldrar kvarta: Dæmdur barnaníðingur í afplánun fer í sund með börnunum

For­eldr­ar barna í Sala­skóla eru gríð­ar­lega ósátt­ir við að Sig­urð­ur Ingi Þórð­ar­son, dæmd­ur barn­aníð­ing­ur sem enn hef­ur ekki lok­ið afplán­un, fái að fara í sund ásamt börn­un­um þeirra, með ökkla­band. Skóla­stjór­inn seg­ir að bað­verð­ir og starfs­menn sund­laug­ar­inn­ar fylg­ist vel með og grípi inn í beri svo und­ir.

Foreldrar kvarta: Dæmdur barnaníðingur í afplánun fer í sund með börnunum
Sigurður Ingi eða „Siggi hakkari“ eins og hann er oftast nefndur. Mynd: Pressphotos/Geirix

Foreldrar í Salahverfi í Kópavogi eru ósáttir við að börn þeirra þurfi hugsanlega að rekast á dæmdan barnaníðing í skólasundi. 

 

Sigurður Ingi Þórðarson, sem jafnan gengur undir nafninu Siggi hakkari, sem í fyrra var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengum, hefur sést í sundlauginni í Salahverfi. Sigurður, sem hefur afplánað tæplega þriðjung þess dóms sem hann hlaut, er með ökklaband og er því að mestu frjáls ferða sinna.

Foreldrar í Salaskóla
Foreldrar í Salaskóla eru gríðarlega óánægðir með fyrirkomulagið

Inni á síðu foreldrafélags Salaskóla urðu í gær heitar umræður um málið, þar sem foreldrum barna sem sækja laugina fannst óþægilegt að þar væru þau í sturtuklefa með dæmdum barnaníðing sem ekki hefur lokið afplánun dóms síns. 

Einni móður er heitt í hamsi þegar hún spyr: „Er það eðlilegt að maður sem hefur fengið dóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum geti áður en hann lýkur dómnum stundað sundlaugar og sturtuklefa með börnunum okkar undir rafrænu eftirliti??“ Hún segir einnig að börnin eigi að njóta vafans og krefst þess að eitthvað sé aðhafst í málinu. 

Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, segir í annarri færslu að fylgst sé vandlega með þessum málum og gripið inn í ef svo beri undir. Baðverðir séu við gæslu í klefum, auk þess sem skipulögð fræðsla sé í skólanum um það hvernig börnin eigi að bregðast við.  

Skólastjórinn
Skólastjórinn segir mikilvægt að fókusinn sé skýr og allir viti sitt hlutverk.

 

Framhald um málið: 

Barnaníðingur nýtur góðs af
breytingu laga um rafrænt eftirlit

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár