Ingvar Lúðvík Guðbjörnsson hefur hírst í sínu fyrrverandi húsi á Akranesi í allt sumar án virkra hitalagna. Ingvar er öryrki eftir vinnuslys árið 1999, bakveikur eftir að rör féll á hann. Hann missti hús sitt til Arion banka fyrir um tveimur árum og hefur síðan leigt það af bankanum og alltaf staðið í skilum. Hitalagnir fóru þó í upphafi sumars vegna tæringar og hefur Arion banki ítrekað neitað að láta lagfæra þær, að sögn Ingvars. Í sumar hefur Ingvar því sofið í öllum fötum og segist iðulega vakna við kuldann á nóttunni. Leigusamningur hans við bankann rennur út 1. október og sér hann fram á þurfa að búa í húsbíl sínum eftir þann dag.
„Ég á bara mánuð eftir, leigusamningurinn hljóðar bara upp á einn mánuð í viðbót og þá þarf ég að koma mér út. Eftir því sem þeir segja mér þá á ég að fara út. Þeir hirtu húsið af mér. Ég er bara með leigusamning upp á þrjá mánuði. Síðasti mánuðurinn er næsti mánuður. Það fer að kólna svo að það er ekkert að fara að ganga að vera hérna,“ segir Ingar.
„Eftir því sem þeir segja mér þá á ég að fara út. Þeir hirtu húsið af mér.“
Ítrekað óskað eftir viðgerðum
Húsið er gamalt og friðað, byggt árið 1903. Samkvæmt Ingvari er eignin
Athugasemdir