Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Býr í köldu húsi sem Arion banki tók yfir

Ingvar Lúð­vík Guð­björns­son seg­ist vakna á nótt­unni við kuld­ann í hús­inu sem hann átti áð­ur en leig­ir nú af Ari­on banka. Bank­inn neit­ar að láta gera við hita­lagn­ir húss­ins. Ingvar er ör­yrki eft­ir að hita­veiturör féll á hann rétt fyr­ir alda­mót. Leigu­samn­ingi hans við bank­ann lýk­ur 1. októ­ber og sér Ingvar fram á að þurfa að búa í hús­bíl sín­um.

Býr í köldu húsi sem Arion banki tók yfir
Kalt sumar Ingvar segir næturkulda í sumar hafa haft slæm áhrif á heilsu sína. Mynd: Kristinn Magnússon

Ingvar Lúðvík Guðbjörnsson hefur hírst í sínu fyrrverandi húsi á Akranesi í allt sumar án virkra hitalagna. Ingvar er öryrki eftir vinnuslys árið 1999, bakveikur eftir að rör féll á hann. Hann missti hús sitt til Arion banka fyrir um tveimur árum og hefur síðan leigt það af bankanum og alltaf staðið í skilum. Hitalagnir fóru þó í upphafi sumars vegna tæringar og hefur Arion banki ítrekað neitað að láta lagfæra þær, að sögn Ingvars. Í sumar hefur Ingvar því sofið í öllum fötum og segist iðulega vakna við kuldann á nóttunni. Leigusamningur hans við bankann rennur út 1. október og sér hann fram á þurfa að búa í húsbíl sínum eftir þann dag.

„Ég á bara mánuð eftir, leigusamningurinn hljóðar bara upp á einn mánuð í viðbót og þá þarf ég að koma mér út. Eftir því sem þeir segja mér þá á ég að fara út. Þeir hirtu húsið af mér. Ég er bara með leigusamning upp á þrjá mánuði. Síðasti mánuðurinn er næsti mánuður. Það fer að kólna svo að það er ekkert að fara að ganga að vera hérna,“ segir Ingar.

„Eftir því sem þeir segja mér þá á ég að fara út. Þeir hirtu húsið af mér.“

Ítrekað óskað eftir viðgerðum

Húsið er gamalt og friðað, byggt árið 1903. Samkvæmt Ingvari er eignin 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár