Okkar hugsun var að koma á verklagi til að bregðast við alvarlegu ástandi í byggðarlagi, hvort sem það er vegna fólksfækkunar, skekktrar aldursdreifingar eða erfiðleika í atvinnulífinu,“ segir Sigríður Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun sem hefur umsjón með verkefninu „Brothættar byggðir“. Byggðastofnun hafði frumkvæði að verkefninu árið 2012 þegar gripið var til sérstakra aðgerða á Raufarhöfn en þar höfðu mörg áföll dunið yfir í atvinnulífinu og íbúum fækkað um 55% á 15 árum. Sjö byggðakjarnar heyra nú undir verkefnið og komust færri að en vildu. Reynsla er komin á verkefnið í fjórum þessara byggðarkjarna og hefur fólksfækkun þar svo til stöðvast eða þróunin jafnvel snúist við, hvort sem það er beinlínis vegna verkefnisins eða annarra þátta. Helstu ástæður þess að byggðakjarnar sækja um aðild að verkefninu er neikvæð íbúaþróun, einhæfni atvinnulífs, innviðir á borð við samgöngur, fjarskipti og húsnæði er af skornum skammti, auk þess sem íbúar telja svæðin hafa burði til að vaxa á sviðum ferðaþjónustu, nýsköpunar og rannsókna.
Spyrja íbúana sjálfa
Ráðist var í verkefnið þegar ljóst var að hefðbundin verkfæri dugðu ekki til að stöðva fólksfækkun í verst settu byggðunum, verkfæri á borð við
Athugasemdir