Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Byggðir í gjörgæslu

Dæmi eru um yf­ir 55% fækk­un íbúa á 15 ár­um í sjö byggða­kjörn­um sem eru hluti af verk­efn­inu „Brot­hætt­ar byggð­ir“ hjá Byggða­stofn­un. Verk­efn­ið mið­ar að því að sporna gegn fólks­fækk­un og efla at­vinnu­líf­ið. Þrír þeirra bætt­ust við í ár en alls sóttu þá tólf byggða­kjarn­ar um að til­heyra verk­efn­inu og ljóst að vand­inn eykst með ári hverju víða í smærri byggð­um.

Byggðir í gjörgæslu
Hrísey Íbúum í Hrísey hefur fækkað úr 270 í 172 á tuttugu ára tímabili. Mynd: Hansueli Krapf

Okkar hugsun var að koma á verklagi til að bregðast við alvarlegu ástandi í byggðarlagi, hvort sem það er vegna fólksfækkunar, skekktrar aldursdreifingar eða erfiðleika í atvinnulífinu,“ segir Sigríður Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun sem hefur umsjón með verkefninu „Brothættar byggðir“. Byggðastofnun hafði frumkvæði að verkefninu árið 2012 þegar gripið var til sérstakra aðgerða á Raufarhöfn en þar höfðu mörg áföll dunið yfir í atvinnulífinu og íbúum fækkað um 55% á 15 árum. Sjö byggðakjarnar heyra nú undir verkefnið og komust færri að en vildu. Reynsla er komin á verkefnið í fjórum þessara byggðarkjarna og hefur fólksfækkun þar svo til stöðvast eða þróunin jafnvel snúist við, hvort sem það er beinlínis vegna verkefnisins eða annarra þátta. Helstu ástæður þess að byggðakjarnar sækja um aðild að verkefninu er neikvæð íbúaþróun, einhæfni atvinnulífs, innviðir á borð við samgöngur, fjarskipti og húsnæði er af skornum skammti, auk þess sem íbúar telja svæðin hafa burði til að vaxa á sviðum ferðaþjónustu, nýsköpunar og rannsókna. 

Spyrja íbúana sjálfa

Ráðist var í verkefnið þegar ljóst var að hefðbundin verkfæri dugðu ekki til að stöðva fólksfækkun í verst settu byggðunum, verkfæri á borð við 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár