Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Byggðir í gjörgæslu

Dæmi eru um yf­ir 55% fækk­un íbúa á 15 ár­um í sjö byggða­kjörn­um sem eru hluti af verk­efn­inu „Brot­hætt­ar byggð­ir“ hjá Byggða­stofn­un. Verk­efn­ið mið­ar að því að sporna gegn fólks­fækk­un og efla at­vinnu­líf­ið. Þrír þeirra bætt­ust við í ár en alls sóttu þá tólf byggða­kjarn­ar um að til­heyra verk­efn­inu og ljóst að vand­inn eykst með ári hverju víða í smærri byggð­um.

Byggðir í gjörgæslu
Hrísey Íbúum í Hrísey hefur fækkað úr 270 í 172 á tuttugu ára tímabili. Mynd: Hansueli Krapf

Okkar hugsun var að koma á verklagi til að bregðast við alvarlegu ástandi í byggðarlagi, hvort sem það er vegna fólksfækkunar, skekktrar aldursdreifingar eða erfiðleika í atvinnulífinu,“ segir Sigríður Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun sem hefur umsjón með verkefninu „Brothættar byggðir“. Byggðastofnun hafði frumkvæði að verkefninu árið 2012 þegar gripið var til sérstakra aðgerða á Raufarhöfn en þar höfðu mörg áföll dunið yfir í atvinnulífinu og íbúum fækkað um 55% á 15 árum. Sjö byggðakjarnar heyra nú undir verkefnið og komust færri að en vildu. Reynsla er komin á verkefnið í fjórum þessara byggðarkjarna og hefur fólksfækkun þar svo til stöðvast eða þróunin jafnvel snúist við, hvort sem það er beinlínis vegna verkefnisins eða annarra þátta. Helstu ástæður þess að byggðakjarnar sækja um aðild að verkefninu er neikvæð íbúaþróun, einhæfni atvinnulífs, innviðir á borð við samgöngur, fjarskipti og húsnæði er af skornum skammti, auk þess sem íbúar telja svæðin hafa burði til að vaxa á sviðum ferðaþjónustu, nýsköpunar og rannsókna. 

Spyrja íbúana sjálfa

Ráðist var í verkefnið þegar ljóst var að hefðbundin verkfæri dugðu ekki til að stöðva fólksfækkun í verst settu byggðunum, verkfæri á borð við 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár