Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Brenndu 13 ára dreng til dauða

„Marg­ir krakk­ar hérna á svæð­inu hrökkva upp á nótt­unni við mar­trað­ir um dróna”

Brenndu 13 ára dreng til dauða
Fylgst með árás Barack Obama Bandaríkjaforseti fylgist með árás úr fjarlægð. Mynd: Public Domain

Þann 26. janúar greindi New York Times frá því að þrír menn, sem grunaðir væru um aðild að Al-Kaída-samtökunum, hefðu látið lífið í drónaárás CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Þetta var haft eftir ónafngreindum embættismönnum í Washington og enginn fyrirvari settur við frásögn þeirra. Einn hinna látnu hét Mohammed Toiman al-Jahmi og var jemenskur unglingur, en árið 2011 voru faðir hans og bróðir drepnir í sams konar árás.

Jahmi var aðeins 13 ára gamall daginn sem hann var drepinn. Nokkrum mánuðum áður hafði unglingurinn greint Guardian frá því að hann „lifði í stöðugum ótta við dauðamaskínurnar“ sem þá höfðu orðið föður hans og bróður að bana meðan þeir voru að smala saman kameldýrum fjölskyldunnar. Sömu örlög biðu Jahmi sem tekinn var af lífi í lok janúar ásamt mági sínum og vini. „Hann var ekki al-kaída-liði, hann var bara krakki,“ er haft eftir Maqded, bróður Jahmi. „Þeir voru saklaust fólk. Við erum veikburða og fátækt fólk. Við höfum ekkert með þetta að gera. Við lifum við ranglæti.“

Talið er að á fjórða hundrað barna hafi látist í sams konar árásum Bandaríkjahers og CIA undanfarin ár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár