Brenndu 13 ára dreng til dauða

„Marg­ir krakk­ar hérna á svæð­inu hrökkva upp á nótt­unni við mar­trað­ir um dróna”

Brenndu 13 ára dreng til dauða
Fylgst með árás Barack Obama Bandaríkjaforseti fylgist með árás úr fjarlægð. Mynd: Public Domain

Þann 26. janúar greindi New York Times frá því að þrír menn, sem grunaðir væru um aðild að Al-Kaída-samtökunum, hefðu látið lífið í drónaárás CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Þetta var haft eftir ónafngreindum embættismönnum í Washington og enginn fyrirvari settur við frásögn þeirra. Einn hinna látnu hét Mohammed Toiman al-Jahmi og var jemenskur unglingur, en árið 2011 voru faðir hans og bróðir drepnir í sams konar árás.

Jahmi var aðeins 13 ára gamall daginn sem hann var drepinn. Nokkrum mánuðum áður hafði unglingurinn greint Guardian frá því að hann „lifði í stöðugum ótta við dauðamaskínurnar“ sem þá höfðu orðið föður hans og bróður að bana meðan þeir voru að smala saman kameldýrum fjölskyldunnar. Sömu örlög biðu Jahmi sem tekinn var af lífi í lok janúar ásamt mági sínum og vini. „Hann var ekki al-kaída-liði, hann var bara krakki,“ er haft eftir Maqded, bróður Jahmi. „Þeir voru saklaust fólk. Við erum veikburða og fátækt fólk. Við höfum ekkert með þetta að gera. Við lifum við ranglæti.“

Talið er að á fjórða hundrað barna hafi látist í sams konar árásum Bandaríkjahers og CIA undanfarin ár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár