Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Hann hefur bókstaflega lagt lífið að veði"

Ljós­mynda­bók­in And­lit norð­urs­ins eft­ir Ragn­ar Ax­els­son ljós­mynd­ara lýs­ir mann­lífi á norð­ur­slóð­um.

„Hann hefur bókstaflega lagt lífið að veði"
Barnið Þessi einstaka mynd Ragnars Axelssonar lýsir þeirri hyldjúpu sorg sem ríkti á Flateyri eftir snjóflóðið mannskæða. Mynd: RAX

Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson, RAX, er sannkallað stórvirki. Þetta er mikil bók í stóru broti, prentuð á góðan pappír. Hún er að mestu byggð upp á ljósmyndum sem eiga sumar hverjar ekki sinn líkan. Stuttur texti, byggður á dagbókum ljósmyndarans, fylgir gjarnan með. Myndirnar eru svarthvítar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.

 

Fyrsti hluti bókarinnar er eingöngu myndir. Síðan koma kaflar um löndin þrjú þar sem magnaðar myndir ljósmyndarans blasa við lesandanum, ein af annarri. Það skal viðurkennt að ég bókstaflega gleymdi mér við lesturinn. Ragnar tekur ekki myndir af sléttgreiddum súkkulaðidrengjum eða stífmáluðum konum. Viðfangsefni hans er gjarnan fólk sem er markað af lífsbaráttunni. Og hann leggur sig fram um að ná fólkinu í sínu umhverfi. Gjarnan eru dýr á myndunum. Þarna er að finna sauðkindur, hunda, hesta og kýr í landslagi þar sem ljósmyndarinn nær að draga fram hrikalega fegurð.

Sorgin

Ein af mögnuðustu myndum á okkar tímum er sú sem RAX tók í Flateyrarkirkju þegar samfélagið var að ganga í gegnum hræðilega sorg eftir snjóflóðið. Myndin sýnir lítið barn sem horfir í áttina að ljósmyndaranum. Við hlið þess er fullorðin manneskja sem heldur fyrir augu sér og er með kerti í hönd. Svo sést sem í móðu fram eftir kirkjunni. Þarna er sorgin en líka vonin. Þessi mynd hefur allt til að bera. Ekki þarf að efast um að góð mynd sé á við þúsund orð. Þarna er engu við að bæta. Og það er hægt að rýna aftur og aftur í myndina og leyfa sér að verða svolítið meyr við minninguna um atburð sem var nær óbærilegur fyrir mjög marga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár