Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Hann hefur bókstaflega lagt lífið að veði"

Ljós­mynda­bók­in And­lit norð­urs­ins eft­ir Ragn­ar Ax­els­son ljós­mynd­ara lýs­ir mann­lífi á norð­ur­slóð­um.

„Hann hefur bókstaflega lagt lífið að veði"
Barnið Þessi einstaka mynd Ragnars Axelssonar lýsir þeirri hyldjúpu sorg sem ríkti á Flateyri eftir snjóflóðið mannskæða. Mynd: RAX

Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson, RAX, er sannkallað stórvirki. Þetta er mikil bók í stóru broti, prentuð á góðan pappír. Hún er að mestu byggð upp á ljósmyndum sem eiga sumar hverjar ekki sinn líkan. Stuttur texti, byggður á dagbókum ljósmyndarans, fylgir gjarnan með. Myndirnar eru svarthvítar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.

 

Fyrsti hluti bókarinnar er eingöngu myndir. Síðan koma kaflar um löndin þrjú þar sem magnaðar myndir ljósmyndarans blasa við lesandanum, ein af annarri. Það skal viðurkennt að ég bókstaflega gleymdi mér við lesturinn. Ragnar tekur ekki myndir af sléttgreiddum súkkulaðidrengjum eða stífmáluðum konum. Viðfangsefni hans er gjarnan fólk sem er markað af lífsbaráttunni. Og hann leggur sig fram um að ná fólkinu í sínu umhverfi. Gjarnan eru dýr á myndunum. Þarna er að finna sauðkindur, hunda, hesta og kýr í landslagi þar sem ljósmyndarinn nær að draga fram hrikalega fegurð.

Sorgin

Ein af mögnuðustu myndum á okkar tímum er sú sem RAX tók í Flateyrarkirkju þegar samfélagið var að ganga í gegnum hræðilega sorg eftir snjóflóðið. Myndin sýnir lítið barn sem horfir í áttina að ljósmyndaranum. Við hlið þess er fullorðin manneskja sem heldur fyrir augu sér og er með kerti í hönd. Svo sést sem í móðu fram eftir kirkjunni. Þarna er sorgin en líka vonin. Þessi mynd hefur allt til að bera. Ekki þarf að efast um að góð mynd sé á við þúsund orð. Þarna er engu við að bæta. Og það er hægt að rýna aftur og aftur í myndina og leyfa sér að verða svolítið meyr við minninguna um atburð sem var nær óbærilegur fyrir mjög marga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu