Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Hann hefur bókstaflega lagt lífið að veði"

Ljós­mynda­bók­in And­lit norð­urs­ins eft­ir Ragn­ar Ax­els­son ljós­mynd­ara lýs­ir mann­lífi á norð­ur­slóð­um.

„Hann hefur bókstaflega lagt lífið að veði"
Barnið Þessi einstaka mynd Ragnars Axelssonar lýsir þeirri hyldjúpu sorg sem ríkti á Flateyri eftir snjóflóðið mannskæða. Mynd: RAX

Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson, RAX, er sannkallað stórvirki. Þetta er mikil bók í stóru broti, prentuð á góðan pappír. Hún er að mestu byggð upp á ljósmyndum sem eiga sumar hverjar ekki sinn líkan. Stuttur texti, byggður á dagbókum ljósmyndarans, fylgir gjarnan með. Myndirnar eru svarthvítar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.

 

Fyrsti hluti bókarinnar er eingöngu myndir. Síðan koma kaflar um löndin þrjú þar sem magnaðar myndir ljósmyndarans blasa við lesandanum, ein af annarri. Það skal viðurkennt að ég bókstaflega gleymdi mér við lesturinn. Ragnar tekur ekki myndir af sléttgreiddum súkkulaðidrengjum eða stífmáluðum konum. Viðfangsefni hans er gjarnan fólk sem er markað af lífsbaráttunni. Og hann leggur sig fram um að ná fólkinu í sínu umhverfi. Gjarnan eru dýr á myndunum. Þarna er að finna sauðkindur, hunda, hesta og kýr í landslagi þar sem ljósmyndarinn nær að draga fram hrikalega fegurð.

Sorgin

Ein af mögnuðustu myndum á okkar tímum er sú sem RAX tók í Flateyrarkirkju þegar samfélagið var að ganga í gegnum hræðilega sorg eftir snjóflóðið. Myndin sýnir lítið barn sem horfir í áttina að ljósmyndaranum. Við hlið þess er fullorðin manneskja sem heldur fyrir augu sér og er með kerti í hönd. Svo sést sem í móðu fram eftir kirkjunni. Þarna er sorgin en líka vonin. Þessi mynd hefur allt til að bera. Ekki þarf að efast um að góð mynd sé á við þúsund orð. Þarna er engu við að bæta. Og það er hægt að rýna aftur og aftur í myndina og leyfa sér að verða svolítið meyr við minninguna um atburð sem var nær óbærilegur fyrir mjög marga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár