Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bókajólin 2016: Bækur handa ólæsri þjóð?

Snæ­björn Brynj­ars­son rýn­ir í jóla­bóka­flóð­ið, helstu verk­in sem eru að koma út og hverj­ir þykja lík­leg­ast­ir til þess að fá bók­mennta­verð­laun­in.

Bókajólin 2016: Bækur handa ólæsri þjóð?

Íslenska þjóðin getur kannski ekki lesið sér til gagns en hún kaupir bækur, væntanlega annaðhvort til að þykjast lesa þær, gefa einhverjum sem henni er illa við eða nota sem stofustáss. Reyndar er þessi kenning umdeild, sumir telja ólæsið mega rekja til þess að fólk sem vinnur við Menntamálastofnun kunni ekki að skrifa þannig að læsilegt sé. Í öllu falli koma út margar bækur miðað við höfðatölu, 637 árið 2014, 656 árið 2015 og í ár 612. Ekki risavaxinn bókamarkaður og ekki margar þýðingar, en þó lifandi þrátt fyrir að greiða hæsta virðisaukaskatt í Vestur-Evrópu (í flestum ríkjum Evrópu eru bækur skattfrjálsar) og takmarkaðan kúnnahóp.

Umrót á bókamarkaði

Stærstu tíðindin á þessu ári voru að Jóhann Páll Valdimarsson seldi 42% hlut sinn í Forlaginu. Forlagið er risi á markaðinum, enda með Mál og menningu, Vöku Helgafell, JPV, sem Jóhann Páll stofnaði meðal annarra undirforlaga. Þar er líka sölurisinn, Arnaldur Indriðason, gefinn út sem má segja að hafi með glæpasögum sínum auðveldað fyrirtækinu að taka áhættur á öðrum sviðum. Óvíst er þó hvort miklar breytingar verði á forlaginu, það haldi áfram að vera í sömu fjölskyldu þar sem Egill Örn, sonur Jóhanns, keypti hlutinn. Það marki þó viss tímamót þegar áhrifamesti útgefandi Íslands dragi sig í hlé.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár