Grundvallarbreytingar eru að eiga sér stað á rekstri heilsugæslustöðva á Íslandi. Þriðja einkarekna heilsugæslustöðin var opnuð fyrir skömmu á höfuðborgarsvæðinu og fljótlega verður sú fjórða opnuð. Nýtt fjármögnunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu tók gildi 1. maí og stefnt er að innleiðslu þess á landvísu. Í ávarpi sem Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra flutti fyrr í júnímánuði á norrænu þingi heimilislækna sagðist hann sannfærður um að opnun tveggja einkarekinna heilsugæslustöðva í sumar væri mjög mikilvægur liður í rekstri heilsugæslustöðva og fyrir skilvirkni heilbrigðisþjónustu.
„Til að auka gæði þjónustunnar erum við að kynna til leiks nýtt fjármögnunarkerfi sem við áætlum að auki skilvirkni þjónustunnar og aðgengi að heilsugæslunni sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu,“ sagði hann.
Framlög til einkareksturs stóraukin
Á undanförnum árum hefur einkavæðing í heilbrigðiskerfinu aukist jafnt og þétt. Þrátt fyrir að íslenskur almenningur sé andvígur einkavæðingu heilbrigðiskerfisins hafa umsvif einkaaðila í heilbrigðisþjónustu aukist og einkafjármögnun, það er gjöld sjúklinga, hækkað. Útgjöld ríkisins til einkareksturs …
Athugasemdir