Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Björt framtíð og Viðreisn stilla sér upp með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn – tillögur Pírata og VG kolfelldar

Þing­menn Bjartr­ar fram­tíð­ar og Við­reisn­ar greiddu at­kvæði með um­deildu líf­eyr­is­sjóðs­frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar og lögð­ust gegn hug­mynd­um um auð­legð­ar­skatt og hækk­un barna­bóta í nafni sátta­stjórn­mála og mála­miðl­ana.

Björt framtíð og Viðreisn stilla sér upp með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn – tillögur Pírata og VG kolfelldar

Þingmenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar auk fráfarandi stjórnarflokka kolfelldu tillögur Vinstri grænna og Pírata í atkvæðagreiðslum um bandorminn svokallaða í gær, meðal annars breytingartillögur Katrínar Jakobsdóttur um upptöku auðlegðarskatts, hækkun fjármagnstekjuskatts á tekjur yfir 2 milljónum og hækkun barna- og vaxtabóta. 

Fulltrúar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar gagnrýndu framlagningu breytingatillaganna harðlega og lögðust gegn þeim, meðal annars í nafni sáttastjórnmála og kröfunnar um málamiðlanir og „heildstæða stefnumótun“. 

Sömu þingflokkar léðu umdeildu frumvarpi Bjarna Benediktssonar, starfandi fjármálaráðherra, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins stuðning sinn en stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa mótmælt frumvarpinu harðlega og fullyrt að það stríði gegn samkomulagi sem gert hafði verið við ríki og sveitarfélög. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var lagt talsvert kapp á að ljúka þingstörfum fyrir jól svo Alþingi þyrfti ekki að starfa milli jóla og nýárs. Fyrir vikið gafst minni tími til að fjalla um lífeyrissjóðsfrumvarpið og tekjuöflunaraðgerðir vegna fjárlaga, en margir hefðu viljað.

Viðamiklar breytingartillögur

Fulltrúar Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd samþykktu nefndarálit um bandorminn svokallaða – frumvarp til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarpsins – á miðvikudaginn þar sem lagðar voru til lítillegar breytingar á neyslusköttum, svo sem hækkun tóbaksgjalds og niður­fell­ing virðisauka­skatts af um­hverf­is­væn­um hóp­bif­reiðum. Smári McCarthy úr Pírötum og Björt Ólafsdóttir úr Bjartri framtíð skrifuðu undir álitið með fyrirvara og lögðu jafnframt nafn sitt við breytingartillögu meirihlutans. Þá lögðu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Smári McCarthy fram nokkuð viðamiklar breytingartillögur sem féllu í grýttan jarðveg.

Á meðal þess sem Smári lagði til var að framlög til Þjóðkirkjunnar og Kristnisjóðs yrðu lægri en upphaflega bandormsfrumvarpið kvað á um auk þess sem tekjuskattsbreytingum sem taka gildi nú um áramótin yrði frestað til næstu áramóta. Tillaga Smára um lítillega lækkun útgjalda til kirkjumála var felld með atkvæðum 39 þingmanna Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar auk Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur úr Vinstri grænum. Sami hópur, að Lilju undanskilinni, felldi tillöguna um frestun tekjuskattsbreytinganna en einungis þingmenn Pírata og Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunum.

Katrín Jakobsdóttir lagði meðal annars til að barnabætur og vaxtabætur yrðu hækkaðar, sett yrðu komugjöld á ferðamenn og lýðheilsuskattur á gosdrykki, tekinn yrði upp ný gerð auðlegðarskatts þar sem húsnæði til eigin nota yrði undanskilið og skattar á launatekjur og fjármagnstekjur yfir 2 milljónir króna á mánuði yrðu hækkaðir.

Á miðvikudaginn hvatti hún þingmenn til að sýna afstöðu sína í verki og „taka afstöðu til þess hvort við teljum að skattkerfið eigi í raun að nýtast til jafnaðar í samfélaginu, fyrir utan að gert sé ráð fyrir að þessar tillögur geti allar skilað umtalsverðum tekjum til að standa undir þeim útgjöldum sem hv. þingmenn hafa reytt hár sitt yfir á undanförnum dögum og vikum við að finna leiðir til að fjármagna heilbrigðiskerfið sem okkur þykir öllum svo vænt um, menntakerfið sem við vitum öll í hjarta okkar að er lykillinn að framtíð okkar í þessum heimi, kjör hinna lægst launuðu, aldraðra og eldri borgara, vegina okkar sem við erum öll sammála um og vitum allt um að eru vanræktir. Hér er ágætistækifæri, frú forseti, til þess að sýna hug sinn í verki til slíkrar tekjuöflunar.“

Björt framtíð vildi sáttafjárlög

Þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tóku tillögum Katrínar illa. „Við erum að klára hér fjárlög án skýrs meiri hluta í þinginu og sennilega í fyrsta skipti erum við að leggja fram tillögur um fjárlög sem allir flokkar eiga þátt í og leggja fram í sátt málamiðlunartillögu um útgjöld og tekjur. Við í Bjartri framtíð styðjum þau vinnubrögð, við styðjum það að fjárlögin séu lögð hér fram í sátt,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.

„Og í þeim anda sem tillögurnar eru lagðar fram, þar sem enginn er sáttur, enginn fær sín draumaútgjöld eða sínar draumatekjuleiðir í gegn í þeirri málamiðlun, munum við ekki styðja við breytingartillögur sem gerðar eru á bandorminum þrátt fyrir að þar séu ýmsar ágætar tillögur. Við höfum til að mynda verið jákvæð gagnvart komugjaldi, en viljum við leggja það á með tíu daga fyrirvara án þess að það sé hluti af heildstæðri stefnumótun í ferðaþjónustu? Nei, það styðjum við ekki.“

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tók í sama streng. „Eins og hér hefur komið fram varð víðtæk sátt í fjárlaganefnd og reyndar líka í efnahags- og viðskiptanefnd um þau mál sem hér liggja fyrir almennt og komið hafa fram tillögur um. Það er afar mikilvægt þegar verið er að tala um viðamiklar skattbreytingar að þær fái umfjöllun í þinginu, fái umfjöllun í nefndum,“ sagði hann og bætti við:

„En svo háttar til um þær tillögur sem háttvirtur þingmaður Katrín Jakobsdóttir hefur lagt fram voru ekki kynntar fyrir nefndinni. Hér er verið að tala um afar viðamiklar breytingar sem þingmenn hafa mismunandi skoðun á, en miðað við þau vinnubrögð sem hér eru viðhöfð mun þingflokkur Viðreisnar greiða atkvæði gegn tillögunum. Það segir þó ekkert um afstöðu þingflokksins til ákveðinna þátta, heldur erum við hér að mótmæla þessum vinnubrögðum.“

Smári McCarthy var ósammála Óttari og Benedikt. „Það er rétt að ágætissátt náðist í fjárlaganefnd um hvernig ætti að vinna áfram með fjárlagafrumvarpið. Engu að síður teljum við fulla ástæðu til að taka til skoðunar þær ágætu breytingar sem höfðu verið lagðar til og skoða kosti og ókosti þeirra, vegna þess að það er kannski svolítið eðlilegt fyrir okkur sem sitjum á þinginu að samþykkja það sem gott er, hafna því sem slæmt er og greina vel þar á milli, en ekki bara ganga alltaf í einhverjum já-leikjum og nei-leikjum eftir einhverjum fyrirframákveðnum skilgreindum hópum og reglum. Við eigum að vinna þetta miklu betur.“

„Eðlilegt fyrir okkur sem sitjum á þinginu að samþykkja það sem gott er, hafna því sem slæmt er og greina vel þar á milli, en ekki bara ganga alltaf í einhverjum já-leikjum og nei-leikjum“

Þá svaraði Katrín fyrir sig: „Það vill svo til að það var sérstaklega rætt á fundi formanna í gær að hér væri fullt tillögufrelsi við þetta frumvarp um ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum. Það tillögufrelsi hef ég nýtt mér enda var ég kosin á þing fyrir pólitískar skoðanir og væntanlega erum við öll hér þess vegna. Það er ósköp eðlilegt að við leyfum okkur að ræða þær í þingsal. Ég frábið mér allt tal hér um vinnubrögð, herra forseti.“ Smári McCarthy benti svo á það síðar í umræðunum um atkvæðagreiðslur að þótt náðst hefði sátt innan fjárlaganefndar um afgreiðslu frumvarpsins hefði slíkt samkomulag ekki verið gert í efnahags- og viðskiptanefnd hvað varðar tekjuöflunarleiðir og breytingar á bandorminum. 

38 atkvæði gegn hækkun vaxta- og barnabóta

Breytingartillögur Katrínar voru kolfelldar. Einungis þingmenn Vinstri grænna og Pírata greiddu atkvæði með tillögunni um hækkun barnabóta og vaxtabóta. Þetta voru þau Andrés Ingi Jónsson, Ari Trausti Guðmundsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Einar Brynjólfsson, Gunnar I. Guðmundsson, Halldóra Mogensen, Jón Þór Ólafsson, Katrín Jakobsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Viktor Orri Valgarðsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Eftirfarandi þingmenn úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn greiddu atkvæði gegn hækkun barna- og vaxtabóta: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Benedikt Jóhannesson, Birgir Ármannsson, Björt Ólafsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Elsa Lára Arnardóttir, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Hildur Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Alfreðsdóttir, Nichole Leigh Mosty, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Óttarr Proppé, Pawel Bartoszek, Páll Magnússon, Sigríður Á. Andersen, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Teitur Björn Einarsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Þórunn Egilsdóttir. 

Sömu þingmenn, auk Bjarna Benediktssonar, greiddu atkvæði gegn auðlegðarskatti og skattaálagi á fjármagnstekjur og launatekjur yfir 2 milljónum á mánuði. 

BSRB harmar LSR-frumvarp

Fjárlögin og lögin um ýmsar forsendur þess eru ekki einu stóru þingmálin sem samþykkt voru í gær heldur varð hið umdeilda frumvarp um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins einnig að lögum. Frumvarpið snerist um að samræma og jafna lífeyrisréttindi fólks á opinbera og almenna vinnumarkaðnum og byggði, að minnsta kosti að nafninu til, á samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög. Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa lífeyrissjóðsfrumvarp Bjarna Benediktssonar eru BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands og Landssamband lögreglumanna sem telja að efni frumvarpsins hafi gengið gegn umræddu samkomulagi. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, fullyrðir á Facebook að með lögfestingu frumvarpsins hafi „eitthvert alstærsta slys kjarasamningasögu launþega á Íslandi verið samþykkt sem lög frá Alþingi Íslendinga“ og að um stórfellda skerðingu á lífeyrisréttindum sé að ræða. 

Á vef BSRB er harmað að lögin hafi verið samþykkt: „Alþingi hefur samþykkt þessar veigamiklu breytingar á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna án þess að ná sátt um þær breytingar meðal bandalaga opinberra starfsmanna. Því er ljóst að verkefninu er ekki lokið. BSRB mun því halda áfram að vinna að framgangi þessa máls til að tryggja þau réttindi sem Alþingi hefur afnumið með lögum. Þá er augljóst að þetta verklag mun hafa neikvæð áhrif á samskipti bandalagsins við stjórnvöld.“

38 þingmenn úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn samþykktu umrætt frumvarp Bjarna Benediktssonar í gærkvöldi Einungis þingmenn Vinstri grænna og Pírata greiddu atkvæði gegn því en þeir höfðu ítrekað staðhæft að frumvarpið krefðist meiri tíma, yfirlegu og umfjöllunar á þinginu enda gríðarlegir hagsmunir í húfi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár