Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bjarni: „Stjórnarandstaðan er í rusli“ og Píratar „skriðu inn á þing“

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, lét stjórn­ar­and­stöð­una heyra það og sagði Pírata hafa „skrið­ið inn á þing“. Hann vís­aði til þing­meiri­hluta rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Bjarni: „Stjórnarandstaðan er í rusli“ og Píratar „skriðu inn á þing“
Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson Kynntu áframhaldandi stjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins til næsta hausts. Mynd: RÚV

Niðurstaða mótmæla síðustu daga og afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra er að sama ríkisstjórn heldur áfram með sama málefnasamning þar til kosið verður í haust.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var vígreifur í samtali við blaðamenn ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, nýjum forsætisráðherra. 

Bjarni var ákveðinn í því að ríkisstjórnin héldi sínu striki.

„Skoðanakannanir sveiflast upp og niður og stjórnarandstaðan er í rusli líka. Eigum við ekki bara að segja það eins og er? Flokkarnir hér á þingi eru fæstir að mælast vel,“ sagði hann.

Þá sagði hann Pírata hafa „skriðið inn á þing“. „Það er einn flokkur sem er tímabundið, hann skreið inn á þing fyrir nokkrum árum síðan og er núna með mikinn stuðning. Hvað annað en nákvæmlega sú staða er til vitnis um að skoðanakönnun dagsins í dag er ekki nema vísbending um það sem gerist næst þegar kosið verður.“

Þá kvaðst Bjarni sjálfur hafa mælst með stuðning. „Ég ætla að sýna fram á það hvað það er sem ég hef fram að færa sem stjórnmálamaður,“ sagði hann.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR bera 60% svarenda lítið traust til Bjarna, en 21,7% mikið traust til hans.

Traust til forystufólks
Traust til forystufólks Meirihluti þjóðarinnar ber lítið traust til Bjarna Benediktssonar, samkvæmt könnun MMR. Hann sagðist í kvöld mælast með stuðning.

Bjarni gaf lítið fyrir yfirvofandi vantrauststillögu á Alþingi og gaf til kynna að hún yrði afgreidd með einföldum hætti. „Við ætlum að bregðast við henni með því að greiða 38 atkvæði á móti henni.“

Lilja Alfreðsdóttir verður ráðherra, samkvæmt tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins.

Sigmundur heldur áfram sem þingmaður þrátt fyrir að hafa verið staðinn að ósannindum í frásögnum af hagsmunum sínum og hafa láðst að greina frá mikilvægum hagsmunum í skattaskjólinu Tortóla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár