Séra Baldur Rafn með aukinn bílastyrk „á gráu svæði“

Séra Bald­ur Rafn Sig­urðs­son, sókn­ar­prest­ur í Njarð­vík­ur­sókn og Ytri Njarð­vík­ur­sókn, hef­ur feng­ið millj­ón króna við­bót­arakst­urs­greiðsl­ur um ára­tuga­skeið. Bisk­ups­stofa hef­ur kraf­ist þess að fá fylgiskjöl árs­reikn­inga sókn­anna án ár­ang­urs. Formað­ur Presta­fé­lags Ís­lands seg­ir mál­ið á gráu svæði.

Séra Baldur Rafn með aukinn bílastyrk „á gráu svæði“
Sóknarprestur Baldur Rafn hefur fengið umdeildar aukagreiðslur um árabil. Mynd: Þjóðkirkjan

Séra Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur í Njarðvíkursókn og Ytri Njarðvíkursókn, hefur fengið viðbótaraksturspening, til viðbótar við fastar akstursgreiðslur, um áratugaskeið. 

Baldur Rafn hefur gert samning við sóknina um þessar viðbótargreiðslur en slíkt er mjög óvenjulegt. DV fjallaði fyrst um málið árið 2009 og boðaði Biskupsstofa þá að málið yrði skoðað. Stundin hefur heimildir fyrir því að ekkert hafi gerst í þessu máli á þeim sex árum sem hafa liðið frá birtingu fréttarinnar. Þess má geta að Baldur Rafn hélt eina óvinsælustu hátíðarguðsþjónustu landsins um nýafstaðin jól en aðeins ein manneskja sótti hana þrátt fyrir að 1.596 manns tilheyri Þjóðkirkjunni í sókninni. Í báðum sóknum Baldur Rafns eru samtals rétt tæplega fjögur þúsund manns í Þjóðkirkjunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár