Séra Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur í Njarðvíkursókn og Ytri Njarðvíkursókn, hefur fengið viðbótaraksturspening, til viðbótar við fastar akstursgreiðslur, um áratugaskeið.
Baldur Rafn hefur gert samning við sóknina um þessar viðbótargreiðslur en slíkt er mjög óvenjulegt. DV fjallaði fyrst um málið árið 2009 og boðaði Biskupsstofa þá að málið yrði skoðað. Stundin hefur heimildir fyrir því að ekkert hafi gerst í þessu máli á þeim sex árum sem hafa liðið frá birtingu fréttarinnar. Þess má geta að Baldur Rafn hélt eina óvinsælustu hátíðarguðsþjónustu landsins um nýafstaðin jól en aðeins ein manneskja sótti hana þrátt fyrir að 1.596 manns tilheyri Þjóðkirkjunni í sókninni. Í báðum sóknum Baldur Rafns eru samtals rétt tæplega fjögur þúsund manns í Þjóðkirkjunni.
Athugasemdir