Landhelgisgæslan beið í hálftíma frá því viðvörun barst um að Jón Hákon BA-060 hefði hætt að senda tilkynningar og þar til hafist var handa við að reyna að ná sambandi við áhöfnina. Tíu mínútum síðar var nærstaddur bátur, Mardís, beðinn um grennslast fyrir um bátinn, en bátnum hafði hvolft minnst 40 mínútum fyrr.
„Í því símtali kom fljótlega í ljós að skipverjar á bátnum sáu til Jóns Hákons og að eitthvað bjátaði á. Einnig að báturinn hefði sett á fulla ferð í átt að Jóni Hákoni. Skipverjar bátsins voru beðnir um að kalla til nærstaddra báta og biðja þá um að koma einnig til aðstoðar,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslu Íslands, í svari við fyrirspurn Stundarinnar.
Athugasemdir