Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bersögli Þórunnar

Það verð­ur eng­inn svik­inn af lestri þess­ar­ar bók­ar. En það er ástæða til að hvetja vænt­an­lega les­end­ur til þess að gef­ast ekki upp í miðri bók.

Bersögli Þórunnar

Stúlka með höfuð er þroskasaga Þórunnar Valdimarsdóttur rithöfundar. Bókin fjallar um líf skáldsins og sagnfræðingsins frá vöggu til fullorðinsára. Það má með sanni segja að lýsingar á mönnum og málefnum eru afar skrautlegar og beinskeyttar. Tilfinningin er sú að ekkert sé tabú við skrifin. Allt skal sagt og ekkert undandregið. 

Þetta kemur vel fram þar sem Þórunn fjallar um foreldra sína, afa og ömmur. Amma hennar á hæli í vonlausri glímu við sýflis sem hafði afskræmt hana. Og hún lýsir tröppu­ganginum í hjónabandi foreldra sinna. Pabbinn var kvennaljómi sem gat ekki haldið tryggð við eiginkonu sína. Hann var ekki bara í hefðundnu framhjáhaldi heldur „trylltur af föstu framhjáhaldi“. Þetta ástand er Þórunni sárt og hún á erfitt með að taka föður sinn í sátt. Framhjáhaldið endaði svo með skilnaði með tilheyrandi erfiðleikum og sársauka. Það má lesa á milli lína að móðir Þórunnar á alla samúð barnsins. Móðir Þórunnar glímdi við grimm örlög því hún fékk sýkingu sem varð til þess að hún missti kjálkabeinið og hálft andlitið. Hún varð afskræmd. Þórunn lýsir því að þetta hefði orðið til þess að hún lét af fordómum gagnvart ófríðu fólki. 

Á köflum eru lýsingar Þórunnar svo kostulegar að hláturinn bókstaflega sýður í manni. Jafnvel þegar draminn er í hámarki er stutt í húmorinn. Þórunn hefur þennan einstaka hæfileka að geta séð ljósið í gegnum hvaða svartnætti sem er. Bókin er skrifuð í skugga þess að eiginmaður hennar, Eggert Þór Bernharðsson, rithöfundur og prófessor, varð bráðkvaddur á gamlársdag í fyrra. Harmur Þórunnar er sem rauður þráður í gegnum bókina en húmorinn er til staðar. 

Þjóðþekktir elskhugar

Víst er að margur siðprúður mun súpa hveljur við lesturinn. Þórunn lýsir kynþroska sínum og ástarlífi. Þannig lýsir hún með eftirtektarverðum hætti þegar fyrsti kynblossinn kom til. Þá dregur hún ekkert af sér í lýsingum á ástarmálum sínum. Þjóðþekktir einstaklingar dúkka upp sem elskhugar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár