Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hringbraut bendlar föður Sigmundar við fjármögnun Vefpressunnar í annað sinn

Gunn­laug­ur M. Sig­munds­son, fað­ir for­sæt­is­ráð­herra, hafn­aði því í sam­tali við Stund­ina í sum­ar að hann hefði lagt fjár­muni til rekstr­ar fjöl­miðla­veld­is Björns Inga Hrafns­son­ar. Fjöl­mið­ill­inn Hring­braut held­ur því nú fram öðru sinni, en í fyrra skipt­ið var nafn­laus pist­ill fjar­lægð­ur.

Hringbraut bendlar föður Sigmundar við fjármögnun Vefpressunnar í annað sinn

Fjölmiðillinn Hringbraut hefur tvisvar sinnum í vetur haldið því fram, í pistlum sem skrifaðir eru undir nafnleynd, að Gunnlaugur M. Sigmundsson, faðir forsætisráðherra, hafi lagt fjármuni til rekstrar fjölmiðlaveldis Björns Inga Hrafnssonar.

Fyrri pistillinn, sem birtist undir dulnefninu Náttfari í byrjun nóvember, var fjarlægður. Að sögn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, ritstjóra Hringbrautar, var þetta gert vegna þess að heimildirnar fyrir efni pistilsins voru ekki taldar nægilega tryggar.

Á aðfangadag birti Hringbraut aðra grein, nú undir dulnefninu Ólafur Jón Sívertsen, þar sem líkum er leitt að því að Gunnlaugur og aðilar tengdir honum hafi lagt fjármuni til rekstrar fjölmiðlaveldisins.

Stundin hafði samband við Gunnlaug síðasta sumar, áður en Hringbraut fjallaði um málið, og spurði hvort rétt væri að hann hefði lánað fyrirtæki Björns Inga 60 milljónir króna árið 2013. Gunnlaugur hafnaði því og sagði að sér hefði verið kennt fyrir löngu að óskynsamlegt væri að fjárfesta í fjölmiðlum. 

Í fyrri pistlinum sem var fjarlægður af vef Hringbrautar er rakið hve rekstrarkostnaður DV og dv.is er mikill meðan tekjustreymið láti á sér standa. „Heimildarmaður Náttfara sem hefur mikla reynslu af fjölmiðlarekstri heldur því fram að það þurfi að borga með rekstri DV 10 milljónir króna á mánuði til að halda skipinu á floti,“ segir í pistlinum og er fullyrt að skuldahali fjölmiðlaveldis Björns Inga hafi numið um 80 milljónum króna árið 2013 og innspýtingar verið þörf.

Frekari innspýtingu spáð

Í framhaldinu skrifar höfundur pistilsins: 

„Heimildarmaður Náttfara telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því hvaðan umræddir fjármunir hafa komið. Hann hefur ekki getað sýnt skriflegar sannanir en er viss í sinni sök. Hann telur fullvíst að Gunnlaugur M. Sigmundsson, faðir forsætisráðherra, hafi lagt þessa fjármuni til rekstrarins. Gunnlaugur var á sínum tíma eigandi Kögunar og seldi fyrirtækið á réttum tíma með gífurlegum hagnaði. Gunnlaugur er milljarðamæringur. Honum hefur runnið til rifja að sjá hve illa flokkur sonar hans hefur komið út úr skoðanakönnunum og hefur viljað kenna fjölmiðlum um það. Einkum DV á meðan Reynir Traustason stýrði þar á bæ. Framsóknarmenn mátu það svo að það væri lífnauðsynlegt fyrir flokkinn að aftengja DV og tryggja að miðillinn væri meinlaus gagnvart Framsóknarflokknum og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Þetta hefur gengið eftir. DV lætur Framsókn og ríkisstjórnina alveg í friði, reynir frekar að hjálpa til ef eitthvað er með viðtölum við ráðherra og þingmenn flokksins.“

Þá eru leiddar að því líkur að fram að næstu kosningum muni fjölskylda Sigmundar Davíðs leggja til mörg hundruð milljónir króna til að freista þess að halda honum við völd. „Fjölskyldan hefur fjárhagslegt afl til þess. Það á svo eftir að koma á daginn hvort unnt er að kaupa völd og halda völdum á Íslandi með slíkum hætti.“

Umdeild fréttaskrif

Í umræðum á Facebook upplýsti Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Hringbrautar, um ástæður þess að pistillinn var fjarlægður. „Ég tók þetta út þar eð ég taldi ekki nægilega tryggar heimildir fyrir efni pistilsins. Við hljótum öll að vilja byggja á þeim traustum og haldgóðum. Engar hótanir hér, aðeins viðleitni til að vanda betur til verka,“ skrifaði hann og vísaði því á bug að nokkur maður hafi farið sérstaklega fram á að pistillinn yrði tekinn út.

Í seinni pistlinum, sem birtist á aðfangadag, segist huldumaðurinn Ólafur Jón Sívertsen hafa heimildir fyrir því að fjármunir til rekstrar „allra þessara flokksmiðla Framsóknar komi frá nánustu ættingjum og vinum formanns flokksins“ og bendir á að faðir Sigmundar er sterkefnaður. Skömmu eftir að pistillinn fór í loftið birtist frétt á vef Hringbrautar upp úr skrifum huldumannsins.

Fjölmargir gagnrýndu þessi vinnubrögð og skrifaði Björn Þorláksson, blaðamaður á Hringbraut, pistil um „mistök Hringbrautar“ þar sem hann gagnrýndi kollega sína fyrir að hafa birt frétt upp úr skrifum manns sem ekki er til.

Taprekstur Vefpressunnar

Eins og Stundin hefur áður fjallað um í ítarlegri fréttaskýringu hefur fjölmiðlaveldi Björns Inga allt frá upphafi reitt sig á stuðning fjársterkra aðila. Ef litið er á ársreikninga Vefpressunnar má sjá að hún hefur verið rekin með umtalsverðu tapi allt frá stofnun ef frá er talið rekstrarárið 2013 þegar félagið skilaði loksins hagnaði.

Pressan ehf. var rekin með 66 milljóna tapi árið 2012. Á rekstrarárinu 2013 hækkuðu skyndilega skammtímaskuldir félagsins um rúmar 60 milljónir króna, án þess að gefnar væru skýringar á því í ársreikningi. Vísir fjallaði um málið í júní og hafði eftir Arnari Ægissyni, framkvæmdastjóra Pressunnar, að hann myndi ekki hvernig lánið væri til komið. Líklega væri um að ræða „yfirfærslu á yfirdrætti sem var í eignarhaldsfélaginu Vefpressunni ehf.“. Hann staðfesti þó að yfirdrátturinn væri hjá MP banka. „Yfirdrátturinn er þar. Hann var það, hann er ekki lengur. Það er enginn yfirdráttur í dag.“

Tengsl Sigmundar við MP banka

Engin opinber skjöl eru til um lánið frá MP banka, sem verður að teljast rausnarlegt í ljósi þess hver fjarhagsstaða Pressunnar var á þessum tíma. Eins og bent hefur verið á í fjölmiðlum hafa Sigmundur Davíð, og ríkisstjórn Íslands, margvísleg tengsl við MP banka. Forstjóri bankans, Sigurður Atli Jónsson, er kvæntur systur Sigmundar Davíðs. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, er náinn vinur og helsti efnahagsráðgjafi Sigmundar. Þá hafa þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps ríkisstjórnarinnar um losun gjaldeyrishafta gegnt yfirmannsstöðu í bankanum.

Frægt varð þegar Hlín Einarsdóttir, fyrrverandi sambýliskona Björns Inga Hrafnssonar, og Malín Brand systir hennar voru handteknar fyrir tilraun til fjárkúgunar á hendur Sigmundi Davíð forsætisráðherra. Í nóvemberblaði Stundarinnar birtist viðtal við Malín þar sem hún lýsti aðdragandanum, meðal annars því þegar systir hennar sagði henni að hún byggi yfir upplýsingum um Sigmund Davíð og Björn Inga.

„Það var Sigmundur Davíð sem kippti í einhverja spotta í MP-banka og bjargaði rétt eftir að hann varð forsætisráðherra“

Haft er eftir Malín: „Mér leist ekkert á það hversu breytt fas hennar var frá því fyrr um daginn og spurði hvað hún væri eiginlega búin að drekka marga bjóra. Það fauk í hana og hún sagði mér að hlusta. Svo spurði hún hvort ég myndi þegar Vefpressan var við það að fara á hausinn. Vissulega mundi ég það. Þá var stundum ekkert hlaupið að því að fá útborgað. Hlín rifjaði upp að skyndilega hefði verið til nóg af peningum og Vefpressunni borgið. „Það var Sigmundur Davíð sem kippti í einhverja spotta í MP-banka og bjargaði rétt eftir að hann varð forsætisráðherra,“ sagði hún áköf.“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa samskipti Björns Inga og Sigmundar Davíðs færst mjög í aukana undanfarin ár og vinskapur tekist með þeim. Hafa þeir átt samverustundir erlendis auk þess sem Sigmundur Davíð hefur heimsótt Björn Inga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár