Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hælisleitandi sendur til Noregs í skugga líflátshótana

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála tók ekki til­lit til líf­láts­hót­ana, sem Murta­dha Ali Hussain bár­ust frá Nor­egi, áð­ur en hún tók ákvörð­un um að stað­festa úr­skurð Út­lend­inga­stofn­un­ar um að hann skyldi send­ur til baka til Nor­egs á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar. Hann ótt­ast um líf sitt, bæði í Nor­egi og í Ír­ak.

Hælisleitandi sendur til Noregs í skugga líflátshótana
Hræddur Murtadha Ali Hussain óttast að fara aftur til Noregs. Þangað komu menn að leita hans sem sögðust ætla að afhöfða hann. Mynd: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Murtadha Ali Hussain kom til Íslands fyrir tveimur og hálfum mánuði í kjölfar þess að hafa verið synjað um hæli í Noregi. Murtadha er frá Írak, nánar tiltekið frá borginni Hilla, þar sem hefur ríkt óstöðugt ástand í mörg ár. Mál hans var ekki tekið fyrir hér á landi á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins, sem veitir ríkjum heimild til að synja að taka hælisumsókn til meðferðar og senda hælisleitendur aftur til baka til annarra landa, þar sem frekar er talið að fjalla eigi um umsóknir þeirra.

Murtadha kærði ákvörðun Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála. Áður en kærunefndin tók málið til athugunar bárust Murtadha líflátshótanir frá Noregi. Þann 12. desember fékk hann skilaboð frá vini sínum, um að þrír menn höfðu komið í flóttamannabúðirnar þar sem hann dvaldi í leit að honum. Þeir hafi sýnt ógnandi tilburði. Skömmu síðar fékk hann Whatsapp-skilaboð úr óþekktu númeri. Þau voru ógnandi: „Ég finn þig, hvar sem þú verður. Ég mun hálshöggva þig.“

Ég mun hálshöggva þig
Ég mun hálshöggva þig Whatsapp-skilaboð Faisal til Murtadha: F) Veistu hver ég er, eða ekki? Heldur þú að ég finni þig ekki? F) Hvar ertu? M) Hver ert þú? M) Ég veit ekki hver þú ert. F) Ég heiti Faisal, ertu búinn að gleyma mér? F) Ég sver að ég mun finna þig, ég hef þig í sigtinu, heldur þú að Noregur sé langt í burtu frá mér? F) Ég finn þig, hvar sem þú verður. Ég mun hálshöggva þig.

Murtadha segir að mennirnir hafi verið á vegum íraskra manna sem hann flúði undan á sínum tíma. Murtadha er frá borginni Hilla í Írak, þar sem ástand er óstöðugt, en mennirnir tilheyra að hans sögn uppreisnarhópum þar og séu hættulegir. Frændi Murtadha, Ali, átti í viðskiptasambandi við þá. Þeir myrtu Ali til að komast yfir hans hluta viðskiptanna. Barnungur sonur Alis, sem er fimm ára, erfði pabba sinn og Murtadha var settur fjárhaldsmaður hans fram til átján ára aldurs. Mennirnir kröfðust þess að hann afsalaði sér þeirri ábyrgð til þeirra og hótuðu honum lífláti ef hann hlýddi ekki. Murtadha neitaði og flúði til að bjarga lífi sínu.

Murtadha tilkynnti talsmanni sínum hjá Rauða krossinum um hótanirnar sem kom þeim áleiðis til kærunefndar útlendingamála. Nefndin tók ekki tillit til þeirra. Hvergi er minnst á þær í úrskurði nefndarinnar, þar sem fram kemur að Murtadha skuli snúið aftur til Noregs. „Ég hélt að þeir myndu endurskoða ákvörðun sína á grundvelli þessara hótana en þeir gerðu það ekki. Ég skil ekki af hverju,“ segir hann og segist ekki vita hvað hann eigi til bragðs að taka nú.

Nú, þegar kærunefndin hefur birt úrskurð sinn, er málinu formlega lokið innan stjórnsýslunnar. Það þýðir að aðkomu Rauða krossins að málinu er einnig lokið og að Murtadha hafi tvo kosti í stöðunni: að sætta sig við úrskurðinn eða finna sér lögmann sem er reiðubúinn að láta á það reyna að fara með mál hans fyrir dómstóla. Hann hefur leitað til nokkurra lögmanna en enginn hefur fengist til að taka málið að sér. Murtadha er því ráðalaus og á ekki von á öðru en að vera sendur til baka til Noregs og þaðan til Írak. Murtadha skelfur lítillega á meðan hann segir sögu sína. Spurður um líðan sína segist honum líða illa, vera hræddur og stressaður. Hann segir líðanina ná til líkamans, hann sé til dæmis farinn að missa hárið. Svo rennir hann höndinni í gegnum það og sýnir á sér lófann, þakinn hárum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
1
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
10
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár