Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bækur Íslenskir furðusagnahöfundar í útrás

Ís­lensk­ar furðu­bók­mennt­ir eru ung­ar og í mót­un, en nú virð­ist vera kom­ið líf í tusk­urn­ar. Stund­in ræddi við tvo ís­lenska furðu­höf­unda sem fóru á ráð­stefnu fant­as­íu- og vís­inda­sagnanörda á Álands­eyj­um.

Bækur Íslenskir furðusagnahöfundar í útrás
Íslenskir furðuhöfundar Emil Hjörvar Petersen og Alexander Dan Vilhjálmsson kynna íslenskar furðusögur.

Ráðstefnugestir streyma út úr Alandica-höllinni út í norræna sumarsól. Einhverjir eru í bolum með myndum af vinsælum persónum úr bókaflokkum eða tölvuleikjum en að öðru leyti gæti þetta verið óvenju ungleg verkfræðinga- eða tannlæknaráðstefna. Þetta eru þó ekki verkfræðingar heldur fantasíu- og vísindasagnanördar sem komnir eru í smáþorpið (og á sama tíma höfuðborgina) Maríuhöfn á Álandseyjum til að taka þátt í stærsta furðusagnaþingi Norðurlandanna, Archipelacon. Á meðal ráðstefnugesta eru tveir íslenskir höfundar sem eru komnir til að kynna bækur sínar og íslenskar furðusögur. Báðir hafa stóra bunka af bæklingum með kaflabrotum á bæði ensku og sænsku, sérstaklega þýdda fyrir þessa ráðstefnu. Ég náði tali af þeim í lobbýinu á ráðstefnuhöllinni, Emil Hjörvari Petersen og Alexander Dan Vilhjámssyni. Fyrsta deginum er nýlokið, en fram undan er langt prógram þar sem allt sem viðkemur furðusögum verður rætt, vísindasögur, fantasíur, norræn furða og fleira. George R.R. Martin, höfundur bókaflokksins sem þættirnir Game of Thrones eru byggðir á, mun árita bækur og lesa upp, margir þekktir höfundar á Norðurlöndunum (og minna þekktir líka) munu taka þátt í pallborðsumræðum sem snerta á tölvuleikjum, kvikmyndum, finnskum hryllingssögum og jafnvel Grískir fantasíuáhugamenn eru með sér umræðuvettvang.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár