Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Erlendir ferðamenn björguðu Auði eftir bílslys

Mynd­band sýn­ir ferða­menn frá Singa­púr að­stoða Auði Gísla­dótt­ur eft­ir að hún lenti í al­var­legu bíl­slysi á Suð­ur­lands­vegi í gær. Hún seg­ir belt­in hafa bjarg­að lífi sínu og vill þakka þeim sem komu henni til að­stoð­ar.

Erlendir ferðamenn björguðu Auði eftir bílslys
Slapp mjög vel Bílbeltið bjargaði lífi Auðar sem hér sést á bráðamóttöku Landspítalans ásamt föður sínum.

„Beltin bjarga. Það er bara þannig og ég er svo þakklát fyrir að vera á lífi,“ segir Auður Gísladóttir sem lenti í alvarlegu bílslysi á Suðurlandsvegi í gær.

Auður Gísladóttir
Auður Gísladóttir Vill minna fólk á að beltin bjargi. Það hafi þau gert síðast í gær þegar Auður lenti í bílveltu á Suðurlandsvegi.

Hún var á leið frá Reykjavík og suður á land þegar hún missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór utan vegar og valt í þrjá hringi.

„Ég held að ég hafi brotið rúðuna með höfðinu á mér. Þá fékk ég líka flösku í andlitið og litla garðhrífu í öxlina. Síðan man ég ekki meir því ég held að ég hafi misst meðvitund,“ segir Auður sem nú er á batavegi en hún er talin hafa sloppið mjög vel og það megi að mestu rekja til bílbeltanotkunar.

Skelfingu lostin og föst í bifreiðinni

Hópur ferðamanna á einkabíl voru fyrstir á slysstað og reyndu að ná Auði út úr bifreiðinni en myndband af björguninni hefur nú ratað á samfélagsmiðilinn YouTube.

Auður vissi ekki af myndbandinu þegar blaðamaður Stundarinnar hafði samband. Svo virðist sem að því sé hlaðið upp af síðu á YouTube sem kennir sig við asíska borgarablaðamennsku. Í myndskeiðinu sést hvar ferðamennirnir koma hlaupandi að og heyrist í Auði gráta, skelfingu lostin, þar sem hún sat föst í bifreiðinni.

„Það eina sem mér dettur í hug að segja er að þakka öllu þessu góða fólki“

„Það er rosalegt að horfa á þetta svona eftir á. Það eina sem mér dettur í hug að segja er að þakka öllu þessu góða fólki sem aðstoðaði mig eftir slysið. Bæði þessum ferðamönnum sem og öðrum vegfarendum sem komu að slysinu. Þá vill ég líka þakka starfsfólkinu á bráðamóttökunni í Fossvogi,“ segir Auður sem vill ítreka boðskap sögunnar.

„Munið að beltin bjarga.

Myndbandið frá ferðamönnunum

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu