Erlendir ferðamenn björguðu Auði eftir bílslys

Mynd­band sýn­ir ferða­menn frá Singa­púr að­stoða Auði Gísla­dótt­ur eft­ir að hún lenti í al­var­legu bíl­slysi á Suð­ur­lands­vegi í gær. Hún seg­ir belt­in hafa bjarg­að lífi sínu og vill þakka þeim sem komu henni til að­stoð­ar.

Erlendir ferðamenn björguðu Auði eftir bílslys
Slapp mjög vel Bílbeltið bjargaði lífi Auðar sem hér sést á bráðamóttöku Landspítalans ásamt föður sínum.

„Beltin bjarga. Það er bara þannig og ég er svo þakklát fyrir að vera á lífi,“ segir Auður Gísladóttir sem lenti í alvarlegu bílslysi á Suðurlandsvegi í gær.

Auður Gísladóttir
Auður Gísladóttir Vill minna fólk á að beltin bjargi. Það hafi þau gert síðast í gær þegar Auður lenti í bílveltu á Suðurlandsvegi.

Hún var á leið frá Reykjavík og suður á land þegar hún missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór utan vegar og valt í þrjá hringi.

„Ég held að ég hafi brotið rúðuna með höfðinu á mér. Þá fékk ég líka flösku í andlitið og litla garðhrífu í öxlina. Síðan man ég ekki meir því ég held að ég hafi misst meðvitund,“ segir Auður sem nú er á batavegi en hún er talin hafa sloppið mjög vel og það megi að mestu rekja til bílbeltanotkunar.

Skelfingu lostin og föst í bifreiðinni

Hópur ferðamanna á einkabíl voru fyrstir á slysstað og reyndu að ná Auði út úr bifreiðinni en myndband af björguninni hefur nú ratað á samfélagsmiðilinn YouTube.

Auður vissi ekki af myndbandinu þegar blaðamaður Stundarinnar hafði samband. Svo virðist sem að því sé hlaðið upp af síðu á YouTube sem kennir sig við asíska borgarablaðamennsku. Í myndskeiðinu sést hvar ferðamennirnir koma hlaupandi að og heyrist í Auði gráta, skelfingu lostin, þar sem hún sat föst í bifreiðinni.

„Það eina sem mér dettur í hug að segja er að þakka öllu þessu góða fólki“

„Það er rosalegt að horfa á þetta svona eftir á. Það eina sem mér dettur í hug að segja er að þakka öllu þessu góða fólki sem aðstoðaði mig eftir slysið. Bæði þessum ferðamönnum sem og öðrum vegfarendum sem komu að slysinu. Þá vill ég líka þakka starfsfólkinu á bráðamóttökunni í Fossvogi,“ segir Auður sem vill ítreka boðskap sögunnar.

„Munið að beltin bjarga.

Myndbandið frá ferðamönnunum

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár