Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins sem skipar annað sæti á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, telur að íslensk heilbrigðisþjónusta sé betri en heilbrigðisþjónusta á hinum Norðurlöndunum.
Þetta segir Áslaug í færslu á Twitter þar sem hún gagnrýnir málflutning Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, um að Ísland verði að búa við álíka gott heilbrigðiskerfi og hin Norðurlöndin.
Í ræðu sinni á eldhúsdagsumræðunum á Alþingi í gær sagði Oddný að í næstu þingkosningum gæfist tækifæri til að skipa Íslandi „í sveit með hinum Norðurlöndunum sem eru með bestu heilbrigðisþjónustu í heimi“ og að það væri „engin ástæða fyrir því að fólkið okkar fái ekki bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á“.
Áslaug brást við þessum málflutningi á Twitter með eftirfarandi orðum: „Kannski ágætt að minna Oddný á að við erum með betri heilbrigðisþjónustu en Norðurlöndin, þó það megi alltaf gera betur.“
Aðspurð af öðrum Twitter-notendum til hvers hún vísaði benti Áslaug á frétt …
Athugasemdir