Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Árni Páll segir Kára kominn ofan í holu

„Ef mað­ur er kom­inn í holu er best að hætta að moka,“ skrif­ar Árni Páll. „Við tók­um ekki fé úr rík­is­sjóði til að fjár­magna stof­nefna­hags­reikn­ing banka - þvert á móti var ákveð­ið að láta er­lenda kröfu­hafa um að leggja fram það fé í tveim­ur af þrem­ur bönk­um.“

Árni Páll segir Kára kominn ofan í holu

Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, svarar Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, fullum hálsi vegna málflutnings hans um fjársvelti íslenska heilbrigðiskerfisins undanfarna daga. Hefur Kári gagnrýnt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að hafa ekki hlúð betur að heilbrigðiskerfinu í kjölfar hrunsins. Jóhanna svaraði honum í gær og brást hann jafnframt við athugasemdum Jóhönnu í pistli sem birtist á Stundinni.

Nú skerst Árni Páll, eftirmaður Jóhönnu, í leikinn og segir Kára Stefánsson hafa grafið sér holu. „Ef maður er kominn í holu er best að hætta að moka. Kári nefnir máli sínu til stuðnings nokkur atriði, sem hvergi standast samjöfnuð við almenn útgjöld af ríkisfé af fjárlögum í kreppu,“ skrifar Árni á Facebook.

Kári skrifaði í gær að þrátt fyrir bágt ástand eftir hrun hefði vinstristjórninni tekist að „búa til efnahagsreikninga fyrir nokkra banka, bjarga hinum ýmsu fjármálastofnunum víðsvegar um land, ljúka við byggingu Hörpu og bora gat í gegnum Vaðlaheiðina“.

Árni Páll skrifar: „Við tókum ekki fé úr ríkissjóði til að fjármagna stofnefnahagsreikning banka - þvert á móti var ákveðið að láta erlenda kröfuhafa um að leggja fram það fé í tveimur af þremur bönkum. Ekki var veitt fé úr ríkissjóði til fjármálastofnana vítt og breitt um land umfram það sem leiddi af innstæðutryggingunni sem sett var á í hruninu og var nauðsynleg aðgerð til að forða allsherjarfjármálakreppu. Harpa stóð hálfkláruð og hægt var að taka bygginguna yfir með miklum afslætti frá kröfuhöfum. Sú fjárfesting hefði ónýtst ef byggingin hefði ekki verið kláruð. Gatið í Vaðlaheiðina reyndist því miður eina samgönguverkefnið sem heimamenn voru tilbúnir að fjármagna með veggjöldum og því var ráðist í það. Við vorum tilbúin með mörg önnur verkefni - tvöföldun Suðurlandsvegar t.d. - sem gott væri nú að eiga fullunnið, en heimamenn lögðust gegn fjármögnun þess með veggjöldum. Ef við hefðum farið í það væru erlendir ferðamenn nú að borga þá fjárfestingu að stórum hluta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár