Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Árni Páll segir Kára kominn ofan í holu

„Ef mað­ur er kom­inn í holu er best að hætta að moka,“ skrif­ar Árni Páll. „Við tók­um ekki fé úr rík­is­sjóði til að fjár­magna stof­nefna­hags­reikn­ing banka - þvert á móti var ákveð­ið að láta er­lenda kröfu­hafa um að leggja fram það fé í tveim­ur af þrem­ur bönk­um.“

Árni Páll segir Kára kominn ofan í holu

Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, svarar Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, fullum hálsi vegna málflutnings hans um fjársvelti íslenska heilbrigðiskerfisins undanfarna daga. Hefur Kári gagnrýnt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að hafa ekki hlúð betur að heilbrigðiskerfinu í kjölfar hrunsins. Jóhanna svaraði honum í gær og brást hann jafnframt við athugasemdum Jóhönnu í pistli sem birtist á Stundinni.

Nú skerst Árni Páll, eftirmaður Jóhönnu, í leikinn og segir Kára Stefánsson hafa grafið sér holu. „Ef maður er kominn í holu er best að hætta að moka. Kári nefnir máli sínu til stuðnings nokkur atriði, sem hvergi standast samjöfnuð við almenn útgjöld af ríkisfé af fjárlögum í kreppu,“ skrifar Árni á Facebook.

Kári skrifaði í gær að þrátt fyrir bágt ástand eftir hrun hefði vinstristjórninni tekist að „búa til efnahagsreikninga fyrir nokkra banka, bjarga hinum ýmsu fjármálastofnunum víðsvegar um land, ljúka við byggingu Hörpu og bora gat í gegnum Vaðlaheiðina“.

Árni Páll skrifar: „Við tókum ekki fé úr ríkissjóði til að fjármagna stofnefnahagsreikning banka - þvert á móti var ákveðið að láta erlenda kröfuhafa um að leggja fram það fé í tveimur af þremur bönkum. Ekki var veitt fé úr ríkissjóði til fjármálastofnana vítt og breitt um land umfram það sem leiddi af innstæðutryggingunni sem sett var á í hruninu og var nauðsynleg aðgerð til að forða allsherjarfjármálakreppu. Harpa stóð hálfkláruð og hægt var að taka bygginguna yfir með miklum afslætti frá kröfuhöfum. Sú fjárfesting hefði ónýtst ef byggingin hefði ekki verið kláruð. Gatið í Vaðlaheiðina reyndist því miður eina samgönguverkefnið sem heimamenn voru tilbúnir að fjármagna með veggjöldum og því var ráðist í það. Við vorum tilbúin með mörg önnur verkefni - tvöföldun Suðurlandsvegar t.d. - sem gott væri nú að eiga fullunnið, en heimamenn lögðust gegn fjármögnun þess með veggjöldum. Ef við hefðum farið í það væru erlendir ferðamenn nú að borga þá fjárfestingu að stórum hluta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu