Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Árni Páll segir Kára kominn ofan í holu

„Ef mað­ur er kom­inn í holu er best að hætta að moka,“ skrif­ar Árni Páll. „Við tók­um ekki fé úr rík­is­sjóði til að fjár­magna stof­nefna­hags­reikn­ing banka - þvert á móti var ákveð­ið að láta er­lenda kröfu­hafa um að leggja fram það fé í tveim­ur af þrem­ur bönk­um.“

Árni Páll segir Kára kominn ofan í holu

Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, svarar Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, fullum hálsi vegna málflutnings hans um fjársvelti íslenska heilbrigðiskerfisins undanfarna daga. Hefur Kári gagnrýnt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að hafa ekki hlúð betur að heilbrigðiskerfinu í kjölfar hrunsins. Jóhanna svaraði honum í gær og brást hann jafnframt við athugasemdum Jóhönnu í pistli sem birtist á Stundinni.

Nú skerst Árni Páll, eftirmaður Jóhönnu, í leikinn og segir Kára Stefánsson hafa grafið sér holu. „Ef maður er kominn í holu er best að hætta að moka. Kári nefnir máli sínu til stuðnings nokkur atriði, sem hvergi standast samjöfnuð við almenn útgjöld af ríkisfé af fjárlögum í kreppu,“ skrifar Árni á Facebook.

Kári skrifaði í gær að þrátt fyrir bágt ástand eftir hrun hefði vinstristjórninni tekist að „búa til efnahagsreikninga fyrir nokkra banka, bjarga hinum ýmsu fjármálastofnunum víðsvegar um land, ljúka við byggingu Hörpu og bora gat í gegnum Vaðlaheiðina“.

Árni Páll skrifar: „Við tókum ekki fé úr ríkissjóði til að fjármagna stofnefnahagsreikning banka - þvert á móti var ákveðið að láta erlenda kröfuhafa um að leggja fram það fé í tveimur af þremur bönkum. Ekki var veitt fé úr ríkissjóði til fjármálastofnana vítt og breitt um land umfram það sem leiddi af innstæðutryggingunni sem sett var á í hruninu og var nauðsynleg aðgerð til að forða allsherjarfjármálakreppu. Harpa stóð hálfkláruð og hægt var að taka bygginguna yfir með miklum afslætti frá kröfuhöfum. Sú fjárfesting hefði ónýtst ef byggingin hefði ekki verið kláruð. Gatið í Vaðlaheiðina reyndist því miður eina samgönguverkefnið sem heimamenn voru tilbúnir að fjármagna með veggjöldum og því var ráðist í það. Við vorum tilbúin með mörg önnur verkefni - tvöföldun Suðurlandsvegar t.d. - sem gott væri nú að eiga fullunnið, en heimamenn lögðust gegn fjármögnun þess með veggjöldum. Ef við hefðum farið í það væru erlendir ferðamenn nú að borga þá fjárfestingu að stórum hluta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár