Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Villa í kynningarefninu: 1,5 milljarðar en ekki 15 milljarðar á ári

Fram kom í kynn­ing­ar­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar að ár­legt tekjutap hins op­in­bera af að­gerð­um í þágu ungra fast­eigna­kaup­enda yrðu 15 millj­arð­ar króna. Hið rétta er að að­gerð­irn­ar kosta 1,5 millj­arða á ári. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gagn­rýn­ir Stund­ina vegna máls­ins.

Villa í kynningarefninu: 1,5 milljarðar en ekki 15 milljarðar á ári

Árlegt tekjutap hins opinbera vegna skattfrelsis séreignarsparnaðar er metið á 1,5 milljarða króna en ekki 15 milljarða eins og fram kom í kynningarefni sem birtist á vef fjármálaráðuneytisins og Stundin greindi frá í dag. 

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins, bendir á að aðgerðirnar kosti ekki 15 milljarða á ári heldur 1,5 milljarða. Gagnrýnir hann Stundina vegna málsins.

Jóhannes skrifar: 

Verðlaunablaðamenn geta greinilega hlaupið á sig eins og aðrir. Í frétt Stundarinnar af ‪#‎FyrstaFasteign‬ segir réttilega að kostnaður ríkisins sé metinn 15 milljarðar á TÍU ára tímabili - þ.e. um 1,5 ma. á ári x tíu ár. Jóhann Páll virðist hins vegar hafa séð þetta einhverjum ofsjónum því fyrirsögnin segir kostnaðinn vera 15 milljarða á hverju ári... og að með því megi borga allt heilbrigðiskerfið í heild sinni. Það sem er hins vegar rétt, er að með úrræðinu getur fólk lækkað greiðslubyrði sína og heildargreislur á lánstíma húsnæðisláns um rúmlega fjórðung, meira en 25%. Og það er alveg þess virði að ríkið gefi eftir 1500 milljónir í skatta á ári til þess.

Stundin vitnaði í kynningarefni ríkisstjórnarinnar þegar fullyrt var að úrræðin kostuðu 15 milljarða á ári. Í kynningarefninu stóð: „Árlegt tekjutap hins opinbera vegna skattfrelsis séreignarsparnaðar er metið 15 milljarðar króna á tíu árum í grunndæmi.“ Að sögn Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, var um villu í kynningarefninu að ræða. Ummæli Jóhannesar um að Stundin hafi greint frá því að með sams konar upphæð mætti „borga allt heilbrigðiskerfið í heild sinni“ eru ekki rétt. Í frétt var hins vegar minnst á áætlaðan kostnað við að fella niður greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár