Villa í kynningarefninu: 1,5 milljarðar en ekki 15 milljarðar á ári

Fram kom í kynn­ing­ar­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar að ár­legt tekjutap hins op­in­bera af að­gerð­um í þágu ungra fast­eigna­kaup­enda yrðu 15 millj­arð­ar króna. Hið rétta er að að­gerð­irn­ar kosta 1,5 millj­arða á ári. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gagn­rýn­ir Stund­ina vegna máls­ins.

Villa í kynningarefninu: 1,5 milljarðar en ekki 15 milljarðar á ári

Árlegt tekjutap hins opinbera vegna skattfrelsis séreignarsparnaðar er metið á 1,5 milljarða króna en ekki 15 milljarða eins og fram kom í kynningarefni sem birtist á vef fjármálaráðuneytisins og Stundin greindi frá í dag. 

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins, bendir á að aðgerðirnar kosti ekki 15 milljarða á ári heldur 1,5 milljarða. Gagnrýnir hann Stundina vegna málsins.

Jóhannes skrifar: 

Verðlaunablaðamenn geta greinilega hlaupið á sig eins og aðrir. Í frétt Stundarinnar af ‪#‎FyrstaFasteign‬ segir réttilega að kostnaður ríkisins sé metinn 15 milljarðar á TÍU ára tímabili - þ.e. um 1,5 ma. á ári x tíu ár. Jóhann Páll virðist hins vegar hafa séð þetta einhverjum ofsjónum því fyrirsögnin segir kostnaðinn vera 15 milljarða á hverju ári... og að með því megi borga allt heilbrigðiskerfið í heild sinni. Það sem er hins vegar rétt, er að með úrræðinu getur fólk lækkað greiðslubyrði sína og heildargreislur á lánstíma húsnæðisláns um rúmlega fjórðung, meira en 25%. Og það er alveg þess virði að ríkið gefi eftir 1500 milljónir í skatta á ári til þess.

Stundin vitnaði í kynningarefni ríkisstjórnarinnar þegar fullyrt var að úrræðin kostuðu 15 milljarða á ári. Í kynningarefninu stóð: „Árlegt tekjutap hins opinbera vegna skattfrelsis séreignarsparnaðar er metið 15 milljarðar króna á tíu árum í grunndæmi.“ Að sögn Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, var um villu í kynningarefninu að ræða. Ummæli Jóhannesar um að Stundin hafi greint frá því að með sams konar upphæð mætti „borga allt heilbrigðiskerfið í heild sinni“ eru ekki rétt. Í frétt var hins vegar minnst á áætlaðan kostnað við að fella niður greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár