Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Villa í kynningarefninu: 1,5 milljarðar en ekki 15 milljarðar á ári

Fram kom í kynn­ing­ar­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar að ár­legt tekjutap hins op­in­bera af að­gerð­um í þágu ungra fast­eigna­kaup­enda yrðu 15 millj­arð­ar króna. Hið rétta er að að­gerð­irn­ar kosta 1,5 millj­arða á ári. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gagn­rýn­ir Stund­ina vegna máls­ins.

Villa í kynningarefninu: 1,5 milljarðar en ekki 15 milljarðar á ári

Árlegt tekjutap hins opinbera vegna skattfrelsis séreignarsparnaðar er metið á 1,5 milljarða króna en ekki 15 milljarða eins og fram kom í kynningarefni sem birtist á vef fjármálaráðuneytisins og Stundin greindi frá í dag. 

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins, bendir á að aðgerðirnar kosti ekki 15 milljarða á ári heldur 1,5 milljarða. Gagnrýnir hann Stundina vegna málsins.

Jóhannes skrifar: 

Verðlaunablaðamenn geta greinilega hlaupið á sig eins og aðrir. Í frétt Stundarinnar af ‪#‎FyrstaFasteign‬ segir réttilega að kostnaður ríkisins sé metinn 15 milljarðar á TÍU ára tímabili - þ.e. um 1,5 ma. á ári x tíu ár. Jóhann Páll virðist hins vegar hafa séð þetta einhverjum ofsjónum því fyrirsögnin segir kostnaðinn vera 15 milljarða á hverju ári... og að með því megi borga allt heilbrigðiskerfið í heild sinni. Það sem er hins vegar rétt, er að með úrræðinu getur fólk lækkað greiðslubyrði sína og heildargreislur á lánstíma húsnæðisláns um rúmlega fjórðung, meira en 25%. Og það er alveg þess virði að ríkið gefi eftir 1500 milljónir í skatta á ári til þess.

Stundin vitnaði í kynningarefni ríkisstjórnarinnar þegar fullyrt var að úrræðin kostuðu 15 milljarða á ári. Í kynningarefninu stóð: „Árlegt tekjutap hins opinbera vegna skattfrelsis séreignarsparnaðar er metið 15 milljarðar króna á tíu árum í grunndæmi.“ Að sögn Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, var um villu í kynningarefninu að ræða. Ummæli Jóhannesar um að Stundin hafi greint frá því að með sams konar upphæð mætti „borga allt heilbrigðiskerfið í heild sinni“ eru ekki rétt. Í frétt var hins vegar minnst á áætlaðan kostnað við að fella niður greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár