Forsætisráðuneytið hefur keypt heilsíðuauglýsingapláss í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu, DV og Fréttatímanum þar sem vakin er athygli á kaupmáttaraukningu á Íslandi. Er auglýst í nafni „ríkisstjórnar Íslands“ og fullyrt að Íslendingar fái nú meira fyrir launin sín en nokkru sinni fyrr. Auglýsingastofan Hvíta húsið hannaði auglýsinguna og var ákveðið að eingöngu yrði auglýst í dagblöðum og vikublöðum. Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, gagnrýnir auglýsingakaupin harðlega á vefsíðu sinni og telur að ríkisstjórnin sé komin út á hála braut með því að verja almannafé til pólitískra auglýsinga. Þá hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýnt vinnubrögðin á samfélagsmiðlum.
























































Athugasemdir