Ugla & Fóa og maðurinn sem fór í hundana
Ólafur Haukur Símonarson
*** (þrjár stjörnur)
Útgefandi: Bókaútgáfan Sögur
71 blaðsíða
Bókin Ugla og Fóa er í grunninn sönn saga af samskiptum tveggja hunda og húsbónda þeirra. Eigandinn er sjálfur Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur sem í áranna rás hefur verið einn snjallasti rithöfundur þjóðarinnar. Sagan er því í góðum höndum.
Ólafur Haukur var fjarri því að hafa áhuga á hundum þegar dóttir hans notaði fermingarpeningana sína, árið 2007, til að kaupa tvær tíkur. Þær voru níu mánaða. Það kom í ljós að fjölskyldan öll, að undanskildum húsbóndanum, var með í ráðum. Ólafur Haukur var ekki hrifinn en lét
Athugasemdir