Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Almennir borgarar safna fyrir hælisleitendum sem búa við skammarlegar aðstæður

Að­stæð­ur á heim­il­um hæl­is­leit­enda á Ís­landi eru víða eins eða verri en á Skeggja­götu, þar sem menn þurftu, þar til í gær, að borða mat sinn af gólf­inu þar sem eng­ir stól­ar voru fyr­ir þá til að sitja á. Þetta seg­ir Sema Erla Ser­d­ar, sem fór fremst í flokki þeirra sem söfn­uðu hús­gögn­um og öðr­um hús­bún­aði fyr­ir fólk­ið. Söfn­un­in held­ur áfram.

Almennir borgarar safna fyrir hælisleitendum sem búa við skammarlegar aðstæður
Björg borin í bú Engar hirslur hafa verið á Skeggjagötu, til þess að geyma föt og verðmæti hælisleitenda. Því var kippt í liðinn á þriðjudagskvöld. Mynd: Press photos

Brotnir gluggar, bilaðir ofnar, mygla í eldhúsi, ónýtur eldhúsvaskur sem lyktar illa, engar gardínur og slæmur frágangur á rafmagni. Örfáir stólar og borð, lítill sem enginn borðbúnaður og óþrifnaður. Þannig lýsir Sema Erla Serdar aðstæðunum eins og þær voru á Skeggjagötu í byrjun vikunnar, áður en hópur fólks gekk þar inn á þriðjudagskvöld með hirslur, stóla, lampa, kaffivélar og fleiri nauðsynjar til að bæta líf hælisleitenda sem þar búa.

Aðdragandann að heimsókn Semu Erlu og félaga má rekja til þess að á mánudagskvöld las Sema Erla frétt Stundarinnar um að hælisleitendur sem byggju á Skeggjagötu borðuðu mat sinn af gólfinu, þar sem þeir hefðu enga stóla til að sitja á. Hún sendi út neyðarkall á Facebook og óskaði eftir húsgögnum og öðrum hlutum, til að gera búsetu þeirra bærilegri og mannúðlegri. Hátt í hundrað manns höfðu samband og buðu fram aðstoð.

 

Daginn eftir heimsótti hún Skeggjagötu ásamt vinkonu sinni, Margréti Norðdahl. Um kvöldið fóru þær svo, ásamt öðrum, söfnuðu saman húsgögnum og keyrðu þau á Skeggjagötuna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár