Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Almennir borgarar safna fyrir hælisleitendum sem búa við skammarlegar aðstæður

Að­stæð­ur á heim­il­um hæl­is­leit­enda á Ís­landi eru víða eins eða verri en á Skeggja­götu, þar sem menn þurftu, þar til í gær, að borða mat sinn af gólf­inu þar sem eng­ir stól­ar voru fyr­ir þá til að sitja á. Þetta seg­ir Sema Erla Ser­d­ar, sem fór fremst í flokki þeirra sem söfn­uðu hús­gögn­um og öðr­um hús­bún­aði fyr­ir fólk­ið. Söfn­un­in held­ur áfram.

Almennir borgarar safna fyrir hælisleitendum sem búa við skammarlegar aðstæður
Björg borin í bú Engar hirslur hafa verið á Skeggjagötu, til þess að geyma föt og verðmæti hælisleitenda. Því var kippt í liðinn á þriðjudagskvöld. Mynd: Press photos

Brotnir gluggar, bilaðir ofnar, mygla í eldhúsi, ónýtur eldhúsvaskur sem lyktar illa, engar gardínur og slæmur frágangur á rafmagni. Örfáir stólar og borð, lítill sem enginn borðbúnaður og óþrifnaður. Þannig lýsir Sema Erla Serdar aðstæðunum eins og þær voru á Skeggjagötu í byrjun vikunnar, áður en hópur fólks gekk þar inn á þriðjudagskvöld með hirslur, stóla, lampa, kaffivélar og fleiri nauðsynjar til að bæta líf hælisleitenda sem þar búa.

Aðdragandann að heimsókn Semu Erlu og félaga má rekja til þess að á mánudagskvöld las Sema Erla frétt Stundarinnar um að hælisleitendur sem byggju á Skeggjagötu borðuðu mat sinn af gólfinu, þar sem þeir hefðu enga stóla til að sitja á. Hún sendi út neyðarkall á Facebook og óskaði eftir húsgögnum og öðrum hlutum, til að gera búsetu þeirra bærilegri og mannúðlegri. Hátt í hundrað manns höfðu samband og buðu fram aðstoð.

 

Daginn eftir heimsótti hún Skeggjagötu ásamt vinkonu sinni, Margréti Norðdahl. Um kvöldið fóru þær svo, ásamt öðrum, söfnuðu saman húsgögnum og keyrðu þau á Skeggjagötuna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu