Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Áætlanir um að Húrra, Palóma og Gaukurinn víki fyrir túristastarfsemi

Fast­eigna­fé­lag­ið Fjé­lag­ið hyggst gera end­ur­bæt­ur á eign­um sín­um á reitn­um við Tryggvagötu og Naust­inu. Fé­lag­ið sér ekki fyr­ir sér áfram­hald­andi rekst­ur skemmti­staða á svæð­inu og bein­ir sjón­um sín­um frek­ar að starf­semi sem teng­ist er­lend­um ferða­mönn­um.

Áætlanir um að Húrra, Palóma og Gaukurinn víki fyrir túristastarfsemi
Tryggvagata 22 Eik á húsið þar sem Gamli Gaukurinn og Húrra eru til húsa, en forstjóri félagsins tekur vel í hugmyndir um að gera svæðið ferðamannavænna. Mynd: Google

Eigendur fasteigna á horni Tryggvagötu og Naustsins hafa átt viðræður um að skemmtistaðir sem þar eru til húsa víki fyrir reksti tengdum ferðaþjónustu. Um er að ræða svæði sem er þéttskipað vinsælum skemmtistöðum, eins og Húrra, Gamla Gauknum, Palóma, Dubliners og Glaumbar.

Eignarhaldsfélagið Fjélagið, sem er í eigu Steindórs Sigurgeirssonar og Jason Wittle, á nær allan reitinn. Tryggvagata 22 er hins vegar í eigu Eikar. Í samtali við Stundina segir Steindór að ekki standi til að rífa húsin en áform séu uppi um að gera endurbætur á þeim á næstunni.

 „Þetta er frekar sjoppulegur reitur eins og er.“

Meiri „túristastarfsemi“

Steindór vonast til að þegar endurbótum er lokið muni hann sjá meira af starfsemi tengdri ferðamönnum en börum þar. „Við erum að stefna á að lagfæra húsin á retinum og endurbyggja að hluta. Það verður blönduð starfsemi í húsunum, en það eru engar áætlanir klárar í því. Við stefnum á breytingar og umbætur á þessum húsum. Þetta er frekar sjoppulegur reitur eins og er. Við viljum sjá meira af verslunum og túristastarfsemi í okkar húsum, frekar en bari,“ segir Steindór. Samkvæmt honum mun félagið sækja um breytingar á deiliskipulagi fyrir reitinn á næstunni.

Það sem koma skal?
Það sem koma skal? Á horni Hafnarstrætis og Naustsins má finna minjagripabúð.
 

Hvað varðar samstarf við Eik, eigendur Tryggvagötu 22, segir Steindór: „Við höfum verið að velta fyrir okkur þeim kosti því þetta þarf að gerast saman. Reiturinn hangir saman þannig að við þurfum að vinna saman að því að búa til heildarmynd á þessu svæði.“

Hann segir að félagið vilji leggja áherslu á að halda ásýnd húsanna. „Við viljum endurbyggja þetta þannig að þetta verði meira í ætt við Grjótaþorpið en einhverjar glerhallir.“

Jákvæðir fyrir breytingum

Stundin ræddi við Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóra fasteignafélagsins Eik. Hann kannaðist vissulega við þreifingar vegna reitsins. „Aðrir eigendur á lóðinni hafa verið að hugsa um breytingar á lóðinni í heild sinni og við höfum fengið fyrirspurn um það.

Ég get voða lítið sagt því þetta er svo sem ekki á okkar könnu. Við eigum hornið og erum jákvæðir gagnvart því að skoða þetta og mögulega vera með,“ segir Garðar.

Hvorki Garðar né Steindór voru reiðubúnir til að skýra betur hvernig samstarfinu yrði háttað, né hvort það komi til greina að Fjélagið kaupi Tryggvagötu 22.

Við fögnum fleiri ferðamönnum en það þarf að vera eitthvað meira „activity“ fyrir útlendingana en „tourist information“ og loppapeysubúðir.“

Ekki bara loppapeysubúðir

Skemmtistaðurinn Húrra hóf göngu sína í maí á síðasta ári í rýminu við Tryggvagötu 22 þar sem áður voru staðir eins Harlem, Bakkus og Gaukurinn.

Eigandi Húrra, Jón Mýrdal, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurði út í fyrirætlanir fasteignafélaganna. Hann hafði þó ekki miklar áhyggjur.

„Við fögnum fleiri ferðamönnum, en það þarf að vera eitthvað meira „activity“ fyrir útlendingana en „tourist information“ og loppapeysubúðir.

Við höfum sinnt tónleikahaldi í ár á Húrra og mikið af okkar kúnnum eru útlendingar. Margir hafa heyrt af Íslandi út af Sigur Rós eða Björk,“ segir Jón og bendir á að það sé ekki góð hugmynd að loka öllum tónleikastöðum Reykjavíkur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár