Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Áætlanir um að Húrra, Palóma og Gaukurinn víki fyrir túristastarfsemi

Fast­eigna­fé­lag­ið Fjé­lag­ið hyggst gera end­ur­bæt­ur á eign­um sín­um á reitn­um við Tryggvagötu og Naust­inu. Fé­lag­ið sér ekki fyr­ir sér áfram­hald­andi rekst­ur skemmti­staða á svæð­inu og bein­ir sjón­um sín­um frek­ar að starf­semi sem teng­ist er­lend­um ferða­mönn­um.

Áætlanir um að Húrra, Palóma og Gaukurinn víki fyrir túristastarfsemi
Tryggvagata 22 Eik á húsið þar sem Gamli Gaukurinn og Húrra eru til húsa, en forstjóri félagsins tekur vel í hugmyndir um að gera svæðið ferðamannavænna. Mynd: Google

Eigendur fasteigna á horni Tryggvagötu og Naustsins hafa átt viðræður um að skemmtistaðir sem þar eru til húsa víki fyrir reksti tengdum ferðaþjónustu. Um er að ræða svæði sem er þéttskipað vinsælum skemmtistöðum, eins og Húrra, Gamla Gauknum, Palóma, Dubliners og Glaumbar.

Eignarhaldsfélagið Fjélagið, sem er í eigu Steindórs Sigurgeirssonar og Jason Wittle, á nær allan reitinn. Tryggvagata 22 er hins vegar í eigu Eikar. Í samtali við Stundina segir Steindór að ekki standi til að rífa húsin en áform séu uppi um að gera endurbætur á þeim á næstunni.

 „Þetta er frekar sjoppulegur reitur eins og er.“

Meiri „túristastarfsemi“

Steindór vonast til að þegar endurbótum er lokið muni hann sjá meira af starfsemi tengdri ferðamönnum en börum þar. „Við erum að stefna á að lagfæra húsin á retinum og endurbyggja að hluta. Það verður blönduð starfsemi í húsunum, en það eru engar áætlanir klárar í því. Við stefnum á breytingar og umbætur á þessum húsum. Þetta er frekar sjoppulegur reitur eins og er. Við viljum sjá meira af verslunum og túristastarfsemi í okkar húsum, frekar en bari,“ segir Steindór. Samkvæmt honum mun félagið sækja um breytingar á deiliskipulagi fyrir reitinn á næstunni.

Það sem koma skal?
Það sem koma skal? Á horni Hafnarstrætis og Naustsins má finna minjagripabúð.
 

Hvað varðar samstarf við Eik, eigendur Tryggvagötu 22, segir Steindór: „Við höfum verið að velta fyrir okkur þeim kosti því þetta þarf að gerast saman. Reiturinn hangir saman þannig að við þurfum að vinna saman að því að búa til heildarmynd á þessu svæði.“

Hann segir að félagið vilji leggja áherslu á að halda ásýnd húsanna. „Við viljum endurbyggja þetta þannig að þetta verði meira í ætt við Grjótaþorpið en einhverjar glerhallir.“

Jákvæðir fyrir breytingum

Stundin ræddi við Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóra fasteignafélagsins Eik. Hann kannaðist vissulega við þreifingar vegna reitsins. „Aðrir eigendur á lóðinni hafa verið að hugsa um breytingar á lóðinni í heild sinni og við höfum fengið fyrirspurn um það.

Ég get voða lítið sagt því þetta er svo sem ekki á okkar könnu. Við eigum hornið og erum jákvæðir gagnvart því að skoða þetta og mögulega vera með,“ segir Garðar.

Hvorki Garðar né Steindór voru reiðubúnir til að skýra betur hvernig samstarfinu yrði háttað, né hvort það komi til greina að Fjélagið kaupi Tryggvagötu 22.

Við fögnum fleiri ferðamönnum en það þarf að vera eitthvað meira „activity“ fyrir útlendingana en „tourist information“ og loppapeysubúðir.“

Ekki bara loppapeysubúðir

Skemmtistaðurinn Húrra hóf göngu sína í maí á síðasta ári í rýminu við Tryggvagötu 22 þar sem áður voru staðir eins Harlem, Bakkus og Gaukurinn.

Eigandi Húrra, Jón Mýrdal, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurði út í fyrirætlanir fasteignafélaganna. Hann hafði þó ekki miklar áhyggjur.

„Við fögnum fleiri ferðamönnum, en það þarf að vera eitthvað meira „activity“ fyrir útlendingana en „tourist information“ og loppapeysubúðir.

Við höfum sinnt tónleikahaldi í ár á Húrra og mikið af okkar kúnnum eru útlendingar. Margir hafa heyrt af Íslandi út af Sigur Rós eða Björk,“ segir Jón og bendir á að það sé ekki góð hugmynd að loka öllum tónleikastöðum Reykjavíkur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár