Aðhaldskrafa í heilbrigðiskerfinu á fjárlagaárinu 2016 verður 0,5 prósent að því er fram kemur í viðtali Morgunblaðsins við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í dag. Hins vegar verður engin slík krafa gerð á sviði almannatryggingakerfisins.
Samkvæmt fjárlögum ársins 2015 runnu um 147 milljarðar króna til heilbrigðismála. Til einföldunar má því segja að niðurskurðurinn, eða sparnaðurinn, sem ráðherra vill ná fram á næsta fjárlagaári nemi meira en 700 milljónum króna.
Í viðtalinu við Bjarna kemur fram að sama aðhaldskrafan verði gerð í menntakerfinu. Hagræðingarkrafan á velferðar- og menntakerfið sé sú lægsta sem gerð hafi verið í mörg ár. Krafist verði 0,75 prósenta aðhalds í öðrum málaflokkum og ráðuneytunum sem þeir heyra undir.
Athugasemdir