Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

700 milljóna aðhald í heilbrigðiskerfinu á næsta ári

Rík­is­stjórn­in boð­ar áfram­hald­andi að­halds­stefnu í mennta- og heil­brigð­is­mál­um. Kann­an­ir sýna að lands­menn sam­mæl­ast um að for­gangs­aða eigi skatt­fé til þess­ara mála­flokka. Þrátt fyr­ir þetta eru fjár­fram­lög Ís­lend­inga til heil­brigð­is­mála þau lægstu á Norð­ur­lönd­um.

700 milljóna aðhald í heilbrigðiskerfinu á næsta ári

Aðhaldskrafa í heilbrigðiskerfinu á fjárlagaárinu 2016 verður 0,5 prósent að því er fram kemur í viðtali Morgunblaðsins við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í dag. Hins vegar verður engin slík krafa gerð á sviði almannatryggingakerfisins.

Samkvæmt fjárlögum ársins 2015 runnu um 147 milljarðar króna til heilbrigðismála. Til einföldunar má því segja að niðurskurðurinn, eða sparnaðurinn, sem ráðherra vill ná fram á næsta fjárlagaári nemi meira en 700 milljónum króna.

Í viðtalinu við Bjarna kemur fram að sama aðhaldskrafan verði gerð í menntakerfinu. Hagræðingarkrafan á velferðar- og menntakerfið sé sú lægsta sem gerð hafi verið í mörg ár. Krafist verði 0,75 prósenta aðhalds í öðrum málaflokkum og ráðuneytunum sem þeir heyra undir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár