Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ein af hverjum fjórum konum fer ekki í sund vegna slæmrar líkamsmyndar

Do­ve á Ís­landi hrind­ir af stað her­ferð­inni #Sönn­Feg­urð. Stuðla að bættri lík­ams­mynd kvenna á Ís­landi. Vörumerkja­stjóri gef­ur lít­ið fyr­ir gagn­rýni á tví­skinn­ung snyrti­vöru­fyr­ir­tæk­is­ins.

Ein af hverjum fjórum konum fer ekki í sund vegna slæmrar líkamsmyndar

Snyrtivörufyrirtækið Dove á Íslandi hrinti í dag af stað herferðinni #SönnFegurð en markmið þess er að stuðla að bættri líkamsmynd stúlkna og kvenna á Íslandi. Í fyrsta myndbandinu, sem birt var á Facebook-síðu fyrirtækisins í dag, er tekin fyrir sundmenningin á Íslandi. „Sundið er rótgróið í hugum okkar allra. Við höfum sundlaugar út um allt land, heitt vatn og allir fara í sund. En út frá þessari könnun sem við gerðum þá sýndi það sig að ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 18 til 25 ára, eða 25%, fer ekki í sund vegna slæmrar líkamsmyndar. Þetta voru mjög sláandi niðurstöður,“ segir Brynja Georgsdóttir, vörumerkjastjóri Dove, í samtali við Stundina.

 

 

 

Dove spurði stúlkur í 7 ára bekk um hvaða tilfinningar það vekur þegar spurt er um sundferðir. Konur á háskólaaldri voru síðan spurðar sömu spurningar og svörin voru töluvert ólík. Sjö ára hugsa stelpur um að synda, fara í rennibrautina og hafa gaman með vinkonum sínum. Háskólastelpurnar höfðu hins vegar áhyggjur af líkama sínum. „Eins og mér finnst gott og þægilegt að liggja í heita pottinum þá er samt alltaf hnútur í maganum,“ segir ein þeirra. „Ég hef alveg sjáfstraust, en það er eins og það klæðist einhvern veginn af mér á sama tíma og ég klæði mig úr fötunum í klefanum.“

„Ég hef alveg sjáfstraust, en það er eins og það klæðist einhvern veginn af mér á sama tíma og ég klæði mig úr fötunum í klefanum.“

Halda námskeið í menntaskólum

„Við erum að fara svipaða leið og Dove hefur gert víða erlendis með því að horfa meira til samfélagsins,“ segir Brynja. Fyrirtækið leggur verkefninu lið með fjárframlagi en með kaupum á hverri Dove vöru renna átta krónur í sjóð sem er ætlað er að vinna að bættri líkamsmynd stúlkna á Íslandi. Sjóðurinn mun meðal annars fjármagna námskeið sem haldin verða af Sigrúnu Daníelsdóttur sálfræðingi, og öðru fagfólki, í menntaskólum hér á landi. „Við sjáum fram á að við getum byrjað með þessi námskeið í haust. Þá heldur hún námskeið með hóp af stelpum en það hefur sýnt sig að eftir svona námskeið að bæði þessi hugsun inn á við og líkamsvirðing eflist mikið,“ segir Brynja. 

Tvískinnungur snyrtivörufyrirtækis

Herferðir Dove á heimsvísu hafa löngum verið gagnrýndar. Bent hefur verið á að fyrst og fremst séu þetta auglýsingaherferðir sem beinast einmitt að því að fá konur til þess að kaupa sér snyrti- og fegrunarvörur. Sigrún Daníelsdóttir er meðal þeirra sem hefur bent á þennan tvískinnung, en í pistli frá árinu 2013 segir hún: „Sumum fannst fáránlegt að snyrtivörufyrirtæki héldi á lofti boðskap um heilbrigða líkamsmynd þegar það er á sama tíma að viðhalda þeirri hugmynd að hlutverk kvenna sé að vera fallegar. Aðrir fögnuðu því einfaldlega að milljónir kvenna, sem fá almennt aðeins þau skilaboð frá auglýsendum að þær séu ómögulegar – en geti bætt úr því með því að kaupa réttu vöruna – fái nú loks að heyra að þær séu í lagi eins og þær eru. Auglýsingar hafa mikil áhrif og það sé nú betra að áhrifin séu uppbyggjandi frekar en niðurrífandi.“

„Þá má kannski alltaf gagnrýna það hvað vörumerkið er að gera en við erum að leggja málefninu gott lið.“ 

Brynja vill ekki taka afstöðu til þessarar gagnrýni þegar blaðamaður bendir henni á tvískinnunginn, en bendir á að vörumerkið sem slíkt sé að setja fjármagn í mjög gott málefni. „Þá má kannski alltaf gagnrýna það hvað vörumerkið er að gera en við erum að leggja málefninu gott lið,“ segir hún. 

Þess má einnig geta að Unilever, móðurfyrirtæki Dove á heimsvísu, á fleiri snyrtivörufyrirtæki – þar á meðal Axe sem selur snyrtivörur fyrir karla. Auglýsingar Axe hafa verið gagnrýndar fyrir að ýta undir kynjastaðalmyndir og viðhalda þannig vandamálinu sem Dove auglýsingarnar eiga að vinna gegn. Hér fyrir neðan má sjá eina slíka auglýsingu. 

„Dove er vörumerki. Hvaða móðurfyrirtæki á það og hvað móðurfyrirtækið gerir með önnur vörumerki er ekki það sem maður á að horfa á,“ segir Brynja og bendir á að eignarhald vörumerkjanna sé flókið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár