Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fuglafár í 10-11

Smá­fugl­ar flögra um versl­un 10-11 á flótta und­an vonda veðr­inu.

Fuglafár í 10-11

Ekki einungis mannfólkið er kalt og hrakið í dag en smáfuglar sækja nú í hitann inn í 10-11 í Austurstræti. Ekki verður betur séð en allt að tíu smáfuglar hafi komið sér fyrir í versluninni. „Þeir hafa smeygt sér inn út af veðrinu, þeir sækja í hlýjuna,“ segir Guðmundur Hafsteinsson, verslunarstjóri búðarinnar.

Guðmundur segir að hringt hafi verið í meindýraeyði sem mun væntanlega veiða fuglanna með háfi og koma þeim aftur út í óveðrið. „Hann er á leiðinni og mun sleppa þeim út.“

Uppfært: Meindýraeyðir hefur nú fangað fuglana í háf og varpað þeim út í vetrarveðrið.

Að sögn starfsmanna er þetta óvanalegt en það gerist þó að einn og einn fugl álpist inn í búðina.

Slæmt veður er á höfuðborgarsvæðinu og er búist við því að vind lægi seinni partinn. Veðurstofa hefur gefið út stormviðvörun sem gengur í austanátt 15-25 metrar á sekúndu með snjókomu og skafrenningi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur bent almenningi á að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. „Færð er að spillast í borginni og farnar að berast beiðnir um aðstoð vegna fastra bíla í úthverfunum. Við minnum fólk á að vera ekki að fara af stað að nauðsynjalausu enda er veðrið enn að versna,“ segir á Facebook-síðu lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár