Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Súlnakóngar og -drottningar. Um skáldskap og stjórnmál

Í frægu kvæði líkti  franska skáldið Charles Baudelaire ljóðskáldum við súlnakónga, fugla sem eru glæstir á flugi en þunglamalegir og hallærislegir á jörðu niðri. Með líkum hætti fljúgi skáldið með glæsibrag í kvæðum en eigi erfitt með að fóta sig í hversdagslífinu.

Ég vil bæta við að mörg góðskáld eru óttalegir ratar í pólitík, nægir að nefna fylgispekt Laxness við Stalín og daður Gunnars Gunnarssonar við Adolf Hitler.

Einhvern tímann í geðvonskukasti notaði ég heimatilbúið skammaryrði um súlnakóng án vængja: Skáldbjálfi.  

Guðmundur Andri og mælskulistin

Í bók minni Bókasafninu lofsöng ég stílgáfu Guðmundar Andra Thorssonar en nefndi ekki álitgjöf hans. Hann  er allnokkuð mistækur   álitsgjafi og þingmaður. Hannes Gissurarson segir með vissum rétti að hann ástundi eintóma retorík, skemmtilega orðaleiki o.s.frv.  Hafa skal það sem best hljómar gæti verið kjörorð  Guðmundar Andra.

Hann hefur  leiða áráttu til að setja fram staðhæfingar án rökstuðnings, t.d. í sínu eilífa fákeppnishjali þar sem hann staðhæfir án raka að íslensk fákeppni eigi sér rætur í vistarbandinu. Hann á að vita að fákeppni er eins algeng og kvef, ekki á fákeppnin, jafnvel einokunin, í tölvubransanum sér rætur í vistarbandi. Microsoft, Google og Facebook eru nánast einokunarfyrirtæki. Við má bæta að nýlega afhjúpaði þýska tímaritið Der Spiegel leynilegan fákeppnissamning milli þýsku bílarisafyrirtækjanna. Skyldi vistarband hafa um vélt? Það var vistarband víða um lönd, t.d. í Danmörku til 1854. Þjakar fákeppni Dani?

Svo vikið sé að öðru þá ræddi Guðmundur Andri gangasjúklinga á Íslandi í jómfrúrræðu sinni á Alþingi. Hann líkti ástandi mála við ástand sjúkrahúsa í stríðshrjáðum löndum. En ekki þjaka styrjaldir Norðmenn, samt voru 17000 sjúklingar á göngum norskra spítala árið 2017. Norska dagblaðið Aftenposten birti nýlega lesendabréf eftir konu sem hafði lent á gangi og gaf skelfilega lýsingu á ástandi mála. Svo virðist sem Guðmundur Andri leggi ekki á sig að afla heimilda fyrir staðhæfingum sínum heldur láti sér nægja að leita snjallra stílbragða.

Súlnakóngur og álitsgjafi verða eitt

 Hvað sem því líður yrkir Guðmundur Andri  vel i  kvæðinu  Ástarbrautin í Útey en það fjallar um fjöldamorð Breiviks. Áhrifamikið og fallegt kvæði, hér mynda súlnakóngurinn  og álitsgjafinn eina heild.  

Skáldskapur getur nefnilega haft pólitíska þýðingu, ekki síst sem tæki til að fá okkur til að tengja siðferðilega afstöðu við tilfinningalífið. Ekki er nóg að telja sig vita að fjöldamorð séu að öllu óbreyttu siðferðileg rangindi, menn verða að skynja það líka. Tilfinningar eru afl þeirra hluta sem gera skal, við mundum ekki lyfta litlafingri án þeirra. Til dæmis getum við ekki barist  gegn hugmyndafræði Breiviks án tilfinninga.  

Hér kemur retorik, mælskulist, mjög við sögu. Það verður að beita brögðum mælskulistar til að fá menn til að hafa „réttar“ tilfinningar. Til dæmis beitti Churchill slíkum brögðum til að efla vilja Breta í síðara heimsstríði, fá þá til að skynja og ekki bara skilja nauðsyn þess að berjast gegn nasistum. Mælskulistin virkar best þegar hún vinnur með rökvísinni.

Sigfús Bjartmarsson og frjálshyggjan

  Sigfús Bjartmarsson er eitt besta núlifandi skáld Íslendinga, djúphygull, frumlegur en ögn stirðkvæða. Hann er sonur bóndans og þingmannsins Bjartmars Guðmundssonar en sá sat á þingi fyrir Sjálfsstæðisflokkinn á Viðreisnarárunum. Gagnstætt mörgum Sjallabörnum virðist Sigfús fjarhuga Flokknum, eplið hefur oltið alllangt frá eikinni þingeysku.

Í fyrra kom frá hans hendi mikill ljóðabálkur, Homo Oeconomicus I sem fjallar um frjálshyggjuna og henni gefin lág einkunn. Ort er með hefðbundnum hætti,  rímað og stuðlað, einatt í háðslegum tóni. Ljóðmælandinn er fulltrúi frjálshyggjunnar og kvæðin flest  í heilræðavísustíl. Með þessum hætti er frumsaga frjálshyggjunnar rakin, við sögu koma ýmsir frumherjar hennar eins og Bernard Mandeville. Af þessu má sjá að Sigfús hefur kynnt sér sögu frjálshyggjunnar. Margt er vel gert í bálknum en hann er nokkuð eintóna, maður verður ögn leiður á allri hæðninni eftir 250 síður. Deila má hversu vel kveðin bálkurinn er,  ljóðin fljóta ekki mjög vel, eru dálíitð stirðbusaleg.   

Bókin er svo lítið eins og rímuð útgáfa af Örlagaborg Einars Más Jónssonar, rétt eins og rímurnar voru einatt slíkar útgáfur af fornsögum. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr bók Sigfúsar, þvert á móti kveðst hann skemmtilega á við Einar Má.

En þótt margt sé vel gert í doðranti Sigfúsar er eins og skáldskapinn vanti, álitsgjafinn í honum ber góðskáldið ofurliði.  

Hvað um boðskap hans? Hann er mjög að mínu skapi, Sigfús hæðist að barnalegri trú frjálshyggjumanna á hagmennið (homo oeconomicus).  Hagmennið taki  efnahagsákvörðanir með upplýsta eigingirini að leiðarljósi en óætluð  afleiðing fjölda slikra ákvarðana sé sú að kjör velflestra manna batni. Nóta bene ef markaðurinn  er frjáls.

Meinið er eins og ég hef margsagt að frjálsum markaði verður tæpast komið á koppinn.  Ein ástæðan er sú að einokun eða fákeppni getur orðið til án þess að ríkið hafi um vélt. Um aldamótin 1900 náði  Standard Oil undir 90% bandaírska olíumarkaðarins með markaðsklækjum einum, án ríkisstuðnings. Í dag njóta risarnir í Kísildal alheims-einokunar m.a. vegna sérstæðra eiginleika þess varnings sem þeir bjóða upp. Milton Friedman segir réttilega að frjáls markaður virki ekki nema velflestendur gerendur  láti upplýsta eigingirni stjórna gerðum sínum. En hann athugar ekki að með þessu er mikil hætta á að markaðsfrelsið sálist af sjálfu sér. Gerendur hafa hag af einokun og rembast eins og rjúpan við staurinn að öðlast hana, með eða án fulltingis ríkisins.  Þýsku bílaframleiðendurnir voru í hæsta máta upplýstir og eigingjarnir þegar þeir gerðu sinn leyisamning!

Í ljósi þessa er engan veginn víst að hagmennið geti gegnt jákvæðu hlutverki í efnahagslífinu. Samt held ég að það séu tilvik þar sem upplýst eigingirni gerenda á markaði getur þjónað hagsmunum almennings en  mjög ósennilegt að svo sé að jafnaði.

Þetta mikla rit Sigfúsar er gott dæmi um að íslensk skáld eru núorðið mun metnaðarfyllri en lengi var. Fyndna og opna ljóðið tröllreið skáldskapnum um langt skeið. En nú yrkja mörg þeirra langa bálka og hafa pólitískan eða siðferðilegan boðskap (freistandi er að snúa út úr ummælum Steins Steinnarrs og segja  „hið fyndna ljóð er nú loksins dautt“).

Reyndar hefur Sigfús áður ort metnaðarfulla bálka, til dæmis Án fjaðra, myrkt en ítursnjallt verk, hann er réttnefndur „bálkaskáld“. Annað dæmi um íslenskan bálkaskáldskap er snilldarbálkur Sölva Björns Sigurðssonar, Gleðileikurinn djöfullegi, heimsósómakvæði af bestu gerð.

Skjaldmeyjar eða súlnadrottningar?   

Enn einn frumherji nýbálkana er hin ágæta skáldkona og skjaldmey Linda Vilhjálmsdóttir. Í ljóðabálknum Frelsi tekst henni vel að vera málefnaleg og ljóðræn í senn. Hún tjáir andúð á neyslumennsku, umhverfissóðum og inntakslitlu „frelsi“ sem ekki stendur undir nafni. En ekki er allt jafn vel gert í bókinni, ferðasagan frá Ísrael/Palestínu átti ekki a heima í henni. Þess utan var hún  í stíl hins opna ljóðs sem hefur fyrir löngu gengið sér til húðar.

Annar frumherji bálkanna er önnur skáldkona og skjaldmey, Gerður Kristný. Frá hennar hendi hafa komið a.m.k. þrír slíkir, Blóðhófnir, Drápa og Sálumessa. Í þeirri fyrstnefndu (og jafnvel þeirri næstu) notar hún efnivið úr fornnorrænum kveðskap, boðskapurinn klárlega feminískur.  Sálumessa er ögn öðruvísi þótt boðskapurinn sé líka  femínískur, samúð með fórnarlömbum kynferðis-ofbeldis skín í gegn. Hugmyndirnair eru mjög góðar, kveðskapurinn  metnaðarfullur en svo lítið eins og hann sporðreisist. Hún vill of mikið og er á köflum til-Gerðar-leg svo ég leyfi mér að koma með orðaleikjabrandara.

Athugið til dæmis eftirfarandi klausu úr Sálumessu: „Þú horfðir út um vígtenntan skolt vetrarins“ (ég styðst við rafbók). Þetta er ósmekkleg  og tilgerðarleg líking sem orkar á mig eins og þriðja flokks hryllingsmynd.  Sama gildir um einstakar líkingar í fyrri bálkum „Vígtennt myrkrið“ (Blóðhófnir, bls. 87), „örfoka land hinna dauðu“ (sama bls. 40), í Drápu „Hvassar tennur stefndu að rósunum á brjósti þínu“ (bls. 27). Samt eru Drápa og Blóðhófnir mun betri bækur en Sálumessa, á köflum verulega góðar.

Gerður Kristný er vissulega  prýðilegt skáld en hefur ekki enn  náð fullum tökum á bálkaforminu þrátt fyrir þrælgóða spretti. Um boðskap hennar hef ég ekkert nema gott að segja, hún er alltént engin súlnadrottning fremur en Linda.

Lokaorð

Guðmundur Andri hefur verið súlnakóngur, snjall í bókmenntaskrifum, síður  á stjórnmálasviðinu. Og þó, kvæðið um úteyjarmorðin sýna að hann getur sameinað álitsgjafann og skáldið. Hann nær að finna jafnvægi milli skoðunar og tjáningar í ljóðinu. Hið sama gildir um ljóðabók Lindu en  því miður ekki um bálk Sigfúsar. Hann  sporðreisist, skoðanir og hugmyndir vega of mikið, skáldskapurinn of lítið.

Bálkar Gerðar Kristnýjar vilja líka sporðreisast en af annarri ástæðu, hún vill stundum of mikið, rembist. Hún getur mikið betur. Það geta þeir Sigfús og Andri líka, Sigfús getur verið ljóðrænni og Andri skynsamari í álitsgjöf.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Orkuráðuneytið og grænþvottahúsið
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Pistill

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Orku­ráðu­neyt­ið og græn­þvotta­hús­ið

Ef ekki væri svona mik­ill handa­gang­ur í græn­þvotta­hús­inu þá væri hér í gangi neyðaráætl­un vegna ham­fara­hlýn­un­ar og fyr­ir nátt­úru­vernd.
Beast
Bíó Tvíó#223

Be­ast

Baltas­ar Fe­brú­ar hefst með því að Andrea og Stein­dór fjalla um kvik­mynd Baltas­ar Kor­máks frá 2022, Be­ast.
Enn um myglu og raka í húsum
Guðmundur Guðmundsson
Aðsent

Guðmundur Guðmundsson

Enn um myglu og raka í hús­um

Fyrr­ver­andi tækni­leg­ur fram­kvæmda­stjóri Sements­verk­smiðju rík­is­ins seg­ir að til þess að kom­ast hjá myglu­mynd­un þurfi að­eins að gera hús leka­laus.
Aldrei meira um kynbundið ofbeldi
Fréttir

Aldrei meira um kyn­bund­ið of­beldi

Að með­al­tali var til­kynnt um sjö heim­il­isof­beld­is­mál eða ágrein­ing dag hvern á síð­asta ári. Að­eins einu sinni hef­ur ver­ið til­kynnt um fleiri nauðg­an­ir síð­asta ára­tug­inn en á síð­asta ári.
Frá Berlín til Íslands – Útvíkkun á formi, afbygging og póstdramatík
Menning

Frá Berlín til Ís­lands – Út­víkk­un á formi, af­bygg­ing og póst­drama­tík

Bára Huld Beck spjall­aði við ís­lenskt leik­hús­fólk sem hef­ur starf­að á leik­hús­sen­unni í Berlín og flutt stefn­ur og strauma á milli Berlín­ar og Reykja­vík­ur – já, Ís­lands – og end­ur­nýj­að um margt hug­mynd­ir land­ans um leik­hús.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Maðurinn með ennisbandið
Fréttir

Mað­ur­inn með enn­is­band­ið

Hann er dansk­ur, síð­hærð­ur og ætíð með enn­is­band í vinn­unni. Hann hef­ur þrisvar ver­ið kjör­inn besti hand­knatt­leiks­mað­ur í heimi og aukakast sem hann tók á Ólymp­íu­leik­un­um 2008 er skráð í sögu­bæk­ur hand­bolt­ans. Hann heit­ir Mikk­el Han­sen og er frá Hels­ingja­eyri.
Hver var Makbeð?
Flækjusagan

Hver var Mak­beð?

Í Borg­ar­leik­hús­inu er nú ver­ið að sýna harm­leik Shakespeares um Mak­beð Skotakóng og hina ónefndu lafði hans. Leik­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar er einn efni­leg­asti leik­stjóri Evr­ópu um þess­ar mund­ir, Uršulė Bartoševičiūtė frá Litáen. Leik­stjór­ar nú­tím­ans fara vit­an­lega sín­um eig­in hönd­um um efni­við Shakespeares en hvernig fór hann sjálf­ur með sinn efni­við, sög­una um hinn raun­veru­lega Mac Bet­had mac Findlaích sem vissu­lega var kon­ung­ur í Skotlandi?
Heilræði ömmu
Ragna Árnadóttir
PistillÞað sem ég hef lært

Ragna Árnadóttir

Heil­ræði ömmu

Það er ekki alltaf ein­falt að fylgja heil­ræði ömmu, en það hjálp­ar.
Biðin eftir aðgerð
Fólkið í borginni

Bið­in eft­ir að­gerð

„Ég get eig­in­lega ekki orð­ið labb­að nokk­urn skap­að­an hlut. Ég reyni, en fer á hörk­unni, stund­um á hækj­um,“ seg­ir Guð­munda Sæv­ars­dótt­ir um bið­ina eft­ir mjaðma­að­gerð.
Listin að vera listamaður
Auður Jónsdóttir
Pistill

Auður Jónsdóttir

List­in að vera lista­mað­ur

Auð­ur Jóns­dótt­ir skrif­ar um list­ina að vera lista­mað­ur. Og hark­ið. Sem þarf að kunna að dansa í.
Silkimaurar koma til hjálpar gegn krabbameini
Flækjusagan

Silkimaur­ar koma til hjálp­ar gegn krabba­meini

Þótt mikl­ar fram­far­ir hafi orð­ið í bar­áttu við krabba­mein á síð­ustu ár­um og ára­tug­um veld­ur þó enn mjög mikl­um vanda hve seint og illa get­ur geng­ið að greina krabb­ann — jafn­vel eft­ir að hann er far­inn að vinna veru­leg her­virki í lík­ama manna. Marg­ar teg­und­ir krabba­meins finn­ast vart nema sér­stak­lega sé leit­að að ein­mitt því, og liggi sjúk­dóms­grein­ing því ekki...