Reykjavík = Svifryksvík?
Ég hef löngum kvartað yfir þeirri áráttu íslenskra álitsgjafa að einblína á Ísland, halda að hin og þessi alþjóðlegu vandamál séu séríslensk fyrirbæri. Í ljós kemur að svifryksmengun er ekki sérreykvískur vandi, í apríl var slík mengun svo mikil í Ósló að hún var í ellefu daga samfleytt yfir hættumörkum. Ástandið var litlu betra í ýmsum bæjum austanfjalls í Noregi. Að sögn norskra fjölmiðla er möl sem borin hefur verið á göturnar aðalorsakavaldur mengunarinnar. Hún molni undan ofurþunga bílanna og verði að rykkornum sem þyrlist upp í andrúmsloftið. Í ljósi þessa er hæpið að kenna borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík um þessi ósköp og borgin ekki sú eina sem kalla mætti „Svifryksvík“. Sennilegasta skýringin á svifryksmengunni er ofurbílvæðing víða um lönd, ekki síst á Íslandi.
Athugasemdir